Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 30
Fyrirmynd-
armót
„Mér finnst hafa tekist nokkuð vel
til með allt nema veðrið, sem enginn
fær við ráðið. Mér sýnist framkvæmd
mótsins vera til fyrirmyndar,“ sagði
Jónas Þór Jóhannsson, UIA, þegar
Skinfaxi greip hann glóðvolgan úti við
tjaldskör á sunnudagsmorguninn.
Jónas sagðist að sjálfsögðu hafa
fylgst með frammistöðu síns fólks.
„Að því er ég best veit erum við með
108 keppendur hér, auk foreldra og að-
standenda. Ég giska á svo 150-160
manns í allt. Mitt fólk hefur verið kátt
og skemmt sér hið besta á mótinu. Það
skemmtilegasta sem gerðist hjá okkur
var þessi óvænti sigur í kvennaknatt-
spyrnunni, en þar kræktum við í gullið.
Jónas Þór Jóhannsson.
Svo náðum við silfri í blakinu og gulli
í jurtagreiningu, svo að við megum vel
við una.
Ég sleppti að sjálfsögðu ekki
Hljómaballi. Það er bráðnauðsynlegt
að heyra í þessum mönnum aftur og
það fór um mann Ijúfur straumur end-
urminninganna.“ sagði Jónas Þór og
þar með var hann rokinn til að sinna
staifi sínu sem liðsstjóri.
Þau Jón Sigfús Bœringsson, Gaðrún Anna Númadóttir og Björn Kristinn Adolfsson frá
UMSS voru að taka niður tjaldið um hádegisbil á sunnudag, þegar blaðamaður tók þau tali.
Þau sögðu að mótið hefði verið sérlega gott og ekkert gert til þótt svolítið hefði rignt. Þau
höfðu öll keppt í boccia og voru kampakát yfir árangrinum, því þau höfðu náð 2. sœti.
Meiri áhersla á starfsíþróttir
„Mér finnst að það mætti vanda
meira til starfsíþróttanna,“ sagði
Guðbjörg Ragnarsdóttir, UMSE.
Hún var mætt ásamt fjölskyldunni
að Laugarvatni, eiginmanni og
þremur börnum. „Maðurinn minn
keppti hér í dráttavélarakstri og
blaki. Við skulum segja að honunt
hafi bara gengið vel, þótt auðvitað
megi alltaf ganga betur.
Mér finnst að það ætti hver lands-
mótsnefnd að ákveða eftir hverju
hún ætlar að dæma og senda plögg
sem gera skýra grein fyrir því í hér-
uðin. Þá vita allir að hverju þeir
ganga. Þetta er ekki nógu gott fyrir-
komulag, að maður sé að fá einhver
plögg heim, sem maður á að læra,
og mæti svo til leiks, en hlutirnir séu
ekki nákvæmlega eins og sagt hafði
verið.
Starfsíþróttirnar eru ekki eins og
aðrar íþróttir að því leytinu til að
það eru ekki til sérstök lög um
hvemig eigi að fara eftir þessu. Þess
vegna er hver með sína hefð.
Það þarf að efla starfsíþróttirnar.
Það sést best á aðsókninni að það er
mjög mikil) áhugi fyrir þeim. Það er
áberandi að fólk vill brjóta þetta upp
og hafa meira til þess að fylgjast
með, í stað þess að hanga alltaf á
sama stað á íþróttavellinum.“
Guðbjörg sagðist ánægð með
mótið að öðru leyti.
„Það var til dæmis mjög góð
hugmynd að fá Magga Scheving
hingað. Það er upplifun fyrir lands-
byggðarfólkið að fá að sprikla með
honum. Hann hefur vakið athygli
hvar sem hann hefur farið um svæð-
ið.“
Guðbjörg Ragnarsdóttir.
30
Skinfaxi