Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 26
P E L E hefur þrívegis orðið heimsmeistari. Hann var í sigurliði Brasilímanna árin 1958, 1962 og 1970. Auk þess varð hann heimsbikarmeistari með Santos 1962 og 1963. Alls spilaði hann 111 landsleiki og skoraði 96 mörk. Pelé kom víða við meðan hann dvaldi á landinu. Hann fór og hitti krakka á Ak- ureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Akranesi og í Reykjavík. Honum var allsstaðar tekið vel, enda er hann mikið ljúfmenni og hefur sérstaklega gaman af því að umgangast börn og unglinga. Pelé sagði á blaðamannafundi sem KSl og VISA héldu að sér væri það mikil ánægja að fá að koma til íslands og sagði það mjög mikilvægt að hvetja knattspyrnuunnendur til sýna af sér háttvísi innan og utan vallar. Að eignast vini á vellinum og vera sjálfum sér sam- kvæmur „Með því að bera virðingu fyrir and- stæðingi sínum og spila samkvæmt því eignast maður vini. Hér á Islandi hef ég mætt mikilli vináttu og hef mikið að þakka,” sagði Pelé á fundinum. Pelé var spurður hvort hann gæti gefið ungum knattspyrnumönnum einhver heilræði. „Ungt fólk lítur upp til afreksfólks og vill vera eins, en það veit ekki hvað það er erfitt að ná á toppinn. Mín heilræði til ungra kanttspyrnumanna eru þau að það sé best að vera sjálfum sér sam- kvæmur. Það er ekki gott að bera sig nákvæmlega saman við ákveðinn af- reksmann eins og mig. Þið getið aldrei orðið alveg eins og ég, en með því að æfa vel, forðast eiturlyf og hegða ykkur vel inni á knattspyrnuvellinum sem utan hans getið þið orðið miklu betri en ég”, voru heilræði þessa mikla knatt- spyrnusnillings til ungra íslenskra knattspymumanna.” Spilum sóknarknatt- spyrnu Pelé sagði að knattspyrnan væri ekki betri í dag, en hún væri heldur ekki verri. Þó sagðist hann frekar vilja sjá meira af sóknarknattspymu og sjá fleiri mörk skoruð en þann varnarleik sem nú væri mikið leikinn. „Þjóðfélagið hefur breyst, fólkið er breytt og það er árásar- gjarnara. Ahorfendur hafa því miður oft hegðað sér illa á leikjum og það hef- ur kostað tugi manna lífið, t.d. í Englandi. Þess vegna er mikilvægt að knattspyrnumennirnir sjálfir gefi gott fordæmi, hagi sér vel og hvetji til góðrar hegðunar.” Nafnið Pelé Þegar Pelé var strákur var hann að leika sér við nokkra stráka og einn þeirra kallaði hann Pelé. „Eg veit ekki af hverju, en ég var ekki hrifinn af þessu nafni. Nafnið festist við mig þó að ég berðist á móti því. Eg var stoltur af Ed- son nafninu því Thomas Edison fann upp rafmagnið og þess vegna vildi ég halda nafninu, en núna er ég alveg sátt- ur við þetta gælunafn, Pelé.” Pelé starfar nú sem sendiherra fyrir Al- þjóðaknattspyrnusambandið FIFA og kemur fram fyrir þess hönd til að stuðla að háttvísi og góðri framkomu knatt- spyrnuáhugafólks. Nýverið var hann einnig skipaður sérstakur sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum í umhverfismál- um. Vonandi verður þetta átak VISA og KSI til þess að franrkoma leikmanna á leikvellinum batni og gagnkvæm virð- ing verði í hávegum höfð, jafnt utan vallar sem innan. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.