Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 24
V/ÐTOL V I Ð K R A K K A komast á æfingar. Mér finnst að það ætti að sameina félögin hér á svæðinu, Vorboðann, Framtíðina og Arroðann vegna þess að þá yrði meiri samstaða um uppbyggingu íþróttastarfsins og á í- þróttaaðstöðu. Áhugi á íþróttastarfi er alveg að hverfa, ég er t.d sá eini sem keppi fyrir Vorboðann.” Sveinn Margeirsson 13 ára, f. 14 mars 1978. Félag: Umf. Framför UMSS. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í í- þróttum? „Eg var 8 ára þegar systir mín, sem var í íþróttum, tók mig með á unglingamót hjá UMSS. Eg keppti m.a. í 800 metra hlaupi 10 ára og yngri og varð í fyrsta sæti”. Besti árangur: 1. sæti 800 m hlaup 2.16,3 mín 1500 m hlaup 4.46 mín 3000 m hlaup 10.50 mín Uppáhalds grein: „800 m hlaup.” Uppáhalds íþróttamaður: „Gunnlaugur Skúlason.” Framtíðaráform í íþróttum: „Stefni á það að komast einhverntíma á OL.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Ég vil að keppt verði í lengri hlaupum á mótum. Mér finnst skemmtilegra að hlaupa 1500 en 800 og vildi geta keppt í því á mótum.” Jóna Kristín Gunnarsdóttir 12 ára f. 2. febrúar 1979. Félag: íþrf. Völsungur HSÞ. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í íþróttum? „í fyrrasumar keppti ég í boltakasti á héraðsmóti hjá HSÞ og fannst það mjög gaman og í sumar datt mér í hug að keppa í spjótkasti á héraðs- móti og vann það og kastaði 20.10 m.” Besti árangur: 1. sæti spjótkast 24,50 m kúluvarp 8.68 m, 4. sæti 7.39 m Uppáhalds grein. „Kúlan er mín uppá- halds grein, en handboltinn er ekki langt frá henni.” Uppáhalds íþróttamaður: „Pétur Guð- mundsson.” Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla að halda áfram í íþróttum, en veit ekki hvort ég æfi kúlu í vetur. Ég ætla að vera í handbolta, fótbolta, blaki og á skíðum.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var 8 ára og það var ekki fyrr en á síðasta ári að sérstakar handboltaæfingar hjá stelp- unum hófust. Núna í september fengum við stelpumar æfingar fyrir okkur í fót- boltanum, en áður æfðum við 2-3 stelp- ur alltaf með strákunum. Ég býst við að við verðum um 14 sem förum að æfa og það er þó nokkur fjölgun.” Hrefna Húgósdóttir 12 ára f. 22. janú- ar 1979. Félög: Umf. Afturelding, UDN, Breiða- blikUMSKog HK. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í íþróttum? „Ég var 8 ára þegar ég keppti fyrst í frjálsum á héraðsmóti hjá UDN. Krakkar sem ég þekki voru að keppa og báðu mig að koma og vera með.” Besti árangur: 1. sæti langstökk 4,67 m 60 m hlaup í undanrásum 8.5 sek, vann bikar fyrir besta afrek í stelpnaflokki 11-12 ára og hlaut 1050 stig. 3. sæti 8.6 sek Uppáhalds grein: „Ég æfi bara frjálsar á sumrin, en mín uppáhalds grein er körfubolti. Þar næst kemur handbolti, blak og svo dans, en þær greinar æfi ég í Kópavoginum.” Uppáhalds íþróttamaður: „Falur Harð- arson”. Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla allavega að halda áfram í körfubolta og handbolta.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Að- staðan úti á landi mætti vera betri, t.d. eins og á Reykhólum.” Sólon Morthens 12 ára f. 16 maí 1979. Félag: Umf. Selfoss HSK. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í í- þróttum? „ Ég byrjaði í karate þegar ég var 6 ára, en þegar ég var 7 ára fór ég að æfa frjálsar og fannst það gaman og hélt því áfram.” Besti árangur: Spjótkast 38.54 m, 1. sæti 38.32 m langstökk 4.92 m, 4. sæti 4.78 m 60 m hlaup 8.4 sek, 4. sæti 8.5 sek 2.-3. sæti hástökk 1.40 m 15. sæti 800 m hlaup 2.43,4 mín Uppáhalds grein: „Hástökk er í mestu uppáhaldi.” Uppáhalds íþróttamaður: „Ólafur Guð- mundsson og Carl Lewis”. Framtíðaráform í íþróttum: „Ég ætla að halda áfram og reyna að bæta mig. Mig langar líka að reyna eitthvað nýtt, t.d. tugþraut.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Mér finnst fólk ekki nógu áhugasaml um frjálsar íþróttir. Fjölmiðlarnir fjalla t.d. ekki nógu mikið um frjálsar.” 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.