Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 15

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 15
Landsmót UMFÍ riðla eftir landssvæðum. A-riðill frá svæði HSK til og með svæði HSH. B- riðill frá svæði UDN til og með svæði UMSE. C-riðill frá svæði HSÞ til og með svæði USVS. 2 efstu liðin úr hverjunt riðli öðlast þátttökurétt á 20. Landsmóti UMFÍ. Forkeppnin 1.-3. september Miðað er við að forkeppnin í kvennaknattspyrnu fari fram sam- tímis í öllum riðlunum þremur, þá kemurhelgin 1.-3. septemberhelst til greina. Landsmótsnefnd hefur farið þessá leit við UMSK, USVH og UÍA að þau sambönd sjái um forkeppnina í sínum riðlum. Þau hafa öll tekið jákvætt í þá beiðni. Handbolti kvenna Eins og menn vita hafa handboltastúlkur jafnan orðið að keppa á malbikuðum völlum í misjöfnu veðri á Landsmótum. Nú eru horfur á að breyting verði á þessu. Astæðan er einföld. Það eru engin malbikuð port í Mosfellsbæ sem eru hentug til handboltaiðkunar. Við Barnaskólann er leikvöllur með olíumöl, sem menn ætluðu í upphafi til handboltakeppninnar en sá völlur er með of ntiklum halla til að hægt sé að keppa á honum. Nú eru góð ráð dýr. Nýr malbikaður völlur kostar 1 milljón til viðbótar þeim milljónum sent varið hefur verið til íþróttavallargerðar í Mosfellsbæ. Bæjaryfirvöld eru ekki tilbúin til að leggja fram það fé og ekki fæst það úr mennta- málaráðuneytinu v. skólalóðar, því ríkið skuldar Mosfellsbæ nú þegar stórfé vegna uppbyggingar í skólum bæjarins. Niðurs taðan verðu r að öl 1 um líkindum sú að handboltinn fer inn í íþróttahús, þar sem hann á heima. Það er þó enn óráðið hvernig úr því verð- ur leyst að þröngva handboltanum inn á milli annarrar keppni sem fram fer í íþróttahúsinu.Þaðvirðistþóhægtmeð einhverjum tilfæringum sem ótímabært er að ljósta upp um á þessari stundu. Þátttökutilkynningar í flokkaíþróttum Samkvæmt reglugerð um Landsmót UMFÍ (6. gr.) skal þátttökutilkynningum í flokka- íþróttum öðrum en knattspyrnu skilað fyrir 1. október árið fyrir Lands- mót. Það er nauðsynlegt að menn átti sig á því að flokkaíþróttir á Lands- móti eru ekki aðeins boltagreinar. Eftirfarandi greinareru flokkaíþróttir Völlurinn mœldur af v-þýskum sérfrœðingi. Hlaupabrautin reyndist vera 400 metrar og 2 sentimetrar! á Landsmóti UMFÍ: Blak-Bridds-Fimleikar-Hand- knattleikur-Knattspyrna-Körfu- knattleikur-Skák. Það er einkum nauðsynlegt að virða þá fresti sem gefnir eru, vegna þess að svo gæti farið að haldin verði undankeppni í flestum eða öllum flokkaíþróttum. Þá væri ekki gaman að missa af lestinni vegna andvara- leysis. Isumarhefurveriðunniðaðmargs konar undirbúningsvinnu vegna skipulagningar Landsmótsins á skrifstofu Landsmótsnefndar. Þar má nefna m.a. uppsetningu kynningar- áætlunar, drög að dagskrá mótsins, samstarf við Mosfellsbæ vegna verklegra framkvæmda, undirbúning að nýjum sýningargreinum og vinna við að koma Landsmótinu á framfæri við væntanlega styrktaraðila þess og fyrirtæki sem hag hafa af samstarfi unt glæsilega framkvæmd mótsins. Nú hefur verið gengið frá því að skipa sérgreinastjóra í öllunt keppnisgreinum mótsins. Sérgreina- stjórinn í knattspyrnu hefur þegar tekið til starfa enda keppni að hefjast. Sá er Sigurvin Einarsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks. 1 byrjun ágúst kemur til starfa hjá Landsmótsnefnd Sæmundur Run- ólfsson, sem m.a. situr í varastjórn UMFÍ. Undirritaður fer í leyfi til að ljúka námi við Háskóla íslands nokkru síðar, en ntun snúa afturgalvaskur 15. febrúar. Þá verða þeir tveir framkvæmdastjórar Landsmóts- nefndarfram að 20. Landsmóti UMFÍ og mun ekki veita af. I septembermun Landsmótsnefnd flytja skrifstofu sína til Mosfel lsbæjar þar sem hún verður staðsett fram að Landsmóti. Omar Harðarson Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.