Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 21

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 21
V I Ð T O L V I Ð K R A K K A íslandsmeistarar 14 ára og yngri Meistaramót 14 ára og yngri í frjáis- um íþróttum var haldið á Akureyri 27.-28. júlí síðastliðinn í umsjá Ung- mennasambands Eyjafjarðar. Kepp- endur voru um 500 frá 26 félögum víðs vegar að af landinu. Skráning- ar voru yfir 1000 og mun mótið vera hið fjölmennasta sinnar tegundar frá upphafi. Segja má að mótið hafi tekist vel, sér- staklega ef litið er til þess að Akureyrar- völlur er að mestu notaður sem knatt- spyrnuvöllur en ekki frjálsíþróttavöllur, þó svo að öll tæki og tól séu til staðar fyrir frjálsíþróttaiðkun. Eitthvert reynsluleysi einkenndi þessvegna vinnu- brögð við undirbúning mótsins og til marks um það má nefna að gerviefni það sem lagt var fyrir hástökkið spann- aði ekki hástökksatrennu keppenda. Svo og urðu vandræði í langstökkinu vegna þess að stökkplankinn var ekki rétt staðsettur. Eitt íslandsmet var sett á mótinu. Boð- hlaupssveit stráka 11 -12 ára hljóp 4x100 metra á 56.4 sek. Það met hefur hins vegar þegar verið slegið er sveit Fjölnismanna hljóp á 55.35 sek á haust- móti 1R. Skinfaxi var á Meistaramótinu og tók þá þessar rnyndir og ræddi við alla íslands- meistarana. Skarphéðinn Freyr Ingason 14 ára f. 26.3 1977. Félag: Umf. Mývetningur HSÞ. Hvenær fórst þú að æfa og keppa í íþróttum? „Eg byrjaði þegar ég var sjö ára að taka þátt í víðavangshlaupum innan HSÞ, en ég var átta ára þegar ég keppti fyrst á innanhússhéraðsmóti hjá HSÞ, í lang- stökki og hástökki. Eg vann langstökk- ið, stökk 1,96 og var annar í hástökki, en ég man ekki hvað ég stökk hátt. Ég held að ég hafi fengið áhuga á frjálsum þegar ég fór að fara með eldri krökkun- um á æfingar.” Besti árangur: 1. sæti hástökk 1,80 m 2. sæti langstökk 5,87 m 3. sæti spjótkast 40,46 m 1. sæti 4x100 m boðhlaup 51,7 sek Hástökk innanhúss 1,70 m Skarphéðinn er Islandsmethafi í sex greinum í flokki 12 ára og yngri. Hástökk, inni 1,63 m hástökk, úti 1,58 m langstökk, inni 5,27 m Iangstökk, úti 5,13 m þrístökkán atr., 7,31 m langstökk án atr., 2,55 m Uppáhalds grein: „Uppáhalds greinarn- ar eru langstökk og hástökk, en ég held að langstökkið sé í fyrsta sæti hjá mér. Ég hef líka betri aðstöðu til að stökkva langstökk, því það er engin aðstaða á Skútustöðum fyrir hástökkið og ég verð því að fara í Uaugar til að æfa það.” Uppáhalds íþróttamaður: „Það er Carl Lewis”. Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla að halda eins mikið áfram og ég get. Þó að aðstaðan heima sé ekki góð þá ætla ég samt að æfa eins og ég mögulega get, hlaupa og gera þrekæfingar. I vetur ætla ég að reyna við Islandsmetið í há- stökki innanhúss, sent er 1,85 og ég er staðráðinn í að reyna að slá íslandsmet- ið í langstökkinu strax og ég hef tæki- færi til.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið,? „Mér finnst að aðstaðan mætti vera betri, einn gerfiefnisvöllur á landinu er allt of lítið. Við krakkarnir í Skútustaðaskóla vorum að koma frá Danmörku og við skólann sem við bjuggum í var góður gerfiefnis- völlur sem skólinn gat notað að vild.” Halldóra Jónasdóttir 14 ára f. 13 maí 1977. Félag: Umf. Skallagrímur UMSB. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í í- þróttum? „Þegar ég var 12 ára komu Iris Grönfeldt og Ingimundur Ingimund- arson í Varmaland og hvöttu okkur til þess að mæta á íþróttaæfingar og þá á- kvað ég að slá til og fara.” Besti árangur: Islandsmethafi í spjótkasti 38,93 m, 1. sæti 34,20 m kúluvarp 10,08 m, 1. sæti 9,87 m Halldóra er Islandsmethafi í flokki 12 ára og yngri í kúluvarpi. Hún hefur kastað 8.23 m með 4 kg kúlu og 9.83 m með 3 kg kúlu. Uppáhalds grein: „Spjótkast.” Uppáhalds íþróttamaður: „Ég veit það ekki”. Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla að halda áfram og til að byrja með kasta ég bæði spjóti og kúlu. í vetur kasta ég boltum, lyfti og geri hoppæfingar og ég ætla að stefna eins langt og ég get.” Hvemig mætti bæta íþróttalífið? „Völl- urinn í Borgarnesi mætti vera betri, en fyrir mínar greinar er hann samt ágæt- ur.” Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.