Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 38
S I G L I N G A R Undirbúningur fyrir mót sem þessi er mikill, bæði hjá keppendum og stjóm- endum. Áhafnarmeðlimir þurfa að stilla sína strengi saman, en í sumar voru æf- ingakeppnir haldnar einu sinni í viku þar sem þess gafst kostur. Öll handtök í bátnum þurfa að falla saman. Það er mikil kúnst að vera á réttum stað þegar keppnin byrjar og alls 14 bátar eru að berjast um bestu staðsetninguna. Fremsti báturinn fær hreinan vind, eins og kallað er, en þeir aftari fá óhreinan vind. Fremstu bátar breyta í raun vind- stefnu þeirra aftari með þeim afleiðing- um að þeir sem eru aftar geta ekki hald- ið sömu stefnu og fremri bátarnir. Þeg- ar komið er að bauju þurfa vendingar að ganga hratt fyrir sig, sem og uppsetning á belgseglum, en það getur verið hin mesta kúnst þegar vel blæs. Sérstakur bátur flutti keppnisstjórnina, sem var í höndum Óttars Flrafnkelsson- ar, Hjördísar B. Andrésdóttur, Baldvins Björgvinssonar og ísleifs Friðrikssonar. Þau vom öll um borð í Norninni, svört- um og tignarlegum bát sem bar nafn sitt með rentu og var stjórnað af Andrési Adólfssyni. Mikið mæddi einnig á þeinr meðan á mótinu stóð. Þau sáu um að Kjölbáturinn Svalan, Ými UMSK, sigraði á lslandsamótinu í kjölbátasiglingum. leggja baujurnar, ræsa keppendur, fylgj- ast með þjófstarti, taka tímann og reikna út stig hvers báts eftir hverja umferð keppninnar og gefa upp stöðuna. Mjög flóknar reglur gilda í siglingum og áhöfnin verður að gæta þess að brjóta ekki á rétti næsta báts. Engin kærumál Úrslit íslandsmót í kjölbátasiglingum 1. Svalan Félag Ymir Samband UMSK Refsistig 5,7 2. Pia Ymir UMSK 24 3. Dögun Brokey ÍBR 26,7 4. Sigurborg Ymir UMSK 32 5. Saga Ymir UMSK 36,4 6. Sæstjarnan Ýmir UMSK 36,7 7. Skýjaborg Brokey ÍBR 41,4 8. Flóin Brokey IBR 42,7 9. Mardöll Vogur UMSK 47 10. Funi Brokey ÍBR 52 11. Andrá Brokey ÍBR 52,7 12. Albatross Brokey ÍBR 64,7 13. Stína Borkey ÍBR 73 14. Borg Brokey ÍBR 84 komu upp nú í ár og er það mál manna að góður vindur hafi haft sitt að segja og haft róandi áhrif á menn. Urslit mótsins réðust ekki fyrr en í síðustu keppninni, sjá töflu. Þá fékk sá bátur sérstök verðlaun sem oftast konr fyrstur í mark og eins og oft áður varð Sigurborgin hlutskörpust. Þær reglur sem notaðar eru í siglinga- keppnum hér á landi eru keppnisfyrir- mæli Siglingasambands íslands og regl- ur Alþjóða siglingasambandsins. Að- eins einn siglingaskóli er starfandi í landinu, Siglingaskólinn í Reykjavík. Á 20. Landsmóti UMFÍ síðastliðið sum- ar sendu þrjú sambönd keppendur í sigl- ingar, það voru UMSK, HSK og UFA. Víða um land er aðstaða til siglinga á kjölbátum eða kænum góð. í Skaga- firði, stutt frá Sauðárkrók, væri t.d. hægt að sigla á kænum beint upp í fjöru og ekki nauðsynlegt að ráðast í kostnaðar- samar bryggjuframkvæmdir. Víða urn land er hafnaraðstaða einnig mjög góð fyrir kjölbáta. Þó nokkuð framboð er af bátum í iandinu, en algengasta kaupverð kjölbáta er á bilinu 500 þúsund til 2,5 milljónir króna, en kaupverð á kænum er á bilinu 50-150 þúsund krónur. Siglingasambandið, siglingaklúbbar og félög geta gefið upplýsingar um sigling- ar og veitt aðstoð og leiðsögn ef með þarf. Sœstjarnan, Ými UMSK. 38

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.