Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 28
Ljúfir endurfundir á ‘65-heimilinu Hresst fólk fyrir utan ‘65-heimilið, f.v. Sigríður Teitsdóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir og Hafsteinn Þorvaldsson. „Fólk hefur komið hér í stórum hópum og hér hafa margir Ijúfir endur- fundir átt sér stað,“ sögðu þær Unnur Stefánsdóttir, og Ólöf Halldórsdóttir frá HSK, þegar Skinfaxi tók hús á þeim á ‘65-heimilinu. Þær voru ásamt fleirum í ‘65-undirbúningshópnum. „Það var alveg troðfullt hér, á laugar- dagskvöld,“ sagði Ósk. „Stemningin var mjög góð og fólk hafði rn.a. mjög gaman af að skoða myndbandið frá landsmótinu á Laugarvatni ‘65. Þá hafa gömlu ljósmyndirnar vakið mikla athygli, svo og gamlar leikskrár og skýrslur frá ‘65. Fólki finnst svo gaman að hittast og spjalla. Hér hefur því verið boðinn kaffisopi, það skrifar sig í gestabók og getur þess jafnframt hvað það hafi gert á mótinu ‘65, hvort sem um var að ræða íþróttakeppni, þjóðdansa eða ann- að. Þessi gestabók á eftir að verða góð heimild þegar fram líða stundir.“ Unnur sagðist reyndar hafa haft alltof lítinn tíma til þess að blanda geði við ‘65-hópinn á landsmótinu nú. Önn- ur verkefni hefðu kallað, þannig að hún hefði verið í önnum frá rnorgni til kvölds. Engu að síður höfðu þær Ósk greinilega haft tíma til að stinga saman nefjum og sögðu þær skellihlæjandi frá þeirri hugmynd sem upp hefði komið, að setja Rúnar Júi. Hljómamann í sói- stól fyrir utan ‘65-húsið og láta hann selja áritaðar ‘65-húfur. Þær töldu nokkuð öruggt að meiri sala yrði í húfunum með þessari að- ferð, en hinni, að selja þær einungis í húsinu. „En það er spurning hvað Rún- ar myndi þola við úti í rigningunni,“ sögðu þær og var greinilega skemmt. Þess má geta, að Ólöf bjó til sérstakt merki fyrir ‘65-þátt landsmótsins, sem hún gaf því. Kristbjörg Helgadóttir sá um að teikna það að fyrirmælum Ólafar. I merkinu er að sjálfsögðu talan ‘65, svanapar, talan 12 fyrir 12. landsmótið, 21 fyrir landsmótið nú og burstirnar á héraðsskólanum sem eins konar nafla- strengur á milli talnanna tveggja. Þessir þrír kúluvarparar frá landsmótinu á Laugan’atni 1965 hittust í ‘65-heimilinu, f. v. Oddrún Guðmundsdóttir, UMSS, Ragnheiður Pálsdóttir, HSK og Ólöf Halldórsdóttir, HSK. A myndinni sitja þœr í sömu röð og þœr stóðu á verðlaunapallinum á landsmótinu 1965, og auðvitað eru þœr allar með 65-húfurnar. 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.