Skinfaxi - 01.08.1989, Qupperneq 12
Iþróttahátíð HSK
Séð yfir völlirm á Hvolsvelli sem tekinn var í notkun ífyrra. Myndir. Örn Guðnason.
Landsmótsstemning
á Hvolsvelli
704 þátttakendur á Íþróttahátíð HSK á Hvolsvelli
Íþróttahátíð HSK er stærsta
íþróttamót sumarsins á suðurlandi ár
hvert og eitt fjölmennasta íþróttamót
landsins. Að þessu sinni var
Iþróttahátíðin haldin 1. og 2. júlí, á
Hvolsvelli á nýjum velli sem þar er.
Keppt var í frjálsíþróttum í öllum
aldursflokkum, sundi 14 ára og yngri,
starfsíþróttum, knattspyrnu 10 ára og
yngri og íþróttum fatlaðra.
Metþátttaka var í hátíðinni að þessu
sinni eða 704 þátttakendur frá 25
ungmennafélögum af sambandssvæði
HSK.
Félagslega hliðin
Mikil áhersla er lögð á hina
félagslegu hlið keppninnar. Haldin
var kvöldvaka á laugardagskvöldið
þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér
saman. Flestir keppendur gistu í
tjöldum á mótsstað milli keppnisdaga
og átti það sinn þátt í að gera
stemminguna á mótsstað
eftirminnilega. Á Hvolsvelli skapaðist
því nokkurskonar Landsmóts-
andrúmsloft þessa helgi, þar sem ungir
og aldnir kepptu, kynntust og skemmtu
sér á heilbrigðan hátt.
Besta afrek mótsins vann Pétur
Guðmundsson er hann varpaði kúlunni
19.12 m. Stigahæstu einstaklingar í
fullorðinsflokkum frjálsíþrótta-
keppninnar urðu Birgitta Guðjóns-
dóttir með 24 stig. Þar á eftir komu
Ólafur Guðmundsson og Auðunn
Guðjónsson. Birgitta fékk einnig bikar
fyrir besta afrek kvenna en hún stökk
5.60 m í langstökki og fékk fyrir það
770 stig.
I aldursflokki 14 ára og yngri vann
Róbert Einar Jensson besta afrekið, í
hástökki þarsem hann stökk 1.72 m.
í flokki 15 til 18 ára var Steindór
Guðmundsson verðlaunaður fyrir
besta afrekið, í 800 m hlaupi og fékk
fyrir það 913 stig.
í flokki 15 til 18 ára varð Haukur
SnærGuðmundsson stigahæstur.fékk
24 stig. I flokki 14 ára og yngri urðu
þrír efstir með 18 stig; þau Róbert
Einar Jensson, Kristjana Skúladóttir
og Vigdís Torfadóttir.
Umf. Selfoss sigraði í stigakeppni
frjálsíþróttakeppninnar í öllum
flokkum. Umf. Hekla í Rang-
árvallahreppi hlaul bikar fyrir mestar
framfarir frá síðustu íþróttahátíð. Lið
Umf. Hveragerðis og Ölfuss sigraði í
knattspyrnumótinu. Fatlaðir
íþróttamenn frá Sólheimum í
Grímsnesi sigruðu í Boccíakeppni.
Héraðsmótið sem síðar var breytt í
íþróttahátíð hefur farið fram á hverju
ári frá 1970 á Selfossi en nú var brotið
blað í íþróttasögu suðurlands og mótið
haldið í fyrsta skipti á Hvolsvelli.
Góður róm u r var gerður að aðstöðun n i
á Hvolsvelli og allur undirbúningur
12
Skinfaxi