Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 22
V I Ð T O L V I Ð K R A K K A Ágúst Freyr Einarsson 12 ára f. 23. janúar 1979. Félag: Umf. Fjölnir. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í íþróttum? „Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var íslandsmeistaramótið í vetur, en ég hef nú æft í eitt ár hjá Fjölni.” Besti árangur: 1. sæti 60 m hlaup 8.0 sek. Vann bikar fyrir besta afrek mótsins í strákaflokki og hlaut 1150 stig. kúluvarp 10,55 m, 1. sæti 9,97 m 1. sæti langstökk 4,91 m 3. sæti spjótkast 34,54 m. 2. sæti 4x100 m boðhlaup 57,5 sek. Fjölnismenn tóku íslandsmetið af UMSE á haustmóti ÍR og hlupu á 55,35 sek. Ágúst er líka íslandsmethafi í 50 m hlaupi innanhúss, en hann hefur hlaupið á 6.8 sek. 100 m hlaup 13,0 sek Uppáhalds greinar: „Sprettir, langstökk og kúla.” Uppáhalds íþróttamaður: „Carl Lewis finnst mér frábær. En af íslenskum íþróttamönnum finnst mér Einar Vil- hjálmsson og Einar Einarsson bestir. Eg held líka mikið upp á Ragnheiði Ólafs- dóttir, þjálfarann minn.” Framtíðaráform í íþróttum: „Eg á ekki von á því að ná jafn góðum árangri á næsta keppnistímabili vegna þess að þetta árið hef ég yfirleitt verið höfðinu hærri en þeir sem ég hef verið að keppa við. Fyrrverandi Islandsmeistari í þess- um greinum er sá besti keppinautur sem ég hefði getað haft og ég ætla að reyna að halda mig fyrir ofan hann áfram.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Að- staðan mætti vera betri hér í Fjölnis- hverfinu, það er t.d. ekki komin nein langstökksgryfja. Það er ágætt að æfa í Baldurshaganum, en Valbjarnarvöllur er orðinn gamall og slitinn og það þyrfti að laga hann.” Iða Jónsdóttir 14 ára f. 15 október 1977. Félag: íþróttafélag Bíldælinga HHF. „Ég var 10 eða 11 ára þegar ég fór að æfa frjálsar. Mig langaði alltaf að taka þátt í héraðsmótum og þessvegna fór ég að æfa.” Árangur: 1. sæti hástökk 1,50 m, besti árangur 1,52 m Uppáhalds grein: „Hástökk að sjálf- sögðu.” Uppáhalds íþróttakona: „Þórdís Gísla- dóttir.” Framtíðaráform í íþróttunum: „Ég ætla að halda áfram eins lengi og ég hef á- huga og getu. Ég ætla einhverntíma að fara yfir 1,55 m í hástökkinu, en á vet- urna eru frjálsar mjög lítið æfðar á Bfldudal.” Hvernig mætti bæta íþróttalífið? „Betri velli og aðstoð. Völlurinn á Bíldudal er sá besti á Vestfjörðum, en hann mætti bæta, t.d. setja gerviefni á langstökks- og hástökksatrennu.” Laufey Skúladóttir 12 ára f. 8. október 1979. Félag: Umf. Dagsbrún USVH. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í íþróttum? „Ég var 10 ára þegar ég fór að mæta á æfingar og reyna að vera svolítið virk íþróttum. Áður hafði ég aðeins kynnst frjálsum í leikfimistímum og mér fannst þær skemmtilegar.” Besti árangur: 1. sæti kúluvarp 8,59 m 5. sæti 60 m hlaup 8.6 sek „Ég hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á kúluna og á síðasta meistaramóti varð ég í 8. sæti og kastaði þá 6,90 metra. Tveim til þrem vikum fyrir þetta mót tók ég framförum og var farin að kasta um 8 metra, þannig að ég er mjög ánægð með úrslitin.” Uppáhalds grein: „Hlaup eru í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði löng og stutt, en kúlan færist ofar á vinsældarlistann.” Uppáhalds íþróttamenn: „Carl Lewis, Pétur Guðmundsson og Þórdís Gísla- dóttir.” Framtíðaráform í íþróttunum: „Ég ætla að halda áfram að æfa og bæta mig í sem flestum greinum.” Elín Rán Björnsdóttir 12 ára f. 24. febrúar 1979. Félag: íþrf. Höttur UÍA. Hvenær fórst þú að æfa eða keppa í íþróttum? „Ég var 9 ára þegar ég fór að æfa með Huginn á Seyðisfirði. Það var þannig að ég sá að krakkar voru að æfa á íþróttavellinum og ég spurði hvort ég niætti ekki vera með. Ég var 10 ára þegar ég keppti fyrst og fékk þá fyrsta silfurpeninginn minn fyrir víðavangs- hlaup.” Besti árangur: 1. sæti 60 m hlaup 8.5 m, vann bikar fyrir besta afrek í stúlknaflokki 11-12 ára og hlaut 1050 stig. 3. sæti 800 m hlaup 2.44,0 mín Kúluv. 7,64 m, 7. sæti kúluv. 7.23 m 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.