Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTAKENNSLA inga á meðan verið er að hita upp. Bad- mintonkúlur eru tvennskonar, plastkúlur og fjaðrakúlur. Plastkúlurnar endast betur, eru örlítið þyngri og því heppi- legri fyrir byrjendur. Fjaðraboltar vilja skemmast fljótt og eru mun dýrari en gefa óneitanlega skemmtilegri högg fyrir lengra komna. Völlurinn Þegar gengið er inn á badmintonvöll í fyrsta sinn er ekki ólíklegt að línurnar rugli einhverja í ríminu, en það tekur ekki nema einn tíma að læra á þær. I stuttu máli sagt þá gilda öftustu línur vallarins og næst ystu hliðarlínur í ein- Mynd 2. liðaleik, en í tvíliðaleik gildir allur völl- urinn, þ.e. ystu hliðarlínur og öftustu línur (mynd 1). Aðeins þegar verið er að senda (gefa upp) og taka á móti send- ingu gilda aðrar reglur varðandi línur en rætt verður um þær síðar. Munið að ef kúla lendir á línu þá lendir hún innan vallar en ekki utan. Högg og fótaburöur Þegar kúla er slegin kallast það högg, en með fótaburði er átt við færslu fótanna á velli þegar leikið er. í badminton er oft- ast talað um forhönd og bakhönd þegar rætt er um högg. Ef miðað er við rétt- hentan leikmann (eins og gert verður hér á eftir) er kúla slegin frá hægri hlið og kúla sem stefnir beint á leikanda slegin með forhönd (mynd 2), en kúla slegin frá vinstri hlið er slegin með bak- hönd (mynd 3). Til þess að ná sem bestum tökum á badmintoni þarf að leggja mikla rækt við að ná réttu gripi, þ.e. að halda rétt á spaðanum. Rétt grip er forsenda eðlilegra framfara og því Mynd 3. afar mikilvægt. Algengt er að spaðan- um sé snúið í höndinni þegar leikið er, en slíkt ber að varast. Ágætt er að ná réttu gripi með því að fara að eins og Mynd 4. sýnt er á mynd 4. Spaðinn á að mynda beina framlengingu á handlegg og ramminn á að vera lóðréttur í loftinu. Á milli vísifingurs og löngutangar á að vera lítið bil og passa þarf að halda hvorki of framarlega né of aftarlega, heldur nákvæmlega eins og myndin sýn- ir. Einnig er mikilvægt að halda frekar laust svo að hreyfing úlnliðar nýtist sem best í högginu og hæfileg mýkt verði í sendingunni. Þegar leikur hefst er byrj- Mynd5. að með sendingu. Á myndum 5, 6 og 7 er sýnt hvernig einhliða leiksending fer fram. Á mynd 5 er leikmaður tilbúinn, á ntynd 6 er kúlan slegin örlítið fyrir framan líkamann og á mynd 7 er spaði færður fram og uppávið um Ieið og hægri mjöðm er snúið fram. Óleyfilegt er að lyfta fæti og draga fót í sendingu, en leyfilegt er að lyfta hæl frá gólfi (mynd 7). Eftir sendingu eða högg tek- ur leikmaður sér viðbragðsstöðu (mynd 8) og staðsetur sig á rniðju vallarhelm- ings, þar sem auðveldast er að ná til allra fjögurra horna vallarins. Þurfi Mynd 6. Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.