Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 20

Skinfaxi - 01.12.1992, Page 20
Þad var litríkur hópur sem renndi sér í einni kös ú svellinu. Lffogfjör á svellinu í Laugardal Það er líf og fjör á skautasvellinu í Laugardalnum. Þangað þyrpast ungir jafnt sem aldnir og renna sér á spegil- gljándi svellinu um stund. Svellið var opnað 24. október.síðast- liðinn. Fyrstu tvær vikurnar komu þang- að nær 15 þúsund manns, sem sýnir best þann feiknamikla áhuga sem er á skauta- íþróttinni. Þarna er opið alla daga vik- unnar eftir hádegi og að auki þrjú kvöld í viku. Þá er hægt að renna sér í flóðljós- unum við dunandi tónlist. Vinsælt hefur verið að panta tíma fyrir heilu skólabekkina á morgnana. Hægt er að fá leigða skauta á staðnum og eins er mögulegt að fá þá gömlu skerpta ef þurfa þykir. Svo mikil hefur aðsóknin verið að svell- inu, að stundum hefur þurft að tak- marka aðgang um stundarsakir, einkum þó á sunnudögum. Eru nú uppi hugleið- ingar um að stækka svellið og byggja jafnvel yfir það. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin enn í þeim efnum. Þrjú félög nota svellið til reglulegra æfinga. Það eru Skautafélagið Björninn, Skautafélag Reykjavíkur og Listskauta- félagið Þór. Það er vissara aó hafa gott tak ci ein- hverjum ef skautarnir virdast cetla cið fara aó taka sjúlfstœðar úkvaröanir. Myndir: HJS 20 Skmfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.