Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 7
sig alla við, ef þeir ætluðu að fylgjast vel með, því keppt var á mörgum stöð- um í senn. Þá var efnt til fjölskyldu- skemmtunar í samkomutjaldinu urn miðjan daginn, þar sem fluttir voru leikþættir, boðið var upp á tónlist af ýmsu tagi og fleira var til gamans gert. Var sú skemmtun vel sótt af börnum og fullorðnum. Og svo var komið að kvöldvökunni, sem haldin var í nýja íþróttahúsinu. Hún hófst með því að Lúðrasveit Þor- lákshafnar lék og kór 150 barna söng íslensk lög við góðar undirtektir áheyr- enda. Þá kynnti Ungmennafélagið Axl- arbjörn nýstárlegar íþróttagreinar, sem vöktu mikla kæti meðal viðstaddra. Stjarnan í Garðabæ sýndi fimleika og Sigga Beinteins söng. Þá sýndu átta pör þjóðdansa, en þau höfðu sýnt á landsmótinu 1965. Hafsteinn Þorvalds- son stjórnaði sýningunni og þóttu pörin sýna að þau höfðu engu gleymt á þess- um 30 árum, sem liðin voru milli landsmótssýninga. Síðan mætti Magnús Scheving aftur til leiks og sýndi listir sínar. Hann not- aði tækifærið og hvatti viðstadda til að lifa lífinu án áfengis og það er áreiðan- legt að þau orð hafa fallið í frjóan jarð- veg, svo vinsæll sem Magnús er. Kvöldvakan heppnaðist í alla staði mjög vel og mátti svo sannarlega sjá að viðstaddir skemmtu sér af hjartans lyst. Eftir kvöldvökuna voru dansleikir á Borg í Grímsnesi og í samkomutjald- inu góða. Á síðarnefnda staðnum léku hinir einu og sönnu Hljómar og víst er um það að víða mátti sjá angurvær andlit þegar þeir tóku gömlu, góðu lög- in. Á sunnudagsmorgun var einnig efnt til morgunleikfimi með Magnús í far- arbroddi og þar á eftir var helgistund. Síðan var keppni fram haldið, þar til mótinu var slitið síðdegis. Um kvöldið var svo lokaball, eins konar punktur fyrir aftan gott mót. Umh verfisþátturinn Ekki er hægt að ljúka þessari urn- fjöllun án þess að minnast á stóran þátt mótshaldsins, sem var umhverfismálin. Er þetta í fyrsta sinn, sem sá mála- flokkur hefur skipað svo stóran sess á landsmóti UMFÍ. Á Laugarvatnsvöllum var stórt tjald, Hún sat á hjólbörum, vafin inn í teppi, og beið eftir að afhenda forseta Islands blóm. þar sem heitt var á könnunni og fólk frá Landgræðslunni var með tilsögn fyrir þá sem litu við. Á svæðinu voru síðan stungin niður rofabörð, sáð gras- fræi og trjáplöntum plantað. Einnig voru settar niður trjáplöntur hjá þjón- ustumiðstöðinni á Laugarvatni. Áust- firðingar lögðu svo sannarlega sitt af mörkum, því þeir gáfu eina trjáplöntu á hvern keppanda. Sérstaklega ber að geta góðrar fram- kvæmdar á sorphirðu á svæðinu, því rar sást varla bréfsnifsi hvað þá annað þá daga sem inótið stóð yfir. Lögð var áhersla á að flokka það sorp sem til féll. Skolpið var flutt inn á Haukadals- heiði, þar sem það var herfað niður. Á mótinu var dreift bæklingi frá umhverfisráðuneytinu, þar sem fjallað var urn útblástur og mengun frá bílum. Þá var auglýst að mótið væri reyklaust. Af ofangreindu er ljóst að ung- mennafélagshreyfingin fylgist ekki einungis með nýju áherslum í um- hverfismálum í þjóðfélaginu, heldur er hún í fararbroddi hvað þennan mála- flokk varðar. Fjölskyldan í fyrirrúmi Mikil áhersla var lögð á ijölskyldu- þáttinn á landsmótinu. Má þar nefna fjölskyldubúðirnar, ýmislegt fyrir börnin, svo sem leiktæki og hestaleigu, samveru fjölskyldunnar í morgunleik- fimi og helgistund, lýðveldishlaupið og svo frv. Leiklistinni var skipað í háan sess á mótinu og ber þar að nefna Uti- leikhúsið af Austurlandi sem skemmti mótsgestum. Á mótinu var nokkuð um nýjungar í sýningar- og keppnisgreinum. Þar var m.a. keppt í stafsetningu, sem er nýj- ung og framlag ungmennafélagshreyf- ingarinnar til varðveislu íslenskrar tungu. Þá voru hestaíþróttir teknar inn sem sýningargrein, en þær njóta mik- illa vinsælda nú meðal bama, unglinga og fullorðinna. Svona mætti áfram telja, en hér verður látið staðar numið. Hvítbláinn og íslenski lýðveldisfáninn blöktu við Itún. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.