Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 9
Jón rœðir málin við Guðmund Þórarinsson, frjálsíþróttaþjálfara og ÓlafB. Guðmundsson, HSK semfékk bronsið á MÍ fyrir 100 m hlaupið, Jón varð í 1. sœti. Jón Arnar íspjótkastinu á Ml íji'dísíðastliðnum þar sem hann kastaði 55,40 m. „Jón hefur geysilegan sprengikraft", segir Þráinn Hafsteinsson. er góð aðstaða til æfinga og góður tugþrautarþjálfari. En ég hef verið svona 15 ara þegar ég byrjaði eitthvað að ráði að keppa í þessum greinum sem ég er í núna. -Jón fór á Landsmót UMFÍ Húsavík og keppti í 4 xlOO m boð- hlaupi. „Ég var meiddur þarna og gat ekkertkepptaðráði. Þaðvarekki fyrr en á því ári, '87 þá 18 ára, sem ég fór að keppa fyrir HSK á þessum stóru mótum. -Ástæðunafyrir því að Jón Arnar er orðinn 18 ára þegar hann fer að keppa fyrir HSK segir hann vera að hann hafi ekki tekið frjálsar alvarlega fyrr en á síðustu tveimur árum. „Þaðerekki fyrrenalvegnýlega, á síðustu tveimur árum sem ég er farinn að taka frjálsar alvarlega og velta því fyrir mér hvaða möguleika ég hafi í raun og veru. Þegar maður sér að það er hægt að standa í þessum betri körlum er um að gera að nota það sem maður hefur." Hraöi og sprengikraftur -Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- kennari á Laugarvatni, segir að menn eins og Jón Arnar komi ekki fram nema á 10 til 20 ára fresti. „Hann hefurgeysilegan hraðaog sprengikraft og er mjög fljótur að ná upp tækni. Ef hanneinbeitirséraðþrautinniánæstu árum á hann góða möguleika á að verða í heimsklassa. -Fyrir Jón Arnarer næsta skref að bera sig saman við jafnaldra sína á erlendum vettvangi enda ærin ástæða til. Hann eræfingarlaus eins og hann segir að vinna þá bestu hjá stórþjóðunum. Fyrir Norðurlanda- mótið í tugþraut í vor var Jón ekkert búinn að æfa. Hann stefndi þó í efsta sætið þegar hann meiddist í stangarstökkinu. Vildi ekki svekkja þá „Þetta var auðvitað hlutur sem ég mátti búast við, þegar maður er æfingarlaus má alltaf búast við mistökum eða meiðslum. Ég hef ekkert æft í þrjá mánuði, bara verið að vinna. Mér datt ekki í hug að vera að svekkja þessa menn þarna úti senr eru búnir að æfa eins og vitleysingar með því að segja að ég hafi ekki æft að neinu ráði í marga mánuði. Ég liafði mjög gott af æfingaferðinni til Lundúna í vor en svo hef ég ekkert haldið því við. Ég hef ekki haft tíma í það eða ekki gefið mér tíma í það. Það má því segja að þetta hafi verið dálítið skringilegur feri 11 hjá mér, það liggur við að það megi segja að ég hafi keppt meira en ég hef æft og það er nú ekki til fyrirmyndar. Enda verður breyting á því á næstunni.” -Ertu ekki bjartsýnn á framtíðina Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.