Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 17
V I Ð T A L þroska, heiðarleik og drengskap ein- staklingsins. Af íþróttunum lærðu menn að beita viljaþrekinu og lærðu ýmsa einfalda hluti eins og mikilvægi þess að menn yrðu að leggja eitthvað á sig til þess að ná árangri. Það var í þessu samhengi sem íþróttirnar komu inn í evrópska skóla. íþróttir hafa einnig haft pólitískt gildi og verið hluti af stjórnmálum mjög lengi og eru enn. Menn hafa notað íþróttimar til að sýna fram á yfirburði á- kveðins þjóðskipulags. Við sáum það vel, bæði á ÓL í Moskvu 1980 og á ÓL í Los Angeles 1984, að íþróttirnar tengjast þjóðerniskennd og metnaði þjóðanna mjög mikið. En íþróttir hafa líka verið notaðar í friðsamlegum til- gangi. íþróttamót hafa verið notuð til þess að efla frið og skilning milli þjóða. Það kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir að bein tengsl íþrótta við heilsurækt eru ekki svo óskaplega göm- ul, en það er það hlutverk íþrótta sem er mest áberandi í dag. Astæðurnar eru sennilega þær að rannsóknir á hjarta- sjúkdómum hafa leitt í ljós ákveðna fylgni milli lítillar hreyfingar og tíðni hjartakvilla og fyrir u.þ.b. tuttugu árum komu fram ýmsar áherslubreytingar sem leiddu til þess að meiri áhersla var lögð á almenningsíþróttir. Síðan komst það í tísku að vera hress og íþróttamannslegur í útliti og það ýtir undir þá hugmynd að almenningur eigi að stunda íþróttir. í dag er staðan sú að íþróttir hafa lítið sem ekkert gildi í sam- bandi við hemað. Þær hafa hins vegar enn pólitískt gildi en tengsl þeirra við þjóðemiskennd fer minnkandi að mínu mati. íþróttir hafa auk þess mikið gildi í efna- hagskerfi þjóða. Rannsóknir, sem við höfum gert hér á landi, sýna að íþróttir hafa mikið gildi í efnahagskerfinu. Mik- ill fjöldi fólks hefur atvinnu í tengslum við íþróttimar, þær skapa mikið af þjón- ustustörfum, þar má nefna kennslu, framleiðslu á íþróttavörum, ferðalög og margt fleira. Fyrir nokkrum árum var það nánast eini þátturinn í bresku hag- kerfi sem óx hröðum skrefum, annars staðar var stöðnun. Það er athyglisvert að töluverð breyting hefur orðið á skoðunum manna á upp- eldislegu gildi íþrótta. I dag hafa ýmsir efasemdir um að íþróttir hafi uppeldis- legt gildi. í Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu svo og í Banda- ríkjunum og Kanada draga sumir í efa að íþróttir eigi erindi inn í skólana, þær hafi ekki bætandi áhrif á menn eins og álitið hafi verið. Meira að segja í Bretlandi, þaðan sem hugmyndin um íþróttir í skólum er komin, eru uppi háværar raddir um það að keppnisíþróttir séu eitthvað sem ekki eigi að halda að bömum. Menn tala um að atvinnumennskan hafi grafið undan fornum gildum um drengskap og heið- arleik og hún kenni mönnum ekki leng- ur að bera virðingu fyrir andstæðingi sínum, dómaranum og leikreglum. Það ofbeldi sem átt hefur sé stað innan sem utan knattspyrnuvalla, þar sem menn hafa jafnvel látið lífið, ýta undir þessi viðhorf. Enn sem komið er vitum við ekki hvert þessi þróun leiðir okkur, en það er alveg augljóst að þama steðjar hætta af íþrótt- unum og íþróttastarfinu.” Að sigra hvað sem það kostar og fara út fyrir ramma íþróttamennsk- unnar Er þessi breyting ekki einungis af- sprengi streitu og hraða nútímasamfé- lagsins og hefur þau áhrif að spennustig fólks verður hátt, jafnt í íþróttum sem annars staðar? „Jú, ég tel að svo sé. Skemmtanagildi í- þrótta er mjög fyrirferðarmikið í dag og við sjáum að fjölmiðlar ráða mjög miklu um það sem er að gerast í íþrótt- unum og geta þar af leiðandi haft mikil áhrif á skoðanir fólks og þróun íþrótta. Fréttaefni á íþróttasíðum blaðanna er að miklu leyti bein lýsing á því sem gerist. Ekki er nein greining á leikaðferðum, skipulagi eða almennri starfsemi íþróttahreyfingarinnar í landinu. Það sem oft virðist skipta mestu máli er að Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.