Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 18
V I Ð T A L sigra hvað sem það kostar, jafnvel þó reglur séu brotnar og farið sé út fyrir ramma íþróttamennskunnar. Hitt er það að þeir sem stunda íþróttir sem atvinnumenn eru algjörlega vegnir og metnir eftir því hvort þeir sigra eða tapa og þess vegna spila þeir eftir öðr- um reglum. Það er mjög auðvelt að vera göfugur íþróttamaður þegar þú ert að leika þér með vini þínum úti á túni, en þegar allur þinn ferill, framtíð og peningar eru lagðir að veði, þá er stað- an öðruvísi, og reglurnar eru fremur brotnar.” Knattspyrnan í hættu? „I þessu sambandi hafa augu manna beinst mest að knattspyrnunni, enda er hún fyrirferðarmest og til eru menn sem halda því fram að knattspyrnan sé í á íþróttaleikjum. Fyrstu niðurstöður rannsóknar, sem fram fór í tólf löndum og kynntar voru hér á landi fyrr í sumar sýna að unglingar taka atvinnumenn sér til fyrirmyndar. Það er meginregla að þeir brjóta þegar það borgar sig og fara eins langt og dómarinn leyfir. Ef spurt var um ákveðin, tiltekin brot þá segja þeir að þeir vegi það og meti eftir stöðunni í leiknum. Þannig er ekki brotið illa á manni sem er að komast inn fyrir í byrjun Ieiks ef leikmaður heldur að hann fái rautt spjald. Ef stað- an er t.d. 1-0 og lítið er eftir af leiktím- anum, segja lang flestir að þeir muni brjóta á andstæðingnum, jafnvel þó að þeir taki þá áhættu að meiða einhvern. Leikmenn sögðust fara eins langt og dómarinn leyfði. það væri sjónarmið at- vinnumannsins.” hættu sem íþrótt vegna hvað við höfum gengið langt í þessa átt. I flestum lönd- um Evrópu er að fara af stað herferð, þar sem reynt er að ýta undir heiðar- leika og prúðmannlega framkomu í leik (fair play). Það má nefna í þessu sambandi að nú er í gangi rannsókn á vegum Evrópuráðs- ins þar sem verið er að athuga uppeldis- legt gildi íþrótta, siðfræði íþróttanna, hvemig menn leika og eftir hvaða regl- um menn fara. Þessi rannsókn hefur fyrst og fremst beinst að knattspyrn- unni, bæði vegna þess að hún er almenn og hún hefur verið mest í umræðunni og tengist öðru verkefni sem er ofbeldi Góðir íþróttamenn vaxa ekki upp úr fastmótuðu skipulagi Siðferðilegt gildi íþrótta byggist tölu- vert á því að börn og unglingar læri fyrst reglur af leikjum. Við höfum sí- gildar rannsóknir frumkvöðla félagsvís- indanna sem sýna fram á það að leikir barna gegna lykilhlutverki í þroskaferli þeirra, persónuleika og siðferðishug- myndum. Það stafar m.a. af því að börnin þurfa þá að leysa ágreining sjálf og enginn fullorðinn stendur yfir þeim. í frjálsum leik þurfa þau sjálf að ræða um reglumar, setja þær og sjá til þess að farið sé eftir þeim. Þetta hefur breyst, frjálsu leikirnir eru að hverfa. Nú eru skipulagðar íþróttir að taka við, þar sem þjálfarinn stendur yfir nemendum, skipar fyrir verkum og oft með það í huga að vinna næsta leik. Umræðan um leikreglurnar hverfur, en hún er mikilvæg í þessu tilliti. Ungum krökkum eru kennd leikkerfi og það kemur niður á frumkvæði þeirra seinna. Við fáum ekki betri íþróttamenn með þessu fastmótaða skipulagi. í Banda- ríkjunum komu bestu körfuboltamenn- irnir lengst af úr hverfum þar sem þeir höfðu engan þjálfara séð, þeir byggðu á hefð og léku sér í frjálsum leik. Þeir æfðu mikið, höfðu meiri knattleikni, meira frumkvæði og meiri leikgleði heldur en þeir sem voru skipulega þjálfaðir. Við verðum að gæta að því, þegar tóm- stundir barna og unglinga eru annars vegar, að eyðileggja ekki leikgleðina hjá þeim, heldur kenna þeim að leikir og íþróttir hafi uppeldislegt gildi. Eg er sannfærður um það að íþróttir eru eitt- hvert besta sviðið sem til er til þess að hafa góð áhrif á krakkana. Það skiptir miklu máli hverju þú miðlar með íþróttakennslunni. Hvort sent þú ætlar að kenna börnum reglusemi, um skað- semi áfengis eða um hollar matarvenj- ur, þá er eiginlega besti staðurinn í kerfinu íþróttakennslan. Vegna þess hve íþróttirnar hafa jákvæða ímynd hef- ur enginn eins sterka stöðu gagnvart krökkunum og íþróttakennarinn. Iþróttahetjurnar geta líka haft mikil á- hrif á krakka, t.d. held ég að íþróttahetj- umar í reyklausa liðinu hér um árið hafi haft ntikil áhrif. A sama hátt geta í- þróttamenn sem skara fram úr verið ó- heppilegar fyrirmyndir eins og t.d. Maradonna, sem hefur komið óorði á í- þróttirnar vegna vímuefnaneyslu.” Góðir íþróttamenn eru ekki endilega góðir þjálf- arar Leggja þjálfarar nœgilega mikla áherslu á þessi skynsemissjónarmið eins og ég vil kalla þau? „Nei, ég held ekki, en held þó að það fari vaxandi. Eg held líka að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að setja annars flokks 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.