Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 10
Jón Arnar í 4X100 m boðhlaupinu á M1 í júlí síðastliðnum. Jón vann síðasta sprettinn létt og HSK sveitin setti nýtt HSK met, 43,1 sek. eftir síðustu alþjóðlegu mót. Norður- landamótið í ár og Heimsmeistaramót unglinga í fyrra? „Jú, ég get ekki verið annað, miðað við að koma á þessi mót óæfður. Þarna voru strákar sem hafa æft skipulega síðan ég veit ekki hvenær.” -Hvar er nú að finna efnilegustu strákana í tugþraut? Arftaka Jurgen Hingsen og Daley Thompsons. „Það er nú einn Svíi ansi efni- legur. Svo er einn V-Þjóðverji sem þeir vilja kalla hinn nýja Hingsen. Þá dettur mér í hug einn spænskur strákur sem er líka efnilegur. Frakkarnir eru góðir en ég hef lítið séð og heyrt af ungum Bretum í tugþrautinni. Þessir strákar eru jafnaldrar mínir, sumir að vísu aðeins eldri.” Práinn mín stoö og stytta Það var enginn sem ýtti á Jón að fara að keppa í þrautinni nema þá Þráinn Hafsteinsson. „Þráinn hefur aðstoðað mig mikið og verið mín stoð og stytta, bæði með skólann og þjálfunina. Að öðru leyti má kannski segja að þetta hafi komið af sjálfu sér. Mér fannst þetta bara spennandi grein. Það reynir á mann, ef vel tekst til verður maður mjög alhliða íþróttamaður. Ég fór að prófa þessar greinarmeðþrautina íhuga. Svo náði ég góðum árangri mjög fljótlega og þá var auðvitað farið að ýta á mig að hella mér út í þrautina.” -Hafa menn ekki verið að jagast í þér að æfa meira? „Jú, jú, það hefur bara ekkert orðið úr því að ráði. Ég er að þeytast í svo mörgu.” -Jón segir stangarstökkið vera sína uppáhaldsgrein. „Stöngin er þrælskemmtileg þó að það hafi gengið illa hjá mér í henni á þessum stórmótum í júní í sumar og svo í fyrra þegar ég braut stöngina í miðju stökki og brákaðist á olnboga. Þetta er kannski svipað og kom fyrir Daley Thompson á Olympíu- leikunum”, segir Jón Arnar og brosir. „Stöngin dúndraðist í hendina þannig að ég brákaðist. En það var ekkert alvarlegt að öðru leyti. Ég hef verið heppinn því stöngin straukst við olnbogann á mér og það var nóg til þess'að ég brákaðist. Eftir þetta hefur maður kannski verið hálf ragur við stöngina. En þetta er mikil tæknigrein og kannski þess vegna gaman að glíma við hana. Eins er með köstin. Mér finnst gaman að eiga við þau. Þetta eru kannski þær greinar þar sem ég þarf að bæta mig mest og ég er helst með hugann við þessa dagana.” Til Ðandaríkjanna í nám og æfingar -Einhver sagði eftir sigur þinn í 100 metrunum að nú þyrfti bara að hlaða greinum á Jón Arnar í Bikarkeppni FRÍ. Jón jánkar þessu öllu. „Jú, það er rétt til getið, ég fer líkast til í einar fimm greinar, 100, 200og400metrana, boðhlaupin, stökk og svo framvegis. Enda eru þetta tugþrautargreinar. Það er aldrei að vita nema að Bikarinn verði mín síðasta keppni í sumarhérheima. Ég er aðfaratil Bandaríkjanna ínám. Til Louisiana að læra tölvufræði og æfa frjálsar. En það er óráðið með það hvort ég fer í haust eða um áramót. En ég fæ ágætan félaga með mér, Friðrik Larsen úr UDN, sem er líka að fara út í nám.“ -Síðastliðið vor, í maí, fór Jón Arnar í æfingabúðir lil Lundúna með tugþrautarlandsliðinu og var æft á þeim fornfræga leikvangi, Crystal Palace. Jón Arnar segir að þetla hafi verið skemmtileg ferð. „Þetta var mjög skemmtilegur og samhentur hópur og góður andi. En stíft var það. Ég kom þarna æfing- arlaus og fór beint á tartanið í tvær langaræfingar ádag. Þannig að ég var hálf stífur, með harðsperrur vikuna eftir. En ég hafði mjög gott af þessu. Verst að ég fylgdi þessu ekkert almennilega eftir. Ég er bara að þvælast í svo mörgu og hef ekki gefið mértímaíþetta. En nú verðurbreyting á því. Ferðin til Englands var hluti af þessu tugþrautarátaki sem FRI hefur hrundið af stað og það er strax að skila 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.