Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 13
Vísnaþáttur Veglegt kaffisamsæti var haldið að aflokinni setningarathöfn lands- mótsins á Laugarvatni. Það sátu for- seti Islands, Vigdís Finnbogadóttir og aðrir boðsgestir mótsins. Fyrir at- höfnina kom Pálmi Gíslason að máli við nokkra snjalla hagyrðinga og benti þeim á að nú væri lag að láta nokkrar góðar flakka um landsmót á Laugarvatni. Það þurfti ekki að spyrja að viðbrögðunum og voru af- urðimar fluttar í samsætinu við góðar undirtektir. Jóhannes Sigmundsson, fyrrver- andi formaður FISK, segir stemning- una alltaf sérstaka á Iandsmótum. Hann lét þessa flakka: Mig langar enn á landsmótin. Ljúf er þaðan minningin. Stigmögnuð er stemningin. Eg styð minn gamla Skarphéðin. Bjarni Valtýr Guðjónsson gerði svolitla úttekt á landsmótinu og skyggndist einnig fram í tímann: Enn er hafin hátíð vor hreyfing ungdóms fagnar. Leggur hún um land sín spor. leyst úr djúpi þagnar. Unnin skulu afrek hér afl svo finnast megi. Hugsjónina helgu ber hæst á sumardegi. Takmörk ei ég talið get tíminn flest þau setur. Eigi í kúlu að myndast met má ei vanta Pétur. Langstökk vil ég telja tón taman vissum frændum. A því garpur Arnar Jón átta metra í vændum. Kröftum búnir kappar þrír kallast verka stórir. Hér við blasir hópur skýr Hafsteinn, Pálmi og Þórir. Það sem ég í traustri trú tel að flestir lesi, gerist eftir árin þrjú upp í Borgarnesi. Sigurður Geirdal kaus að líta til baka og rifja upp Ijúfar minningar frá landsmótinu sem haldið var á Laug- arvatni 1965. Aratugi eftir þrjá, enn er ljúft í rninni, hve lljóðin voru fögur þá, og frjálsleg okkar kynni. En sjálfsagt ekkert segja má, senn er mál að linni, þær gætu verið einhverjar hér inni. Pálmi Gíslason hjálpaði enn frekar upp á endurminningar Sigurðar með eftirfarandi vísu: Oft víst spretti úr spori hann, spart þó væri kaupið. Eftir stúlkum oft hann rann, eða eykst hér karlaraupið. Það var sagt um þennan mann, að þægi ástar skaupið, en það var ótrúlegt hvað sumar gátu hlaupið. Freygarður Þorsteinsson slær hér botninn í kveðskapinn: Landsmótið það léttir geð, lætur drauma rætast, og það hrífast allir með, yfir dáðum kætast. Merking þessa móts er skýr, mátt vorn nú skal sýna. Andinn blæs þó ætíð Idýr eflir hugsjón mína. Og Freygarður gleymir ekki ung- mennafélagshrey fingunni: Sarntök okkar land og lýð láta vinnig hljóta. Og við munum alla tíð ávaxtanna njóta. Svo mörg voru þau orð, sem færð voru í bundið mál í tilefni landsmóts- ins. En nú kveður við annan tón. Vísnaþættinum barst óvæntur liðs- auki, frá lesanda sem að vísu vill ekki láta nafns síns getið, þar sem hann segist einungis „gutla við að yrkja” fyrir sjálfan sig. Hann segist senda að gamni sínu vísukorn og svo fyrripart, sem menn geti spreytt sig á að botna ef vilji og löngun sé fyrir hendi. Það sem „Amor” sendir er eft- irfarandi: Ungri stúlku orti ég ljóð undurljúft var stefið, er nú þetta unga fljóð öðrum manni gefið. Ef ég myndi í annað sinn ætla konu að fanga. Þeir sem vilja leggja inn gott ráð í þessum efnum botna að sjálfsögðu fyrripartinn og senda til Skinfaxa. Með kveðju, Ingimundur Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.