Skinfaxi - 01.12.1992, Blaðsíða 13
Kristín Guðmundsdóttir sundþjálfari:
Ekur 600 kílómetra
á viku til þess að þjálfa
„Ég hefnú þjálfað í sundi hjá
íþróttafélagi fatlaðra i Reykjavík
í um það bilþrjú ár. Ég datt eigin-
lega óvart inn íþetta, þvísá sem
er landsliðsþjálfari í sundi núna,
Erlingur Jóhannsson, plataði mig
til að taka þetta að mér i hálft
ár, meðan væri verið að leita að
öðrum þjálfara. Svo gat ég ekki
hætt. Ég erþví enn íþessu og
er rétt að byrja!“
Þetta segir Kristín Guðmundsdóttir
sundþjálfari, sem hefur þjálfað að und-
anförnu hjá íþróttafélagi fatlaðra í
Reykjavík. Kristín þjálfar nokkra þeirra
sundmanna, sem kepptu á ólympíuleik-
unum í Barcelona sællar minningar og
komu heim með skínandi verðlaunapen-
inga. Þeirra á meðal er Birkir Rúnar
Gunnarsson, sem rætt er við hér í blað-
inu.
En hvað skyldu þessir sundmenn vera
að gera núna? Eru þeir enn í hvíld, eða
Bankastræti 6. Simi 18600
Krislín ekur um 600 kílómetra á viku til þess aó geta þjálfað fatlaða í sundi.
farnir að þjálfa af krafti fyrir nýtt mót?
Hvernig fer sú þjálfun fram? Er kannski
notuð einhver töfraformúla til að koma
svo mörgum á verðlaunapall eins og
raun bar vitni á sjálfum ólympíuleikun-
um?
Og hvað með þjálfarana, sem oft vilja
gleymast í hita leiksins?
Með þessar spurningar í huga, og
margar fleiri, var ákveðið að leita í
smiðju til Kristínar. Hún stundar nú nám
í íþróttakennaraskólanum á Laugar-
vatni og er þar á öðru ári. Hún leggur
töluvert á sig til þess að geta þjálfað
sundfólkið, því hún kemur til Reykjavík-
ur tvisvar í viku til þess arna. Svo kemur
hún líka um helgar og notar þær einnig
til þess að þjálfa af krafti.
„Þetta eru sex hundruð kílómetrar
sem ég ek í hverri viku til þess að geta
sinnt þessu. Ég er tilbúin til þess að
leggja töluvert á mig, því ég er svo hrædd
um að ég fái þau ekki aftur, ef ég sleppi
þeim,“ sagði hún. „Þau, sem æfa oftast,
mæta til mín fjórum sinnum í viku. Þetta
eru 10-12 manns, sem eru í hópnum.“
Einstaklingsþjálfun
„Ég verð að stíla mikið upp á einstakl-
ingsþjálfun, því þau eru svo mismun-
andi. í hópnum hjá mér eru blindir ein-
Skinfaxi
/J