Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 22
Aldursflokkameistaramót íslands í sundi Fjölmennasta og eitt skemmtilegasta sundmót ársins,Aldursflokkameistaramót íslands eöa AMÍ, var haldiö um miðjan júlí síöastliðinn og tókst meö eindæmum vel. Hér koma nokkrar myndir frá mótinu Það var sundfólk sundfélagsins Ægis sem sigraði á Aldursílokkameistaramótinu í ár eftir geysi spennandi keppni við Sundfélag Akraness sem sigraði á heimavelli í fyrra. Nú munaði einungis einu stigi á félögunum og er óhætt að segja að mótið í ár hafi verið mjög skemmtilegt og spennandi. AMÍ mótið er orðið eitt stærsta sundmót ársins hér á landi. Að þessu sinni voru þátttakendur rúntlega 350 og skráningartil keppni voru um það bil 1000. Þaðvoru 14 félög af 21 ámótinu semáttusundmanná verðlaunapalli. Það setti mikinn svip á mótið í þessari litlu laug hve vel það var skipulagt og hve léttur og skemmtilegur andi rfkti í Varmárlaug þessa daga, frá föstudegi til sunnudags. Aftureldingarmenn voru ákaflega ánægðir með hve vel bæjaryfirvöld studdu við bakið á þeim. Afnot af lauginni og húsakynnum í skólabyggingunum umhverfis var ókeypis. Þá fengu þeir Aftureldingarmenn mikla aðstoð við að umbylta aðstæðum við laugina. Byggðir voru áhorfendapalIar,þrírhúskofarvoru settirniðurviðlaugina til að koma upp aðstöðu fyrir mótsstjórn, tímaverði og keppendur sem biðu á laugarbakkanum eftir að röðin kæmi að þeint í laugina. Það eina sem setja mátti út á var í raun að laugin er helst til lítil fyrir svona fjölmennt mót og veðrið hefði mátt vera betra. Sumir hafa sett fram þá hugmynd að þetta mót sé orðið allt of stórt og fjölmennt til að hægt sé að halda það svo vel sé. Þáhefurog verið ígangi umræða um að takmarka aðgang þeirra yngstu, undir lOáraaðaldriaðmótum. Þó þessi hugmynd sé vel umræðu verð er AMI mótið ekki það rétta ti I að koma þessum takmörkunum í framkvæmd. Eins og kentur fram í viðtali við Bolvíkinga hér á næstu opnu, er þetta mótið sem krakkarnir bíða eftir með hvað mestri óþreyju. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að halda umfangsmikil mót en AMI mótið í Mosfellsbæ var með þeim brag að til fyrirmyndar hlýtur að teljast. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.