Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 13
S L Y S í í Þ R Ó T T U M sem maður sá ekki áður, annarskonar ökklameiðsl, t.d. á innanverðum ökkl- anum. Þessi meiðsl verða vegna þess að þegar menn stoppa þá beita menn fætinum aðeins útávið og af því að völl- urinn er svo stamur þá verða átökin svo snögg að álagið á fótinn verður öðruvísi og meiðslin líka. Gerviefnið gerir það líka að verkum að þegar menn detta fá þeir brunasár á húðina, þau sár gróa illa og slæmar sýkingar geta grasserað. Ef menn fá svona brunasár þá þurfa menn að þvo þau vel og bera á þau sýklavam- arkrem eða vökva og hugsa vel um þau til þess að þau grói fyrr. Það er ekki ráðlegt að nota vaselín, það getur hrein- lega dregið í sig sýkla og bakteríur.” Vantar heildarrannsóknir á slysum „Það sem vantar er heildarrannsókn á tíðni slysa í íþróttum, hver meiðslin eru, hve alvarleg þau eru og hvaða vell- ir eða hús eru betri eða verri en önnur. Ég er sannfærður um að undirlagið skiptir miklu máli og slæmt gólf getur verið slysagildra. Ég hef sérstaklega tekið eftir því að íþróttamenn sem hafa þjálfað í íþróttahúsinu á Sauðárkróki hafa kvartað undan hörðu gólfi og það er einkennilegt hvað margir voru með slæm hné og hásinartognun eftir þjálf- un. Það er ljóst að það þarf að vanda mjög til þegar efni á velli eða gólf eru valin og ekki hægt að taka bara ó- dýrasta tilboðinu ef menn ætla að hugsa um heilsu og hag íþróttaunnenda. Þá er brýnt að halda völlunum við, gamla brautin á Valbjarnarvelli hefur t.d. or- sakað mörg slys vegna þess að hún er götótt og slitin og það er ekki forsvar- anlegt að bjóða upp á slíkt. Hluti af forvörnunum er einnig að íþróttamaðurinn sjálfur sé meðvitaður um hvað hann á að gera ef hann finnur fyrir meiðslum og hann geri það strax en geymi það ekki.” Skótau barna forsenda framfara á íþróttabraut- inni Er ekki mjög mikilvœgt aÖ börn noti strax góða íþróttaskó? „Jú, ég tel að framtíð bama í íþróttum byggist á því hvemig skótau þeirra er í upphafi. í uppvextinum getur fóturinn mótast af skónum. Ef börn eru með plattfót, framfótarinnskeifu eða skakka hæla vegna Iausra liðbanda þá þarf að fyrirbyggja meiðsli með notkun inn- leggs strax og þessi atriði koma fram. Það er einnig mikilvægt að halda fótun- um við fram á fullorðinsár, því ef ekk- ert er að gert strax á bamsaldri er ekki svo gott að breyta miklu um lögun fót- arins síðar. Ég held að krakkar líði oft fyrir það að skóbúnaði þeirra er ekki sinnt nægilega vel og oft kaupa foreldrar fremur lélega skó en þá sem eru dýrari og mun betri. Mér finnst samt að foreldrar geri sér betur og betur að gera sér grein fyrir mikilvægi þessa og á stofuna til mín koma foreldrar með börn sem þeim finnst að beri sig illa að í göngu eða hlaupi. Bamaíþróttaskór eru nú orðnir mikið betri en áður og sem betur fer eru foreldrar hættir að kaupa kínaskó á krakkana til að nota í íþróttatímum eða á leikvellinum.” Heildsölubirgöir J.S. Helgason hf. S: 68 5152

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.