Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 14

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 14
Landsmót UMFI Nýjustu fréttir af undirbúningi 20. Landsmóts UMFÍ 1990 í Mosfellsbæ Hinn nýi Landsmótsvöllur í Mosfellsbœ sem markar tímamót í íslenskri íþróttasögu er nú tilbúinn. Myndirnar hér á opnunni erufrá lokafrágangi vallarins fyrr í sumar. Forkeppni í knattspyrnu karla A síðasta sambandsráðsfundi U M FI var samþykkt ný reglugerð fy rir Landsmót UMFÍ, þar sem m.a. voru þau nýmæli að liðum sem taka mættu þátt í úrslitum knattspyrnukeppninnar (karla) var fækkað úr 8 í 6. A grund vel l i þessarar fækkunar var sam- bandsaðilum UMFÍ skipt niður í þrjú landssvæði, sem mynda skyldu þrjá riðla í forkeppni fyrir knattspyrnu- keppnina. Tvö efstu lið úr hverjum riðli áttu að fá keppnisrétt á Lands- móti. Ymsarástæðurmunu hafa legið til þessarar ákvörðunar sem ekki er vert að tíunda. Reyndin varð hins vegar sú að þegar til kastanna kom tilkynntu 20 lið þátttöku í forkeppninni, þar af 11 í Vestur/Norðurlandsriðli. Þarmeð var Ijóst að hvorki var stætt á þeirri ákvörðun að fækka knatt- spyrnuliðunum né að halda sér við riðlaskiptinguna sem fest var í reglugerðinni. Landsmótsnefndin ákvað því að skipta Vestur/ Norðurlandsriðili upp. í suður- hlutanum eru lið frá svæði UMSK til og með svæði HSH. í norðurhlutanum eru lið frá svæði UDN til og með svæði UMSS. Nefndin ákvað jafnframt að gera tillögu til Sambandsþings UMFÍ n.k. haust um breytingu á reglugerðinni til samræmis við þetta. Ef Sambandsþing fellst hins vegar ekki á tillögu um fjölgun liða í 8 þá samþykkti Landsmótsnefnd reglugerðum úrslitakeppni milliefstu liðanna úr sín hvorum undirriðli Vestur/Norðurlandsriðils um þau tvö sæti sem laus verða. Landsmótsnefnd hefur farið þess á leit við HSÞ að taka að sér umsjón með forkeppninni í Norður/ Austurlandsriðli. í þeim riðli er tiltölulega auðvelt að ljúka keppninni á þremur dögum yfir eina helgi. í hinum riðlunum þremur gengur hins vegar ekki að hafa hraðmót, heldur var farin sú leið að leikjum var raðað niður í sem bestu samræmi við Mótabók KSÍ, og reynt að hafa jafnaðarsjónarmið að leiðarljósi og halda niðri kostnaði. Etlaust verður einhverjum troðið um tær. Hjá því er ekki hægt að komast þegar setja á niður leiki innan um íslandsmót og bikarkeppni á svo stuttu keppnis- tímabili sem hið íslenska sumar er. Þegar þetta er ritað eru endanlegir leikdagar ekki ákveðnir nema í Suðurlandsriðli. Knattspyrna kvenna I byrjun sumars var athugað hversu margir sambandsaðilar myndu taka þáttíhinumýmsuboltagreinumöðrum en knattspyrnu karla. í þeirri könnun kom í Ijós að mikill áhugi er fyrir kvennaknattspyrnunni..Ekki færri en I2 aðilar gáfu til kynna áhuga sinn á þátttöku. Landsmótsnefndin ákvað því að halda forkeppni í knattspyrnu kvenna, í samræmi við 38. gr. reglugerðar um Landsmót. Akvörð- unin felur í stuttu máli í sér eftirfar- andi: Sambandsaðilum er skipt í 3 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.