Skinfaxi - 01.08.1989, Side 7
Leiðarinn
Hinn eilífi höfuðverkur
Sigurbjörn Gunnarson, stjórnarmaður í UMFÍ, ræðir um
hinn eilífa höfuðverk sem fjármögnun starfseminnar er,
þrátt fyrir Lottó og Getraunir
Því verður ekki á móti mælt að
starfsemi ungmenna- og íþróttafélaga
hefur víðast hvar farið vaxandi á
landinu ásíðustuárum. Stökkbreyting
hefureinnig átt sérstað í allri aðstöðu
til íþróttaiðkana og félagsstarfs með
nýjum íþróttahúsum, völlum,
sundlaugum og skólabyggingum þótt
víða vanti enn viðunandi aðstöðu.
Annað sem einnig hefur breyst er
fjárþörf félaganna til að reka þessa
starfsemi og einnig mannvirki í
mörgum tilfellum. Fjárþörfin hefur
aukist í réttu hlutfalli við umfang
starfsins en þó kannski öllu meir vegna
þess að kröfurnar um „gæði” starfsins
hafa vaxið í stærra hlutfalli. Sú þróun
hefur þó orðið víða og þá sérstaklega
í stærri sveitarfélögum, að sveitar-
félögin byggja og reka íþróttamann-
virkin eða þá að félögin njóta verulegra
styrkja frá þeim til uppbyggingar og
reksturs.
Gróöi af Lottó?
Fjármálin eru enn sem fyrr „hinn
eilífi höfuðverkur” íþrótta-og
ungmennafélaga og mestur tími
forystumanna fer í að afla fjár til
starfseminnar með einum eða öðrunt
hætti. Einhverjir sem standa utan
ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar
kynnu að spyrja: „En hvað með
Lottóið, græða telögin ekki heil ósköp
á því ?”
Vissulega varð tilkoma Islenskrar
Getspár til að lina höfuðkvalir
forystumanna félaga, héraðssam-
banda og sérsambandanna, hagnaður
af starfsemi fyrirtækisins hefur farið
fram úrbjörtustu vonum manna. Hins
vegar hefur verið sýnt fram á með
tölum að tekjurnar af Lottóinu náekki
að standa undir 10 % af kostnaði við
rekstur ungmenna- og íþróttahreyf-
ingarinnar. Þá minnkuðu tekjurnar af
Getraunum með tilkomu Lottós en
eftir að samstarf þessara fyrirtækja
hófst þar sem Getraunir selja sína
seðla í gegnum lottókassana, hafa
tekjur af Getraunum farið vaxandi
aftur.
Aörar
fjáröflunarleiöir
Sem betur fer hafa ýmsar aðrar
fjáröflunarleiðir komið til með
árunum, einkum allskyns auglýsinga-
starfsemi. Þær leiðir eru þó mjög þétt
setnar og kostar rnikla vinnu að afla
fjár, t.d.meðsöfnunauglýsingaíblöð
eða á íþróttavelli. Þá er einnig spurn-
ing hve langt ungmenna- og íþrótta-
félög geta gengið í „auglýsinga-
mennskunni”.
Það að einstök fyrirtæki styrki
tiltekin félög verulega, e.t.v. í ntörg
ár, þekkist lítið hér á landi öfugt við
það sem gerist með áhugamannafélög
víða á hinum Norðurlöndununt.
Ástæðan er fyrst og fremst smæð
þjóðarinnar og þ.a.l. fá stór fyrirtæki
sem geta gert slfkt og þau sem hafa til
þess bolmagn telja eflaust erfitt að
taka eitt fram yfir annað. Þessi
"kostun" á þó eflaust eftir að fara
vaxandi á næstu árum bæði gagnvart
einstökum félögum og einstöku
íþróttamönnum. Þetta munþóínæstu
framtíð ekki ná nema til fárra hér á
landi af söniu ástæðum og nefndar
voru hér að ofan.
Hætt er við að hinar auknu kröfur,
sem hinn almenni íþróttaiðkandi gerir
sífellt um „gæði" starfsins sem svo
var nefnt, þ.e. kröfur um betri aðr
stöðu, meiri æfingar, dýrari þjálfara
o.s.frv. verði því ekki í samræmi við
getu félaga , héraðssambanda og sér-
sambanda til að afla fjár til að standa
undir þessum kröfum.
Ástæðaþessaereflaustaðeinhverju
leyti samanburðurinn sem fólk gerir
ávallt við önnur lönd án þess að gera
sér grein fyrir stærðarmun á
þjóðfélögum.
Meðal annars vegna þessa hafa
komið upp ljót fjárhagsdæmi á
undanförnum misserum hjá
ungmenna- og íþróttafélögum, héraðs-
og sérsamböndum þar sem skuldir
upp á nriljónir og í sumum tilfellum
tugi miljóna króna, hafa hrannast upp.
Ljóst er að ungmenna- og íþrótta-
hreyfingin mun í næstu framtíð
byggja áfram að stærstum hluta á
sjálfboðaliðastarfi og áhugamennsku
í íþróttum og verður að sníða sér stakk
eftirvexti áþeim grundvelli. Þó virðist
sífellt verða erfiðara að fá fólk til
starfa og er það vel skiljanlegt ef stað-
iðerframmi fyrirfjárhagsdæmi uppá
milljónir króna. Hins vegar er um að
kenna hinni almennu félagslegu
deyfð sent virðist gegnumgangandi í
öllu félagssstarfi.
Fyrr var minnst á styrki sveitarfél-
agatil ungmenna- og íþróttastarfs sent
víðaeru mjög myndarlegir. Enmargar
sveitarstjórnir hafa enn ekki vaknað
til skilnings um gildi þessastarfs, m.a.
víða í dreilbýlinu þar sem öflug
starfsemi ungmennafélags getur haft
afgerandi jákvæð áhrif, á byggða-
þróun.
Það kostar mikla vinnu en væri um
leið forvitnilegt að reikna hinn þjóð-
hagslega sparnað sent íþrótta- og
ungmennafélög skapa með forvörn-
um í áfengis- og fíkniefnamálum og
bættu heilbrigði þjóðarinnar. Eg er
viss um að þar kæmu út háar tölur.
Samt sem áður hefur verið dregið úr
fjárstuðningi á fjárlögum til
ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar
á síðustu árunt. Jafnframt hafa sumir
stjórmálamenn, m.a. þeir sem hafa
haldið utanum ríkiskassann, viljað
seilast í þær tekjur sent þessi hreyfing
aflar til starfsemi sinnar. Meðan svo
er málum háttað verða áform ríkis-
valdsins um aukið forvarnarstarf í
heilbrigðismálum aðeins orðin tóm.
Sigurbjörn Gunnarsson
Skinfaxi
7