Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 20

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 20
Ungmennavika NSU „Þið getið ekki trúað því hvað það er hœttulegt að húa í Svíþjóð!" Sœnsku þátttakendurnir kynna Svíþjóð á Ungmennavikunni Guðjón, sem erleikari og leikstjóri, er vanur því að halda námskeið og vinna með ungu fólki. Hann notaði mikið leikræna tjáningu setn m iðaðist við að sýna fólki hvers verkfæri h'kamans væru megnug. Guðjón fórmeð fólkið út á tún, út í sundlaug, upp í fjall og gerði með þeim óvenjulega hluti sent féllu vel í kramið hjá þátttakendum og hópnum. Ahrifa hópsins gætti síðan víða, á lokaskemmtun á föstudags- kvöldið, á kvöldvökum sem þjóðirnar héldu til skiptis og víðar. Einum Svíanum hent í laugina fyrir að gera tilraun til að eitra þátttakendum!. Eða nœstum því... Kvöldvökurnar Kvöldvökurnar já, voru eftirminni- legar svo ekki sé meira sagt. Eitt dæmiiSvíarnirvöktumiklalukkumeð nokkur atriði sín. T.d. rakti einn Svíanna hversu hættulegt allt væri í Svíþjóð og lék sér að þeim goðsögnum sem hafa skapast um Svía sem þjóð; „Það er stórhættulegt að búa í Svíþjóð”, sagði hann: „Vegirnir eru hættulegir, maður á á hættu að verða fyrir bíl, maturinn er hættulegur, maður getur fengið matareitrun, Volvo er hættulegur, hann er svo öruggur að maður á það á hættu að komast ekki út úr honum. Sænskar konur eru hætturlegar, þær eiga það til að leggja lag sitt við Norðmenn." Og þannig hélt hann áfram að gera grín að sjálfum sér og þjóð sinni við miklar vinsældiráhorfenda. En fólk varekki eins hrifið af síðasta atriði þeirra. Það fólst í því að nokkrir áhorfendur voru valdir og settir niður við borð þeim afhentur diskur og hnífapör. A diskunum voru nokkrar sakleysislegar kartöflur en það sem fylgdi var ekki eins sakleysislegt. Það var síld í (jós sem lyktaði svo rosalega að lyktin af signum hákarli var eins og dægilegasta Hvað í ósköpunum er að gerast. Einn samkvœmisleikur íslensku þátt- takendanna. ilmvatnslykt í samanburði. Þetta áttu hinirútvölduaðsnæðaogfáverðlaun, þeirsent yrðu fyrstir. Það þarf ekki að orðlengja að ein allsherjar upplausn varð í salnum um leið og dósirnar höfðu verið opnaðar og smásíldin var komin á diskana. Þetta þykir víst afskaplega fínn réttur í vissum hlutum Svíþjóðar en það fór lílið fyrir hrifninguhjáungmenna-vikugestum. Einhverjir þátttakendur þekktu til þessa leiks Svíanna og um leið og sást til síldardósanna þutu einir tíu þátttakendur út eins og blátt strik. Lyktin varð enda slík að rýma þurfti salinn og herbergi í næsta nágrenni, þvílíkur var fnykurinn. Þegar fólk var búið að jafna sig hófst æðisgengin leit að næsta Svía. Þeir fyrstu sem fundust voru gripnir, bornir út í Kleppjárnsreykjalaug og hent út í. Ymsirvildu ganga lengraog henda þeim í Deildartunguhver sem er þar skammt frá, sú hugmynd var þó ekki framkvæmd. Margir nefndu Svíana fýlupoka eftir þetta. A föstudagskvödlinu, daginn eftir „sænska fnykinn” voru þó allir tiltölulega sáttir og skemmtu sér konunglega á hinni hefðbundnu kvöldskemmtun sent endaði með fjörugum dansi í íþróttahúsinu. Þegar hóparnir fóru síðan heim á laugardag og sunnudag höfðu þau skilið eftir sig minnismerki í formi tíu 5 metra hárra birkitrjáa við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum. Trjálundurinn nefnist NSU lundurinn til minningarum ungmennavikunaog norrænt samstarf og verður vonandi hvatning fyrir þá sem dvelja á Kleppjárnsreykjum að hugsa vel um landið okkar með gróðursetningu og almennri umhverfisvernd. IH 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.