Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 21
Jón Arnar Magnússon: Stend frammi fyrir erfiðu vali „Ég var ánægður með landsmótið í heild. Hvað mig snertir, þá hefði mér mátt ganga betur í stangarstökkinu. Ég ætlaði að gera svo mikið, en það er ekki hægt að búast við fullkomnum ár- angri í öllum greinum.“ Þetta sagði Jón Arnar Magnússon, UMSS, sem var stigahæstur karla á landsmótinu. Jón Arnar getur fagnað góðum árangri eftir sumarið. Hann setti Islandsmet í langstökki, stökk slétta 8 metra og setti einnig tugþraut- armet í maí sl. í Austurríki. „Ég hef verið í góðu formi í sumar og sloppið við öll meiri háttar meiðsl,“ sagði hann. „Ég æfði ntjög vel fyrir Evrópumeistaramótið og hef raunar æft rnjög vel í allt sumar. Ef ég legði saman allar mínar æfingar fyrstu 24 ár ævi minnar, þá væri það samanlagt ekki eins ntikið og ég er búinn að æfa núna á 25. árinu. Það var búið að benda mér á, að færi ég að æfa af krafti, þá gæti ég náð góðum árangri. Ég prófaði það og það hefur tekist. Ég get ekki annað en verið ánægður eftir þetta tímabil.“ í vetur kennir Jón Arnar á Sauðár- króki, auk þess sem hann hyggst æfa. „Nú eru það Olýmpíuleikarnir sem eru markmiðið, en það er að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að taka lang- stökkið eða tugþrautina. Ég hefði hoppað í 3.-4. sæti á Evrópumeistara- mótinu með þessu stökki og ég held að þetta sé 2. eða 3. besti árangur á Norð- urlöndunum í ár. Það er því spurning hvort maður nær lengra í langstökki eða tugþraut. En ég ákveð þetta með sjálfum mér og svo kemur bara í ljós livað hefur orðið fyrir valinu.“ Jón Arnar sagði það eftirtektarvert hve umfjöllun um frjálsar íþróttir ætti undir högg að sækja í fjölmiðlum í samanburði við sumar aðrar íþrótta- greinar. „Það voru engin Islandsmet sett í fótboltanum í Mjólkurbikarnum. Hann fékk þó fjórar síður meðan við fenguin hálfa í bikarkeppninni. Ég veit Jón Amarfagnar góðum árangri eftir sum- arið. ekki hvort kenna má forráðamönnum um þetta, en það hefur vantað alla kynningu. Nú er þetta dæmi að snúast við, sem betur fer, og mér finnst hafa áunnist heilmikið í þessum efnum bara á þessu ári. Menn þurfa að taka hönd- um saman og snúa vörn í sókn.“ Á leið til útlanda? Jón Arnar sagði það koma til greina að hann héldi lil útlanda innan tíðar og dveldi þar í einhvern tíma. „Kærastan mín ætlar jafnvel í nám erlendis. Þá færi ég með henni og myndi helga mig æfingum. Við förum til Noregs eða Svíþjóðar ef af verður. Þar er mun betri aðstaða heldur en hér, það þarf ekki að fara lengra. Ég er sannfærður um að almennileg innanhússaðstaða hér rnyndi leiða til þess að betri árang- ur næðist, auk þess sem áhorfendum myndi stórfjölga.“ Atta þúsund stiga markið er það sem Jón Arnar keppir að nú. „Ég setti rnarkið á íslandsmet og það kom. Nú æfi ég fyrir þetta takmark og finn mér svo eitthvað annað þegar því er náð. Ég horfi á skammtímamarkmiðin eftir að ég fékk skellinn á skautunum „sæll- ar“ minningar og fótbrotnaði. Þá voru einhver stór orð í gangi hjá mér, sem auðvitað gengu ekki eftir. Menn hafa svoiítið verið að bauna þessu á mig, þannig að ég hef tekið þá stefnu að fara hægar og öruggar yfir. ‘ ‘ Ritgerðar- samkeppnin Eins og kunnugt efnir Skinfaxi nú til ritgerðarsamkeppni meðal nemenda í grunnskólum í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ritgerðirnar skulu fjalla um efnið: „EUum íslenskt.“ Keppnin fer fram í tveimur aldurs- flokkum, 12 ára og yngri og 13-16 ára. Skilafrestur er 1. nóvember n.k. Skemmtileg verðlaun verða í boði l'yrir 3 bestu ritgerðirnar í hvorum ald- ursflokki. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.