Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 34
ÍÞRÓTTAKENNSLA leikmaður að hlaupa fram að neti er endað með hægri fót fyrir framan þegar kúla er slegin (mynd 9). Ef leikmaður slær háan bolta ber hann sig að eins og sýnt er á mynd 10. Hér sést vel rétt staða í háhöggi, þar sem Mynd 7. vinstri hönd er beitt fram á við og spaði færður aftur fyrir höfuð. A mynd 11 er olnbogi færður fram og upp og á mynd 12 er búið að slá kúluna og spaði færist fram. I byrjun háhöggs er hægri fótur fyrir aftan (mynd 10). Ef kúla er slegin frá hægri hlið er hægri fótur nær hliðar- línu (mynd 2) og eins ef kúla er slegin frá vinstri hlið (mynd 3). Athugið að fyrir örvhenta er þessu öfugt farið. Einliðaleikur Leikur hefst með því að varpað er hlut- kesti um það hvor byrjar. Eins og kom fram eru það öftustu og næst ystu hlið- arlínurnar sem gilda (mynd 1). í send- ingu gilda aðrar línur. I byrjun stendur sendandi í hægri reit vallarhelmings og verður að slá kúluna yfir í reitinn sem er á ská á móti, þ.e. hægri reit hjá móttak- anda. Slá verður kúluna yfir í fremri sendilínu í reit móttakanda. Takist það má móttakandi slá til baka á allan vall- arhelminginn og spil hefst. Takist send- anda að vinna stig færir hann sig yfir í vinstri reit og sendir yfir í vinstri reit móttakandi, s.s. sléttar tölur hægra meg- in og oddatölur vinstra megin. Til þess að vinna stig þarf leikandi að hafa gefið upp og unnið boltann, t.d. með því að Mynd 8. gefa upp eftir settum reglum. Þegar lið fær réttinn byrjar sá að senda sem stend- ur í hægri reit og kallast sá fyrri send- andi. Segjum að staðan sé 8:8 og fyrri Mynd 9. sendandi sendir í netið. Þá gefur ltinn leikmaðurinn upp og þá er gefið úr vinstri reit. Það er þá seinni sendandi. Þannig að nú var gefið úr vinstri reit þótt liðið hefði 8 stig. Vinni liðið stig og staðan er 9:8 færir seinni sendandi sig nú í hægri reit og gefur þaðan upp. Óleyfilegt er nefnilega að gefa upp tvisvar sinnum í röð úr sama reit. Tapi liðið nú boltanum flyst sendiréttur yfir til hins liðsins sem fær a.m.k. tvær send- ingar, þ.e. fyrri og seinni sendanda. Mynd 10. Þegar liðið sein var í forystu 9:8 fær aft- ur sendiréttinnn er sá fyrri sendandi sem endaði í hægri reit síðast þegar liðið tap- aði bolta er seinni sendandi gaf upp. Þannig að það er ekki alltaf sá sami sem andstæðingurinn slái kúluna í netið eða út fyrir völlinn. Ef sendandi tapar boltanum fær and- stæðingurinn ekki stig, en fær réttinn til þess að senda og hefur því möguleika á stigi, svo framarlega að boltinn vinnist. Staða í leik getur Iengi verið óbreytt skiptist menn á að tapa bolta ei'tir eigin sendingu. Til þess að vinna leik þarf að vinna tvær lotur. Ein lota er 15 stig í einliðaleik karla, en 11 stig í einliðaleik kvenna og stúlkna og drengja yngri en 14 ára. Ef leikar standa jafnir eftir tvær lotur þarf þriðju lotu, oddalotu, til þess að knýja fram úrslit. Eftir hverja lotu á að skipta um vallarhelming. Tvíliðaleikur Reglur í tvíliðaleik eru eilítið flóknari en í einliðaleik, sérstaklega til að byrja með. Tveir spilarar eru á hvorum vall- arhelmingi og þeir ákveða sjálfir hvor þeirra byrjar á að senda eða taka á móti. Kúlan verður að ná yfir fremri sendilínu og í tvíliðaleik má ekki gefa aftur fyrir næst öftustu línu, þ.e. aftari sendilínu í tvíliðaleik. Það sem ruglar menn oftast varðandi tvíliðaleiksreglurnar er að ekki þarf endilega að standa í hægri sendireit þegar sent er þótt lið sé með slétta tölu. Tökum dæmi um það á eftir. Þegar sendiréttur vinnst fá báðir aðilar í liði að 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.