Skinfaxi - 01.08.1994, Qupperneq 5
Aö loknu
landsmóti
Eins og flestum mun kunnugt, var það Héraðssambandið
Skarphéðinn, sem átti veg og vanda af undirbúningi og
framkvæmd 21. landsmóts Ungmennafélags Islands, sem
haldið var að Laugarvatni dagana 14.-17. júlí síðastliðinn.
Það fer ekki fram hjá neinum að á bak við slík stórmót,
eins og landsmótin, liggur gífurlega mikið og fómfúst starf.
Iþróttaaðstaðan að Laugarvatni er nú orðin hreint stórglæsi-
leg og langar mig til að nota tækifærið hér og óska öllum
þeim sem þar áttu hlut að máli og lögðu hönd á plóginn
hjartanlega til hamingju. Aðstaða þessi kemur ekki aðeins til
með að nýtast heimamönnum og nemendum skólanna held-
ur og einnig ungmenna- og íþróttafélögum um allt land.
Landsmótin eru án efa fjölmennustu og glæsilegustu mót
sem haldin eru hér á landi. Allt okkar besta íþróttafólk setur
markið á landsmót og er þar komið til að ná góðum árangri
og vera héraði sínu til sóma. Landsmótin eiga því ríkan þátt
í því að byggð er upp íþróttaaðstaða vítt og breitt um landið.
Þau eiga þátt í að efla íþrótta- og félagslíf landsbyggðarinn-
ar. A landsmótum má glöggt sjá uppskeru hins mikla starfs,
sem fram fer innan ungmennafélagshreyfingarinnar um land
allt.
Landsmótsnefnd Skarphéðins hafði að leiðarljósi að
skapa íþróttakeppninni í öllum greinum eins góða aðstöðu
og kostur var og halda að Laugarvatni umhverfisvænt fjöl-
skyldumót, þar sem öll fjölskyldan gæti fundið eitthvað við
sitt hæfi. Auk íþróttakeppninnar, sem fjölmargir fylgdust
spenntir með, var boðið upp á ýmis atriði sem ekki tengjast
beint íþróttum, heldur hinu margvíslega starfi hreyfingarinn-
ar. Má þar nefna landgræðslu, lýðveldishlaup, starfsetning-
arkeppni, söguferðir, náttúruskoðun og svo framvegis. Þá
má ekki gleyma skemmtilegri sýningu ‘65-hópsins, sem
vakti mikla lukku mótsgesta, ekki síst meðal fyrrum þátttak-
enda. Morgunleikfimin með Magnúsi Scheving var hin
besta hressing og þótti þeim eldri gott að komast í gufubaðið
á eftir til að koma í veg fyrir strengi. Þá má ekki gleyma
kvöldvökunni, sem var á laugardagskvöldinu fyrir troðfullu
húsi. Hápunkturinn í skemmtanahaldinu var svo dansleikur
með hinum gamalkunnu Hljómum frá Keflavík. Menn voru
sannarlega sælir og örþreyttir er þeir gengu til náða um
kvöldið.
Ekki má láta hjá líða að hrósa framkvæmdaraðilum sér-
staklega fyrir þrifnað á svæðinu. Þó fólk gengi misjafnlega
vel um sáu starfsmenn til þess að svæðið væri hreinsað
reglulega. Og þá fær starfsfólk mötuneytisins fimm stjörnur
fyrir frábæran mat, snögga afgreiðslu og elskulegt viðmót.
Á þessu 21. landsmóti UMFÍ voru tæplega 2000 kepp-
endur og mótsgestir alls um 7000 þegar flest var. Eg hefði
viljað sjá þarna miklu fleiri þátttakendur. Veðrið setti trú-
lega nokkuð strik í reikninginn, samt var alls ekki hægt að
kvarta undan því þó rakastigið væri stundum of hátt. Við ís-
lendingar vitum það vel, að ef við klæðum okkur eftir veðr-
áttunni, þá er veðrið aldrei vont, bara misjafnlega gott.
Það er von mín og trú að landsmót UMFÍ haldi áfram að
skipa þann veglega sess sem hefð er komin á.
Megi heill og hamingja fylgja hreyfingunni um ókomin
ár.
Með ungmennafélagskveðju,
Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir
21. landsmót UMFÍ:
Minjagripir enn fáanlegir
Að afloknu 21. landsmóti UMFÍ að Laugarvatni eru
enn til nægar birgðir af eftirtöldum minjagripum, sem
gerðir voru fyrir mótið:
Minnispeningur úr silfri kr. 2000,-
Plattar kr. 500,-
Könnur kr. 400,-
Barmmerki kr. 50,-
Veifur kr. 300,-
Bolir kr. 300,-
Peysur kr. 800,-
Landsmótsmynd kr. 400,-
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast snúi sér til skrifstofu
HSK, sími 98-21189 og 98- 23389.
Skinfaxi
5