Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 19
V I Ð T A L menn í að þjálfa böm og unglinga. Það skiptir mjög miklu máli að kenna böm- unum vel frá byrjun, það er ekki nóg að hafa spilað körfubolta, fótbolta eða ver- ið í frjálsum íþróttum, þjálfarinn verður að vita eitthvað um börnin, hann verður að vita hvað hann ætlar að kenna þeim og hvemig. Það er ekki hægt að setja samasemmerki á milli góðra íþrótta- manna og góðra kennara í íþróttagrein- inni. Það er mikill vandi að kenna börnum og unglingum íþróttir og sér- menntun er nauðsynleg. Það þarf að skapa hefð og langtímasjónarmið verða að gilda, ekki bara næsti leikur, það er verið að byggja bömin upp, kenna þeim um íþróttimar og ég held að það vanti mikið upp á þetta.” Mikilvægt að kenna börnum margar íþrótta- greinar Eigum við nógu góða leiðbeinendur í íþróttum? Hvað erþað sem á vantar? „Ég held ekki. Nágrannaþjóðir okkar hafa verið að velta þessu verulega fyrir sér líka. I Bretlandi athugaði Martin Lee knattspyrnukennslu og komst að þeirri niðurstöðu að henni væri mjög áfátt. Það væri undir hælinn lagt hvort þeir sem kenndu krökkunum hefðu ein- hvern áhuga eða metnað og einnig hvort þeir hefðu skilning, bæði á böm- unum og íþróttinni sjálfri. Það sem fyrst og fremst vantar er að menn þurfa að byggja upp markvisst kerfi. Þjálfar- ar þurfa að vita ýmislegt um sálarfræði barna, hvernig börn hugsa, hvað þau ráða við og hvað þau skilja. Menn þurfa líka að vita hvað er rétt að leggja á þau miðað við hreyfiþroska þeirra, en ég hygg að það miði í rétta átt og breyt- ing verði til batnaðar. Það er t.d. eitt sem er að gerast í löndunum í kringum okkur sem ég tel að marki rétta stefnu í þessa átt. Börnum og unglingum eru kenndar margar íþróttagreinar, þannig að þau fá tilfinningu fyrir því af eigin raun hver þeirra er eftirsóknarverðust. Það er talið að þessi aðferð leiði lil þess að menn stundi íþróttir lengur og geti skipt um íþróttagreinar eftir því sem þeim hentar á lífsleiðinni. Ég held að framtíðin sé sú að menn verði að hafa góða almenna menntun í íþróttum til þess að kenna íþróttir, það verði lögð áhersla á hreyfiþroska, al- mennt heilbrigði og það að kenna böm- um margar íþróttagreinar strax frá upp- hafi. Það skiptir töluverðu máli að krakkamir hætti ekki í íþróttum 14 til 16 ára vegna þeirrar ástæðu að ekki sé hægt að sinna nema þeim allra bestu, þ.e.a.s. þeim sem komast í keppnisliðið. Þetta hefur reyndar breyst svolítið til batnaðar og ég var ánægður þegar KSÍ breytti keppni í yngri flokkunum þannig að nú eru send bæði A- og B- lið í keppni. Þetta er skref í rétta átt. í þessu sam- bandi má nefna að það er varasamt að sérhæfa börn og unglinga í tilteknum íþróttagreinum of snemma. íþróttir fyrir alla er það sem koma skal. Staðreyndin er sú að í flestum tilvikum eiga almennings- og keppnisíþróttir vel saman, t.d. þurfa báðir hópar sviðaða aðstöðu til þess að iðka íþrótt sína. Það eru ekki eins skörp skil á milli almenn- ingsíþrótta og afreksíþrótta og margir vilja vera láta. Það er t.d. engin ástæða til þess að útiloka keppni í almennings- íþróttum. Hins vegar verða menn að haga keppninni á réttan hátt, hvort sem þeir eru að keppa við sjálfa sig eða aðra. Leikgleði er nátengd heilbrigðri keppni. I keppni eiga menn að bera virðingu fyrir andstæðingi sínum, þeir læra að tapa og vinna og dæma árangur sinn og annarra á hlutlægan hátt. Hins vegar getur keppnin líka farið út í öfgar og beinlínis eyðilagt hinn sanna íþrótt- anda.” íþróttaiðkun er vörn gegn vímu Hafa íþróttir fyrirbyggjandi áhrif gegn áfengis- og vímuefnaneyslu? „Jú, flestar rannsóknir benda til þess að svo sé, þannig að því meira sem ein- staklingur stundar íþróttir því ólíklegra er að hann neyti vímuefna.” Hvers vegna? „Tvær skýringar hafa komið fram í þessu sambandi og eiga þær báðar nokkurn rétt á sér. Annars vegar er talið að áreynsla og líkamleg þjálfun hafi þau áhrif á einstaklinginn að hon- um líði betur á allan hátt, bæði andlega og líkamlega og leiði til þess að menn noti síður fíkniefni. Hin skýringin er sú að fyrst og fremst sé um að ræða áhrif af félagslífinu sem íþróttunum fylgir. þannig að forvarnargildi íþrótta megi rekja til félagsskaparins og þeirra gilda sem einstaklingurinn temur sér. Ég hef ásamt Rúnari Vilhjálmssyni lektor birt rannsóknarniðurstöður þar sem við höfum reynt að meta áhrif of- angreindra þátta. Okkar niðurstaða er sú að það megi að verulegu leyti rekja þau áhrif sem íþróttimar hafa til lífeðl- islegra þátta, þannig að þjálfunin sem slík verður fyrirbyggjandi. Reyndar má líka merkja áhrif af hinum félagslega þætti íþróttastarfsins. í þessu sambandi má benda á að þjálfun og þátttaka í íþróttum hefur áhrif á andlega og lík- amlega þætti og þeir sem stunda íþróttir þjást síður af þunglyndi og ýmsum sál- rænum kvillum. Við vitum bæði af rannsóknum heima og erlendis að það er nokkur fylgni milli þunglyndis og kvíða og neyslu vímuefna.” Hafa þá íþróttir einhver áhrif á per- sónuleikann? „Já, þær rannsóknir sem við erum nú með í gangi sýna að íþróttirnar hafa bein áhrif á þann þátt sjálfsmyndar sem tengist líkamanum, það sem á ensku er kallað „body image”, en einnig hafa þær mikil áhrif á sjálfstraustið og sjálfs- matið. Ég hygg að því meira sem við rannsökum þetta fyrirbæri komumst við að því að áhrif íþróttanna eru rnjög margþætt og flóknari en við höfum haldið. I fljótu bragði virðist það vera svo að einstaklingur sé betur settur í íþróttum, hvort sem hann er lélegur eða góður.” Hnignunarskeið íþrótta hafið? Sérðu einhverjar breytingar til batnað- arfrá því þú hófst fyrst að gera þessar kannanir? „Sé litið á þetta tíu ára tímabil, sem kannanir okkar ná til, finnst mér at- hyglisvert hvað þessar niðurstöður eru traustar. Sömu niðurstöður fást aftur og aftur við endurteknar kannanir. Nýrri kannanir sýna þó að íþróttirnar hafa heldur meira gildi sem fyrirbyggjandi þáttur gegn vímuefnaneyslu nú, en fyrir tíu árum. Það má vel vera að ýmsar þjóðfélagsbreytingar ýti undir þetta og það iná velta því fyrir sér hvort íþrótt- irnar eigi ekki eftir að hafa meira gildi ef þjóðfélagið heldur áfram að þróast í sömu átt. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.