Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 26

Skinfaxi - 01.08.1989, Page 26
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum árangur í spretthlaupum og langstökki löglegur því það var svo til logn á Selfossvelli, sem er sjaldgæft. Nú, það er ekki að sökum að spyrja þegar veður er gott, þá kemur árang- urinn. Margirbættu sinn persónulega árangur þó meistaratitill væri Iangt undan. Enda er það aðalatriðið hjá krökkum á þessurn aldri að vera með og hafa gaman af því sem þau eru að gera. Tvö Islandsmet voru bætt og mörg önnur voru alveg við það að falla. HSK fékk flesta meistaratitla eða 6, UMSB, HSÞ og UÍA 4, USÚ og ÍR 3, HSH 2 og UMSE og USAH einn hvort félag. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. Þrjárfyrstu í kúlvarpi telpna. Vigdís Guðjónsdóttir HSK, sigraði en hún vann tvo Islandsmeistaratitla. Ragnhildur Einarsdóttir USÚ, varð nr. 2 og Berglind Osk Gunnarsdóttir HSK, varð 3. í röðinni. Halldóra Jónasdóttir UMSB, ásamt Irisi Grönfeldt, þjálfara sínum. Halldóra bœttilslandsmetsitt íspjótkastistelpna á mótinu úr31,00m í35,78. Þá sigraði hún einnig í kúlvarpi. Þess má geta að annar nemandi Irisar, Bergþór Olason UMSB, sigraði í sömu greinum í piltaflokki. Þrjárfyrstu sveitirnar í 4x100 m boðhlaupi stráka, UÍA ífyrsta, HSÞ í öðru og HSK í þriðja. Skarphéðinn Ingason HSÞ, reyndi við nýtt Islandsmet í hástökki 1,60 m en felldi naumlega. Hann á strákametið, 1,58 m sem hunn setti á Krossmúlavelli I Mývatnssveit, 8. júlí síðastliðinn. Þá stökk Skarphéðinn 12 sentimetrum lengra en eigið Islandsmet í langstökki (5,13 m) en meðvindur var aðeins of mikill. Hann setti metið á Húsavík í júní síðastliðnum. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.