Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 46
Lýðveldishlaupið ‘94: Þátttakendur frá 5 til 87 ára Frá verðlaunaafhendingunni, t.v. Elín Þorsteinsdóttir kynningar- og gœðastjóri Islenskra sjávarafurða hf, Anna Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri Lýðveldishlaupsins ‘94. Verðlaunahafarnir Bryndís Svavarsdóttir Hafnatfirði, Bertha K. Jónsdóttir Reykjavík, full- trúi Odds Sigurðarsonar og Rebekku Gylfadóttur, Jónína Kristjánsdóttir Svarfaðardal, Sigmundur F. Þórðarson formaður Iþr.f. Höfrungs á Þingeyri, Kjartan Guðjónsson 87 ára Hafnfirðingur, Snorri Hjaltason formaður Umf. Fjölnis. Fyrir framan eru drengirnir Gunnar Ingi Valdimarsson frá Bíldudal og Bjarni Páll Jakobsson Reykjavík, sem báðir eru 5 ára. Lýðveldisverkefni UMFÍ hefur tek- ist mjög vel. Þátttakendur voru u.þ.b. 25.000 á 270 þátttökustöðum um land allt og þátttökuskiptin yfir landið urðu samtals um 272.000, sem jafngildir því að þátttakendur hafa gengið samtals um 816.000 km. Þessi þátttaka jafnast á við að gengið hafi verið c.a. 20 sinn- um í kring um hnöttinn. Lýðveldishlaupið er lýðveldisverk- efni UMFI sem er unnið í samvinnu við Iþróttir fyrir alla og Heilsueflingu. íslenskar sjávarafurðir hf. er stuðnings- aðili hlaupsins en fyrirtækið hefur um árabil veitt fjármagni til ungmennafé- laga um land allt til stuðnings starf- semi þeirra. Það hefur verið einkar ánægjulegt hve vel var að Lýðveldishlaupinu stað- ið hjá flestum ungmenna- og íþróttafé- lögum, en þau leituðust við að gera þátttöku almennings sem auðveldasta. Þannig var þátttaka góð jafnt í þéttbýli sem í sveitum landsins. Holl hreyfing fyrir alla fjölskylduna er slagorð Lýðveldishlaupsins ‘94. Það er óhætt að segja að hlaupið hafi staðið undir því þar sem þátttakendur hlaups- ins voru einstaklingar og fjölskyldur á öllum aldri allt frá 5 ára til 87 ára. Lýðveldishlaupið þáttur í almermingsíþróttum Almenningsíþróttir verða sífellt vin- sælli sem sannast best á því hve hverskyns hlaup eða göngudagar sem boðið hefur verið uppá undanfarið, er vel sótt. Lýðveldishlaupið hefur haft þá sérstöðu að það stóð yfir í 99 daga og var tilgangurinn með því að hvetja almenning til að hreyfa sig sem oftast. Það virðist sem skráningarbókin og stimpill til staðfestingar á þátttöku í hlaupinu hafi haft mikil hvatningar- áhrif. Þátttakendur gátu fylgst með eigin árangri, hve oft var farið út að ganga þessa vikuna og um leið safnað þátttökuskiptum. Heyrst hefur að um- ræður í fjölskyldufögnuðum hafi leiðst út í meting um hve oft menn hafi tekið þátt í Lýðveldishlaupinu og hvort þeir hafi átt möguleika á að ná brons-, silf- ur- eða gullverðlaunamerki. Þannig hefur samanburðaráráttan ágæt gildi ef um hvatningu til hollra athafna, eins og að hreyfa sig reglulega, er að ræða. Verðlaunaafhending Lýðveldis- hlaupsins var 8. september sl. í sal þjónustumiðstöðvar UMFÍ. Það var á- nægjulegt að flestir verðlaunahafar úr Gullpotti Islenskra sjávarafurða hf. gátu mætt í verðlaunaafhendinguna og tekið á móti verðlaunum sínum. Verðlaun til einstaklinga Aðalverðlaun úr Gullpotti íslenskra sjávarafurða hf. voru ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna og sú heppna var Jónína Kristjánsdóttir frá Skriðudal í Svarfað- ardalshreppi. Aukaverðlaun voru æfingagalli á- samt reiknivél og svuntu frá Islenskum sjávarafurðum hf. Fjögur aukaverðlaun voru veitt og hlutu eftirfarandi ein- staklingar verðlaunin: 1. Bjami Páll Jakobsson, Reykjavík 2. Bryndís Svavarsdóttir, Hafnarfirði 3. Oddur Sigurðsson, Hvammstanga 4. Rebekka Gylfadóttir, Hvammstanga Einnig voru veitt viðurkenningar- skjöl fyrir framúrskarandi þátttöku til þeirra einstaklinga sem tóku þátt í hlaupinu alla dagana í 99 skipti. Hátt í hundrað einstaklingar mynda þennan dugnaðarhóp er dreifist jafnt yfir alla landshluta. Á tímabilinu meðan hlaupið stóð yfir var veittur fjöldinn allur af verð- launamerkjum til þátttakenda. Samtals voru veitt 6.700 gull-, silfur og brons- verðlaunamerki til einstaklinga um allt land. Verðlaun til ungmenna- og íþróttafélaga Ungmennafélagið Fjölnir í Grafar- vogi fékk verðlaun fyrir mesta þátttöku í hlaupinu, en félagsmenn Fjölnis tóku samtals 9830 sinnum þátt í hlaupinu í sumar. 46 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.