Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 11

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 11
SLYS / í Þ R Ó T T U M BBB W$m ... •».- - ./y&Sfcx+usr Hvað kemur í veg fyrir slys í íþróttum? Sigurjón Sigurðsson læknir er íþróttaunnendum að góðu kunnur, en hann hefur stundað lækningar á íþróttafólki um átta ára skeið. Hann er læknir KSÍ, situr í lyfja- nefnd og Ólympíunefnd ÍSÍ og er örugglega einn af fáum sem kemst frítt inn á alla leiki án þess að sýna skirteini, enda alltaf til taks ef á þarf að halda. Skinfaxi kom við hjá Sigurjóni á dög- unum og fræddist um algengustu meiðsli sem gjarnan koma upp hjá íþróttafólki. Sigurjón segir að helstu orsakir íþróttaslysa séu vöðvaþreyta vegna ofþjálfunar eða lélegrar upp- byggingar. Hvað er hægt að gera til að draga úr íþróttaslysum? Getur íþróttafólkið sjálft komið í veg fyrir slys með réttum aðferðum? Hver erti algengustu íþróttaslysin í dag? „Það má segja að algengustu slysin sem verða í öllunr íþróttagreinum séu meiðsli á ökklum og þau eiga sér stað vegna þess að menn misstíga sig. Or- sakirnar geta verið margskonar, s.s. lé- legur skóbúnaður, meðfæddir gallar í fótum eins og plattfótur eða framfótar- innskeifa, en með því að vinna bug á þessu geta menn kontið í veg fyrir þessi slys. Hnémeiðsl eru einnig mjög al- geng og eiga sér stað í flestum íþrótta- greinum, en eru þó algengust í fótbolt- anum. I fótbolta eru það nokkrir áverk- ar sem koma gjama upp. Menn rífa lið- þófana, hliðarliðbönd innan og utan á, togna eða slitna og krossböndin vilja fara. Þá vilja vöðvafestur í kringum hnén gefa sig eða togna og vöðva- meiðsl svokölluð koma gjarna upp, þ.e. menn togna í vöðvum." Ákveðnir líkamshlutar þjálfaðir meira en aðrir „Oftast eru orsakirnar fyrir þessum meiðslum fyrst og fremst þær að þreyta er kontin í vöðvana vegna ofþjálfunar eða lélegrar uppbyggingar. Menn hafa ekki byggt sig upp alhliða, þannig að sumir vöðvar hafa orðið útundan og vinna þá ekki í takt við hina. Og þegar reynt er á þá vöðva geta þeir tognað. I öðru lagi eru ýmsar íþróttagreinar, t.d. Skinfaxi II

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.