Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 30

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 30
F R J Á L S A R í Þ R Ó T T I R Friðrik alvarlega, enda er hann nú manna líklegastur til að gera atlögu að Islandsmeti Erlings Jóhannssonar í 800 m hlaupi. Það yrði einkar ánægjulegt fyrir HSK, eftir það sem á undan er gengið. Friðrik sigraði örugglega í 800 mhlaupinu í 1. deildinni og varð annar í 400 m hlaupinu á góðum tíma 48,82 sek. Bráðefnilegur sprett- hlaupari Húnvetninga Eitt almesta efni sem komið hefur fram í spretthlaupum kvenna undanfarin ár er Sunna Gestsdóttir, Austur-Húnvetning- ur. Hún er aðeins 15 ára gömul og setti í sumar íslandsmet í 200 m hlaupi í 16 ára flokki meyja, hljóp á 25,08 sek. I keppni 2. deildar mætti Sunna hins veg- ar ofjarli sínum, hinni kröftugu Guðrúnu Arnardóttur, en var hins vegar örugg með annað sætið í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum auk þess að sigra í lang- stökkinu. Sunna er ein af fáum stúlk- um sem líklegareru til að leysa af hólmi okkar allra bestu frjálsíþróttakonur, en ferill þeirra flestra er nú senn á enda. Sleggjukastarinn úr Kópavogi Mesti yfirburðarsigurinn sem vannst í Bikarkeppninni var sigur Jóns A. Sigur- jónssonar, UMSK, í sleggjukasti 2. deildar. Hann kastaði 58,88 m en næsti maður 27 m skemur. Jón hefur sérhæft sig í sleggjukastinu og kastað lengst um 62 m og veitt þar með Guðmundi Karls- syni verðuga keppni í mótum sumarsins. Jón er bróðir Guðna Sigurjónssonar, sem keppt hefur mikið í frjálsíþróttum og reyndar einnig í aflraunamótum. Ólafur í stöðugri framför í 110 m grindahlaupi Keppnin í 110 m grindahlaupi karla í I. deild var mjög spennandi. Ólafur Guð- mundsson, HSK, sem einkum hefur stefnt að árangri í langstökki og tug- þraut undanfarin ár, sýndi að hann er að verða sterkur grindahlaupari. Hann tap- aði mjög naumlega fyrir Hirti Gíslasyni, UMSE, og fékk góðan tíma, 15,20 sek, í 2,4 m/sek mótvindi. Með sama áframhaldi er ekki langt að bíða þar til Ólafur hleypur grindina að jafnaði á 14,70- 14,80 sek. Þjálfari HSÞ var drjúgur í stigaöfluninni fyrir sitt lið Unnar Vilhjálmsson, fyrrverandi ís- landsmethafi í hástökki, hefur undan- farin tvö ár þjálfað HSÞ eftir að hafa verið búsettur á Egilsstöðum unt Iangt árabil. Hann er greinilega að ná upp góðu liði, enda munaði litlu að Þingey- ingarnir færu upp í 1. deild. Unnar lét ekki sitt eftir liggja í keppninni og var meðal þriggja efstu í fjórum greinum, sigraði m.a. í hástökkinu. A Unnari var að heyra eftir mótið að hann stefndi að því að æfa vel í vetur með tugþrautina að markmiði næsta sumar. Fríða Rún sigraði þrefalt í lengri hlaupunum á heimavelli Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaupi í 2. deildinni og var því eins og Guðrún Arnardóttir betri en enginn fyrir UMSK. Tímar Fríðu Rúnar voru hins vegar lakari en oft áður, enda byrjaði hún utanhúss- keppnistímabilið mjög snemma á þessu ári. Fríða Rún var s.l. vetur við nám og æfingar í Bandaríkjunum. Hún stór- bætti árangur sinn og hljóp m.a. 1500 m á 4:22,9, sem er aðeins um 8 sek. frá Is- landsmetinu. Það má örugglega spá því að Fríða Rún geri atlögu að metinu inn- an 2-3 ára, en sennilega á hún meiri framtíð fyrir sér í 3000 m hlaupi þar sem styrkurinn skiptir minna máli en í styttri vegalengdunum en léttleikinn Itins vegar meira máli. Tugþrautarmaðurinn úr Húnavatnssýslu á mikið inni Einn af þeim efnilegu frjálsíþróttamönn- um sem kontið hafa fram á sjónarsviðið 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.