Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 9
Norður- Þingeyingurinn Bjöm Hall- dórsson keppti nú í 5000 m hlaupi í sjöunda sinn. En hann keppti fyrst 1975. Björn verður fertugur á þessu ári. Hann býr á Valþjófsstað og er þekktur fyrir að vera léttur í spori. Hlaupalag hans minnir óneitanlega nokkuð á Jón Diðriksson. Jón Amar Magnússon vann grinda- hlaupið með yfirburðum. En mikil bar- átta var um annað sætið og ekki síður um fjórða sætið. Kjalnesingar höfðu nokkra yfirburði í boðhlaupunum og settu landsmótsmet í þeim báðum. Skagfirðingar urðu aðrir og Skarphéðinsmenn þriðju. I styttra boðhlaupinu skildi sekúnda að þær sveitir sem urðu í fimmta og tólfta sæti. Sýnir það hversu keppnin var jöfn. Ættargrein Jón Arnar Magnússon hafði yfir- burði í langstökkinu. Stökk hann mun lengra en landsmótsmetið, en því mið- ur var meðvindur of mikill. Olafur frændi hans Guðmundsson varð fjórði úr ættinni til að stökkva yfir sjö metra á landsmóti. Mikil barátta var um næstu sæti og þrettán cm skildu að þriðja og sjöunda sætið. Móðurbræður Jóns Arnars, Guðmundur Kr., Sigurður og Kári, hafa allir unnið til verðlauna í þessari grein á landsmótum, svo og Jón Birgir bróðir Olafs. Þessir sex frændur hafa samtals unnið til 11 verðlauna í þessari einu grein. Meðaltal bestu stökka þeirra er 7,03 m! Þá hefur móð- ir Jóns Arnars, Þuríður Jónsdóttir, Berglmd Bjarnadóttir UMSS var öruggur sigurvegarí í kúluvarpi kvenna. einnig unnið til verðlauna í langstökki á landsmótum. Olafur var sá eini til að stökkva yfir 14 m í þrístökki. Greinilegt er að að- eins þrjú sambönd leggja einhverja rækt við þessa erfiðu grein. Árangur í hástökki var mun slakari en á undan- förnum landsmótum. Ljúflingurinn Unnar Vilhjálmsson sem hefur verið í fyrsta eða öðru sæti frá því á landsmót- inu á Akureyri tapaði fyrir tvítugum efnilegum stökkvara, Tómasi Grétari Gunnarssyni, sem nýlega bætti 20 ára gamalt unglingamet í stangarstökki. Landsmótsmet Unnars 2,12 m var ekki í hættu og sennilega verður bið á því að það verði bætt. Kristján Gissurarson, rúmlega fer- tugur að aldri, vann stangarstökkið annað mótið í röð og afsannaði þar með allar spár. Tugþrautarkappinn Jón Arnar, 16 árum yngri, varð annar. Með því varð hann stigahæsli karlinn í frj álsíþróttakeppninni. Stangarstökkið er örlítið að rétta úr kútnum. Enn þó er langt í land að að- staðan sé viðunandi. Það er fyrst og fremst aðstöðuleysið sem hamlar fram- förum í þessari tignarlegu grein. Sterkir Sunnlendingar Sunnlendingar röðuðu sér í fjögur fyrstu sætin í kúluvarpi. En einn þeirra, Unnar Garðarsson, keppti reyndar fyrir Kjalnesinga. Hann er fjölhæfastur kast- aranna og vann til verðlauna í öllum kastgreinunum. Vésteinn vann kringlukastið með yf- irburðum, setti gott landsmótsmet og vann með því besta afrekið í karla- flokki. Kraftajötunninn Andrés Guð- mundsson bætti sig um rúmlega 8,5 metra frá því í Mosfellsbæ og varð annar. Unnar Garðarsson vann spjótkastið með yfirburðum. Annar varð fyrrum tugþrautarkappi, Þorsteinn Reynir Þórsson, sem komið hefur víða við á sínum íþróttaferli. I þriðja sæti var Sig- mar Vilhjálmsson. Hann er fjórði son- ur Gerðar Unndórsdóttur og Vilhjálms Einarssonar sem hlýtur verðlaun í þessari grein á landsmóti. Þeir bræður, Rúnar, Einar, Unnar og Sigmar (taldir í aldursröð) hafa unnið til sex verðlauna í þessari grein. Bróðir þeirra Garðar hefur aftur á móti verið í verðlaunasæt- um í kúluvarpi og kringlukasti. Sig- mari svipar mjög til Einars og hefur hann nú þegar sett sitt fyrsta Islands- met í drengjaflokki. Hann virðist hafa hæfileika til að ná langt í þessari grein og vonandi nýtir hann þá til fullnustu. Konur Hin austur- húnvetnska hlaupa- drottning, Sunna Gestsdóttir, vann 100 m hlaupið af öryggi. En baráttan um næstu sæti var mikil. Sunna á ekki langt að sækja mikið keppnisskap, því faðir hennar, Gestur Guðmundsson, vann sjö verðlaunapeninga á landsmót- um UMFÍ 1952-1957 í kúluvarpi og kringlukasti. Hún hefur skemmtilegan Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.