Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 6
+ Minning Þóroddur Jóhannsson f. 3. júlí 1932 d. 2.júlí 1989 Kveðja frá UMFÍ. „Það eru slæm tíðindi, Þóroddur er látinn”. Þetta var það fyrsta sem við mig var sagt þegar ég hringdi sunnan úr löndum í Þjónustumiðstöð UMFÍ í byrjun þessarar viku. Degi fyrir andlátið hafði Þóroddur hress að vanda heim- sótt starfslið UMFI, þangað sem leið hans hafði svo oft legið. I hugann koma ótal þættir úr áratuga samstarfí og vináttu. Við hittumst fyrst fyrir 29 árum á Iþróttavellinum á Akureyri, þar var Þóroddur bæði keppandi og stjórnandi íþróttaliðs UMSE. Við hittumst oft næstu ár við svipaðar aðstæður en þótt við ræddum oft saman og störf- uðum saman í ýmsum nefndum hófust veruleg kynni ekki að marki fyrr en fyrir tíu árum þegar ég tók við formennstu hj á UMFÍ. Þóroddur hafði þá verið 6 ár í stjórn UMFI og það var mikill styrkur að hafa svo reyndan og framsýnan mann að samstarfsmanni. I átta ár störfuðum við saman í stjórn og síðustu árin var Þóroddur varaformaður UMFI. Reyndar hafði hann ætlað að hætta stjórnarstörfum fyrr, en fyrir þrábeiðni mína gaf hann kost á sér þar til fyrir tveimur árum. Öll störf innan ungmenna1 félagshreyfingarinnar vann Þóroddur af trúmennsku og hugsjónaeldi. Hann var sér- fræðingur um framkvæmd Landsmóta UMFI og sat í mörgun landsmótsnefndum, vann að reglugerðum Lands- móta og var framkvæmdastjóri Landsmótsins á Akureyri 1981. Þóroddur hóf snemma að keppa bæði í hlaupum og köstum og var góður íþrótta- maður. Hann lét aldurinn ekki aftra sér frá keppni og hafa fáir átt jafn langan keppnisferil og hann. Hann keppti á fleiri landsmótum UMFI en nokkur annar, fyrst 1955 og öllum Landsmótum eftir það og síðast á Húsavík 1987. Fyrir utan störf sín hjá UMFI vann hann mikið fyrir sitt félag Ungmennafélag Möðruvallarsóknar og í áratugi vann hann fyrir UMSE. Þóroddur var fyrsti fram- kvæmdastjóri UMSE og reyndar sá fyrsti hér á landi sem sinnti slíku starfi. Þóroddur var áhugamaður um bindindismál og lagði þeirri baráttu mikið lið. Hannvarum árabil í varastjórn KEA, for- maður Akureyrardeildar KEA, kom oft fram að hann var einlægur samvinnumaður. Það koma nú upp í hugann fjölmargar ferðir,sem við fórum samanáhinaýmsufundi. Betri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér, skemmtilegar og líflegar frásagnir af umhverfi og atburðum settu svip á ferðirnar. Margsinnis gisti ég hjá þeim ágætu hjónum Mar- gréti Magnúsdóttur og Þóroddi þar var alltaf jafn gott að koma, alltaf komið að veisluborði og þekki ég fáa sem jafn hlýlega og raunsnarlega tóku á móti ges- tum. Það koma upp í hugann margir af þeim fjölmörgu stjórnarfundum, sem við sátum saman á átta ára tímabili. Mörg mál kostuðu mikla umræðu þá kom sér vel þekking og reynsla Þóroddar. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir hönd Ungmen- nafélagshreyfingarinnar þau miklu störf sem Þóroddur vann í þágu hreyfingarinnar, þann drengskap og heiðarleika sem einkenndi öll hans störf, Ung- mennafélagshreyfingin hefur misst einn af sínum traustustu máttarsólpum. Eg sendi Mar- gréti, börnum og barnabörnum mínar einlægu samúðarkveðjur og vona að Guð megi styrkja þau í þeirra miklu sorg. Pálmi Gíslason 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.