Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 8
ÍÞRÓTTASKÓLAR
þess meira upp úr að hver einstak-
lingur nái árangri í keppni við sjálfan
sig. Aldur þátttakenda er í flestum
tilfellum 4-8 ára. Þær hugmyndir
sem hér hefur verið lýst eiga þó full-
komlega við eldri börn og unglinga.
Æfingatímar eru 1-3 sinnum í viku,
eina klukkustund í senn.
Kúlunni varpað á meistaramóti 14 ára og y.
Undirbúningur
Fyrsta skrefið í að undirbúa íþrótta-
skóla er að kalla saman fund með for-
svarsmönnum og þjálfurum íþrótta-
deilda innan félagsins. Sá fundur
þarf að vera þannig undirbúinn að um
greinargóða kynningu verði að ræða í
upphafi fundar um tilgang íþrótta-
skóla. Síðan þarf að ræða hugsanlega
samvinnu milli íþróttadeilda félagsins
um framkvæmdina og hvernig sú
samvinna færi fram. Nauðsynlegt er
að kynna íþróttaskólann í samhengi
og sem grunn að starfi deildanna að
sínum sérgreinum. Ef deildir félags-
ins geta sameinast um rekstur íþrótta-
skólans fyrir ákveðinn aldurshóp er
það líklegast besta leiðin. Hin leiðin
gæti verið að vinna að markmiðum
íþróttaskólans samkvæmt samræmdu
æfingakerfi sem gengur í gegn á æf-
ingum sama aldurshóps hjá öllum
deildum félagsins. A knattspyrnuæf-
ingum yrði t.d. séð til þess að böm á
aldrinum 4-8 ára fengju fjölbreytta
kennslu og þjálfun í hlaupum, stökk-
um, köstum o.s.frv. Mikilvægast er
að koma af stað markvissum vinnu-
brögðum til hagsbóta fyrir börnin,
hvor leiðin sem valin verður.
Annað skrefið yrði að ráða fagfólk til
starfa sem leiðbeinendur og þjálfara,
ásamt því að samræma vinnu þeirra
og annarra þjálfara hjá deildum fé-
lagsins.
Þriðja skrefið yrði að kynna íþrótta-
skólann og ntarkmiðin með starfsem-
inni fyrir foreldrunt, aðstandendum
og einnig í fjölmiðlum. Halda for-
eldrafundi, senda bréf til allra heim-
ila, skrifa greinar í dagblöð og bæjar-
blöð, svo eitthvað sé nefnt í þessu
sambandi.
Góð kynning á nýjungum í íþrótta-
starfinu, ekki síst varðandi ungan akl-
urshóp, er nauðsynleg. Foreldrar
þurfa að vera vel upplýstir og er það
mikilvægari þáttur í undirbúningnum
en margan grunar.
Fjórða skrefið er að auglýsa starfs-
tíma skólans, stað og stund, ásamt
upplýsingum um það hverjir leið-
beina, hvað námskeiðið kostar og
hvernig á að skrá sig.
Fimmta skrefið er tekið um leið og
skólinn tekur til starfa.
Lokaorð
Kennarar og stjórnendur íþróttaskóla
fyrir börn ættu að viða að sér efni
sem auðveldar þeim starfið við skól-
ann, s.s. við kynningu á markmiðum,
fræðslu barnanna, foreldra, stjórnar-
manna, fjölmiðla og annarra. Slíkt
efni er til á íslensku og má þar sér-
staklega nefna bókina „Leiðbeinandi
barna og unglinga í íþróttum”, sem
gefinn er út af íþróttasambandi Is-
lands og bækling gefinn út af ung-
linganefnd ÍSÍ „Iþróttaskóli fyrir börn
og unglinga”, eftir Gunnar Einarsson
og Stefán Konráðsson. Þá má benda á
að nokkrar greinar hafa birst um efni
þessu tengt í Skinfaxa, Iþróttablaðinu
og Iþróttamálum, blaði Iþróttakenn-
arafélags Islands.
Eins og allt annað er þjálfun og
kennsla barna og unglinga sífellt í
þróun. Með starfrækslu íþróttaskóla
fyrir börn verða ekki öll vandamál
leyst. Slfkur skóli fer ekki að skila
verulegum árangri fyrr en eftir nokk-
urra ára samfellt starf. Því miður
verður að segja um okkur íslendinga
að nokkurra mánaða eða ára bið eftir
árangri virðist ekki eiga við okkur.
Það er trú mín að fylgismönnum
skammtímalausna í íþróttum á íslandi
fari fækkandi og að einn hluti lang-
tímaaðgerða til bætts árangurs í
íþróttastarfinu, íþróttaskóli fyrir börn,
öðlist þann sess sem honum ber og
leggi grunninn að meiri afrekum og
fjöldaþátttöku í framtíðinni.
Sveit UMSE setti Islandsmet í 4xl00m hlaupi, sveit Umf. Fjölnis varð í 2. og sveit HSK í 3.
8
Skinfaxi