Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 24
Albert H.N. Valdimarsson: UNÞ kom á óvart í blakinu Það fyrsta sem kom á óvart varðandi blakkeppnina á landsmótinu var að lið Austur- Skaftfellinga, sem sam- anstendur af sterku 2. deildar liði Sindra á Höfn, skyldi ekki koma til leiks, en ég spáði því 5. sæti á mótinu. Fjögur lið voru þá eftir í A-riðli, og leikirnir fóru eins og reiknað var með. Það eina sem kom á óvart var frammi- staða UNÞ á móti UMSK, en UNÞ var yfir í báðum hrinunum og voru þeir óheppnir að tapa þeim báðum naum- lega. A-riðill Fimmtudagur: UMSK HSH 2-0 (15-3, 15-7) UNÞ UMFN 2-0 (15-1, 15-2) UMSK UMFN 2-0 (15-1, 15-1) Föstudagur: UNÞ HSH 2-0 (15-11,15,8) HSH UMFN 2-0 (15-3, 15-4) UMSK UNÞ 2-0 (15-13,15-13) Úrslit í riðli: 1. UMSK 6 stig 2. UNÞ 4 stig 3. HSH 2 stig 4. UMFN 0 stig í B-riðli kom frammistaða HSÞ á óvart. HSÞ náði 3. sætinu í riðlinum af UMSE í hörkuleik, eina þriggja hrinu leik riðlakeppninnar. HSK náði ekki að koma UÍA úr jafnvægi í baráttunni um fyrsta sætið. UÍA hafði rnikla yfirburði í leiknum. B-riðill Fimmtudagur: UÍA UMSE 2-0 (15-9, 15-4) HSÞ UDN 2-0 (15-3, 15-3) HSK UMSE 2-0 (15-11,15-10) HSÞ HSK 0-2 (9-15, 8-15) UÍA UDN 2-0 (15-5, 15-7) Föstudagur: UMSE UDN 2-0 (15-7, 15-6) UÍA HSÞ 2-0 (15-11,15-7) UDN HSK 0-2 (3-15, 1-15) HSK UÍA 0-2 (5-15,7-15) UMSE HSÞ 1-2 (12-15,15-12, 10-15) Úrslit í riðli: 1. UÍA 8 stig 2. HSK 6 stig Mikill áhugi reyndist vera fyrir blakinu og voru áhorfendabekkirnir þétt setnir. 3. HSÞ 4 stig 4. UMSE 3 stig 5. UDN 0 stig í úrslitaleikjunum átti HSH ekki í erfiðleikum með HSÞ í keppninni um 5. sætið, en í leik UNÞ og HSK um 3. sætið var mikil spenna og það óvænta gerðist. HSK náði að vinna tvær fyrstu hrinurnar naumlega með mikilli bar- áttu. Þetta kont UNÞ í opna skjöldu. Eftir dapran leik HSK á móti UÍA dag- inn áður bjuggust UNÞ-menn ekki við slíkum leik að hálfu HSK-manna og ekki lái ég þeim það. UNÞ náði ekki sínu besta í leiknum, HSK færðist stöðugt í aukana og í 3. hrinu gáfu þeir að sunnan norðanmönnum engin grið og unnu örugglega. Þá er komið að úrslitaleik UMSK og UÍA um 1. sætið. Eins og á fyrri landsmótum var mik- il spenna fyrir leikinn og ekki minnk- aði hún við það að UÍA-liðið náði mjög góðri byrjun í leiknum. Það var ekki nóg með að UÍA ynni 1. hrinu, sem var þó nokkur baráttuhrina, heldur voru austanmenn vel yfir í 2. hrinu. Með mikilli baráttu náði UMSK að vinna 2. hrinu afar naumlega og það var eins og þá rynni það fyrst upp fyrir UMSK-mönnum að þeir þyrftu að taka á þeim stóra sínum til að leggja UÍA að velli. Það gerðu Islandsmeistarar HK og ungu strákarnir úr Stjörnunni, sem mynduðu UMSK-liðið. Þeir náðu að sýna blak eins og það gerist best á Islandi og UIA- menn urðu að játa sig sigraða eftir frækilega mótspyrnu. Sem sagt, góður endir á góðri keppni, þar sem skipulag og framkvæmd var öllum til sóma. Úrslitaleikir: 1.-2. sæti: UMSK UÍA 3-1 (11-15,16-14,15-8) 3.-4. sæti UNÞ HSK 0-3 (13-15,15-17,9-15) 5.-6. sæti: HSH HSÞ 3-0 (15-7, 15-4, 15-5) Röð liða: 1. UMSK 2. UÍA 3. HSK 4. UNÞ 5. HSH 6. HSÞ UMFN UMSE UDN 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.