Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 25
Jón M. ívarsson skrifar um glímu á landsmóti: Fyrsta keppni kvenna f glímunni var að vanda keppt í þremur þyngdarflokkum karla og nú bættust að auki við tveir þyngdarflokk- ar kvenna. Þama kepptu 14 glímukon- ur og 23 glímumenn eða samtals 37 keppendur, sem er þátttökumet. Fjöldi áhorfenda setti sig í stellingar til að fylgjast með fyrstu keppni kvenna í glímu á landsmóti og höfðu jafnvel sumir ekki séð hið fríðara kyn spreyta sig í þjóðaríþróttinni. Konur -60 kg tlokkur-úrslit: 1. Karólína Ólafsdóttir HSK 5 v. 2. Katrín Ástráðsdóttir, HSK 3,5+1 v. 3. Sjöfn Gunnarsdóttir HSK 3,5+0 v. 4. Fjóla María Ágústsd. HSÞ 2 v. 5. Arnfríður G.Arngrímsd. HSÞ 1 v. 6. Aðalheiður Guðbjörnsd. HSS 0 v. Hér unnu Skarphéðinsstúlkur þre- faldan sigur og höfðu yfirburði í flokknum. Hin knáa Karólína sýndi enn einu sinni að hún er næstum ósigr- andi og lagði alla andstæðinga sína fremur auðveldlega. Fulltrúar Flóa- manna, Katrín og Sjöfn komu næstar. Katrín glímir afar lipurt og er lagin við að láta andstæðinginn ganga í brögðin án þess að beita til þess mikl- um kröftum. Sjöfn er eins og hinar, grönn og stælt, og ágætlega sterk, en skortir hina nákvæmu tímasetningu sem Katrín og Karó hafa. Aðrir kepp- endur virtust ekki í jafngóðri æfingu og þessar þrjár sem voru í sérflokki. Konur +60 flokkur-úrslit: 1. Heiða Björg Tómasdóttir 2. Ingveldur Geirsdóttir 3. Jóhanna Kristjánsdóttir 4. Sólveig Pétursdóttir 5. Sabína Halldórsdóttir 6. Jóhanna Þóroddsdóttir 7. Kristjana Eysteinsdóttir 8. Steinunn Eysteinsdóttir HSK 6 v. HSK 5 v. HSÞ 3,5 v. HSÞ 3 v. HSK 2 v. HSÞ 1,5 v. HSS 0 v. HSS hætti keppni Heiða Björg sigraði af öryggi og var aldrei í fallhættu. Hún er sterk og lagin að lauma hælkrók á andstæðingana. Ingveldur var einnig örugg um annað sætið. Hún er kvenna hæst, en nýtir sér það lítt til hábragða. Jóhanna Krist- jánsdóttir er vel sterk og bar við all- Ólafur Sigurðsson leggur Stefán Bárðarson í hörkuglímu. mörg brögð, en skorti nokkuð á að út- færa þau til fulls eins og reyndar flestir keppendur sem neðar komu. Sólveig er afar sterk og sýndi tilþrif á köflum en var mistæk enda greini- lega ekki í glímuæfingu. Sabína sýndi tvívegis glæsileg tilþrif er hún lagði andstæðinga á listafallegum mjaðmar- hnykk en var dálíitð mistæk og glímdi undir getu í heildina séð. Frísklegur flokkur Ekki var síður mikið um að vera í karlaflokkunum sem vænta mátti. Heimamenn á landsmótinu, Skarphéð- insmenn, sendu fullskipað lið, eða þrjá í hvern flokk. Sama gerðu Þingeyingar. Einnig voru mættir til leiks þrír ungir Austfirðingar og úr Skagafirði kom einn glímukappinn og annar úr Reykja- vík. Karlar -75 kg flokkur-úrslit: 1. Helgi Kjartansson HSK 6 v. 2. Torfi Pálsson HSK 4,5 v. 3. Yngvi R. Kristjánsson HSÞ 3,5 v. 4-5. Sigurbjörn Arngrímss. HSÞ 2,5 v. 4-5. Sigurjón Pálmarsson HSK 2,5 v. 6. Róbert Sigurðsson UÍA 2 v. 7. Pétur Eyþórsson HSÞ 0 v. Hér glíindi frísklegur flokkur ungra inanna og var létt yfir glímum og mik- ill hreyfanleiki. Helgi Kjartansson, bóndasonur úr Grímsnesinu, var ör- uggur sigurvegari og lagði andstæð- inga sína lipurlega á hælkrók og klof- bragði til skiptis. Hinn 17 ára kollegi hans úr Laugar- dalnum, Torfi Pálsson, náði góðum ár- angri þegar hann tryggði sér annað sætið með jafnglími við Yngva Ragnar og sigri í líflegum viðureignum við fjóra andstæðinga. Torfi er grannur og stæltur og glímir létt með hælkrók og hábrögðin efst á blaði. Yngvi Ragnar var elstur keppenda en hefur þó aðeins þrjá um tvítugt. Hann fékk óvænt byltu frá nýliðanum Róbert og lenti þar með í þriðja sæti. Yngvi er snarpur í glímu og mikill keppnismaður með klofbragð sem eitt helsta vopnið ásamt leggjarbragði. Sigurbjörn á hlaupum Minnstu munaði að Sigurbjörn Am- grímsson yrði af gh'mukeppninni. Hann er reyndar stórum þekktari sem millivegalengdahlaupari en glímumað- ur og er þar enginn aukvisi en kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi, svo dæmi séu nefnd. Keppni í léttasta flokki var frestað þar til síðast, svo hann gæti lokið hlaupakeppni í 1500 m á undan glímunni. Það var áskilið að hann kæmi til leiks stundvíslega korter fyrir þrjú. Þegar sú stund rann upp var Sig- urbjörn ókominn og voru þá aðrir keppendur kallaðir fram til kynningar. Rétl sem þeir röðuðu sér upp í beina röð kom Sigurbjörn á harðaspretti inn á gólf, í hlaupagallanum, en hafði þó tekið af sér gaddaskóna! Hann hafði engin umsvif en hafði fataskipti í miðj- um sal, snaraði sér í glímubúninginn og lauk við að spenna glímubeltið á sig jafnsnemma og hann var kynntur með kurt og pí og síðan sendur í fyrstu glímu. Er óhætt að segja að hann hafi hitað upp best allra keppenda! Sigurbjörn stóð fyrir sínu og var jafn Sigurjóni Pálmarssyni í 4-5. sæti Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.