Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1992, Side 38

Skinfaxi - 01.12.1992, Side 38
61. þing ISI: Glæsileg nýbygging vígð - og brjóstmynd af Sveini Björnssyni fyrrverandi forseta ÍSÍ afhjúpuð ítengslum við þing íþróttasam- bands íslands voru vígð ný húsa- kynni ÍSÍ og aðildarsambanda þess í Laugardal. Erþetta 4. áfangi íþróttamiðstöðvarinnar þar. Við það tækifæri var afhjúp- uð brjóstmynd af Sveini Björns- syni fyrrverandi forseta sam- bandsins. Ellerl B. Schram forseti ÍSÍ kvaðst í ávarpi vilja færa byggingarnefnd íþróttasambandsins bestu þakkir fyrir umsjón með því mikla verki sem unnið hefði verið við bygginguna í Laugardal. Vildi hann sérstaklega þakka núverandi byggingarnefnd, svo og hinni sem hefði Ellert B. Schram forseti ÍSÍ qfhentifull- trúum þeirra sambcmda, sem aóstödu fú í nýja húsinu, lykla að vistarverum sínum. Hérr er það Jón Asgeirsson formaður HSÍ, sem hefur fengið lykilinn í hendur. i Ragnheiður Thorsteinsson, ekkja Sveins Björnssonar, qfhjúpadi brjóstmyndina. setið í upphafi, undir forystu Sveins heit- ins Björnssonar. Þá kvaðst Ellert vilja flytja öllum öðrum, sem komið hefðu að verkinu á einn eða annan hátt, bestu þakkir fyrir framlagið. Loks óskaði hann þeim sambandsaðilum íþróttahreyfmg- arinnar sem hafa munu starfsemi sína í nýju byggingunni allra heilla og gæfu í framtíðinni. Að því búnu afhenti Ellert fulltrúum þeirra sambanda sem hafa aðstöðu í nýja húsinu lykla að vistarverum sínum. Núverandi formaður byggingarnefndar er Friðjón B. Friðjónsson. Brjóstmynd afhjúpuð Að þessu loknu var afhjúpuð brjóst- mynd af Sveini Björnssyni fyrrverandi forseta ISÍ. Rússneski listamaðurinn Peter Shapiro gerði myndina, sem Ragn- heiður Thorsteinsson ekkja Sveins, af- hjúpaði. Ellert B. Schram minntist Sveins heit- ins og gat í stuttu máli þess mikla starfs, sem hann hefði unnið íþróttahreyfing- unni. Síðan sagði Ellert: „Hann var lát- laus í framkomu, einstaklega geðgóður, hláturmildur og jákvæður maður. Hann var áberandi í fjölmenni og höfðingi bæði í sjón og reynd. Íþróttahreyfíngin minnist þessa látna foringja síns með söknuði, en miklu þakklæti. Hreyfingin hefur átt því láni að fagna að eiga marga menn og konur sem hafa fórnað lífs- starfi sínu í þágu íþróttanna. Sveinn var þekktur að sínu góða fordæmi. Ferill hans er svo merkur að framkvæmda- stjórn íþróttasambandsins ákvað ein- róma að heiðra minningu hans með veg- legum hætti. Þar sem þetta hús var mik- ið áhugamál Sveins og hann var formað- ur byggingarnefndar, eins og fram hefur komið og fylgdist með framkvæmdum af lífi og sál, þá þótti fara vel á því að reisa hér brjóstmynd af honum og af- hjúpa hana við vígslu húsnæðisins." 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.