Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 6
L E I Ð A R I Leiðari Haustið minnir á sig, fyrstu vindar og regn sumarsins lemja glugga og laufskrúðug tré. Það fer ekki hjá því að hugurinn reiki til sumarsins, sent nú er að líða og verið hefur sérlega notalegt og gjöfult. Hér í Borgarfirði hefur sumarið verið umhverfisvænt og er svo trúlega um allt land. Gróður hefur dafnað vel og á sumum trjám er jafnvel hægt að mæla yfir eins meters langa vaxtarsprota. Ungmennafélagar um allt land hafa ekki látið sitt eftir liggja í umhverfismálum á þessu sumri. Mjög almenn þátttaka félaga um allt land í um- hverfisverkefni okkar „Fósturbörnunum” sýnir hvert afl býr í þessari hreyfmgu þegar við tökum höndum saman. Það er von mín að við önnumst „Fósturbarn “ okkar þau þrjú ár sem við höfum ákveðið að verkefnið standi yfir og lengur, gerist þess þörf. En verði „Fósturbarnið” vaxið úr grasi skulunt við einfaldlega strengja þess heit að taka nýtt í fóstur, því þörfin er ávallt fyrir hendi. Kjörorð ungmennafélagshreyfingarinnar „Ræktun lýðs og lands” hefur átt vel við nú í sumar. Eg hef hér að framan minnst á þátt okkar í ræktun landsins, en mun nú snúa mér að hinum hluta kjörorðs okkar, þ.e. ræktun lýðs. Æskulýðsstarf hefur verið ríkur þáttur í starfseminni frá upphafi og er svo enn. Að sumrinu snýst æskulýðsstarf- ið að verulegu leyti um íþróttir og er það vel. Eg gat því miður ekki farið og fylgst með bikarkeppni FRI í sumar, en átti þess kost að sjá hluta keppninnar í sjónvarpi og mér fannst ánægjulegt að sjá hve margt ungt og efnilegt íþróttafólk kemur frá mörgum samböndum innan okkar vébanda. Víst er að gífurleg vinna liggur þar að baki, svo og mikið fjármagn, en ég þori að fullyrða að ekki er til arðbærari fjárfesting en sú að fjárfesta í æsku þessa lands. Með því að vinna að uppbyggingu íþrótta og ann- arrar heilbrigðrar æskulýðs- starfsemi er víst að við get- um virkjað æsku landsins og haldið henni frá freistingu spillingarinnar, svo sem ýmiskonar vímugjöfum sem því miður hafa leitt of marga þegna þessa lands á villigötur í lífinu. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess fyrst ég minntist hér að fram á bikarkeppni FRI að ég saknaði óneitanlega þátttöku nokkurra sam- banda í keppninni og er það von mín að þar séu fyrir hendi aðrar og betri ástæður en þær að unglingastarfinu hafi ekki verið sinnt sem skyldi á síðustu árum. Það er nú svo með báða þessa málaflokka að það má aldrei slaka á, því þá sígur fljótt á ógæfuhliðina. Hvert ungmennafélag hefur sín sérkenni og áherslu- punktar eru ekki ávallt þeir sömu, en frá upphafi hafa ungmennafélögin sinnt miklu menningarstarfi, a.m.k. í hinum dreifðu byggðunt landsins og gera það enn þann dag í dag. Þegar hausta tekur fara mörg félög að undir- búa leiklistarstarf vetrarins. Eins og undangengna vetur eigum við eftir að verða vör við að víða um land verða sett upp leikverk stór og smá, sem lyfta okkur upp úr drunga skammdegisins hvort sem við erum þátttakendur eða neytendur. Ég vil að lokum hvetja þig lesandi góður til þess að benda stjórnendum í þínu sveitarfélagi á hvers virði gott ungmennafélag er fyrir samfélagið, í þeirri von að sveit- arstjórnir hver á sínu svæði meti það að verðleikum og leggi fram fjármagn í samræmi við það starf sem unnið er. Islandi allt Þórir Jónsson, Reykholti í minningu Sigurðar Greipssonar Nokkrir nemendur og velunnarar íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal hafa nú undirbúið að koma fyrir á- ritaðri málmplötu á bautastein Sigurðar skólastjóra sem staðsettur er í Haukadal. Þá er í undirbúningi að setja upp mynd af glímumönnum (glímubragði) í anddyri hótelsins við Geysi, ásamt áritun þar sem fram kemur að þau hjónin Sigurður og Sigrún Bjarnadóttir hafi starfrækt íþróttaskóla í 43 ár, en hann sótlu alls 823 piltar. I undirbúningsnefnd verkefnisins eiga sæti Hafsteinn Þor- valdsson, Selfossi, Stefán Jasonarson, Vorsabæ og Þor- steinn Einarsson, Reykjavík. í frétt frá undirbúningsnefndinni segir að reynt verði að ná til allra nemenda skólans og þeint sendur gíróseðill, ásamt bréfi um fyrirhugað verkefni í Haukadal. I Búnaðarbanka Islands á Selfossi hefur verið opnaður reikningur nr. 1010 ( Minningarsjóður Sigurðar Greipsson- ar) svo að þeir sem óska eftir að gerast þátttakendur geti sent þangað fjárframlög, en miðað er við eitt þúsund krón- ur. Listi yfir þátttakendur í þessum verkefnum verður festur á bakhlið myndarinnar í hótelinu við Geysi. Nefndarmenn vonast til þess að velunnarar skólans votti Sigurði og íþróttaskóla hans virðingu sína með því að leggja fram fjármagn til þess að minningin um skólann lifi. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.