Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 11
 Tómas Grétar Gunnarsson, HSK, vann hástökkið. í 2. sœti varð Urinar Vilhjálmsson, HSÞ, síðan Theodór Karlsson, Sigfús Jónsson og Þórarinn Hannesson, allir úr UMSS. hlaupastíl og á eftir að láta mikið að sér kveða á komandi árum. Það vakti athygli mína að sama var uppi á teningnum og hjá körlunum að engar stúlkur frá HSK eða HSÞ voru í úrslitahlaupinu. Það telst aftur á móti til tíðinda að borgfirsk stúlka var nú meðal þeirra bestu í fyrsta sinn síðan 1981 en þá varð Svafa Grönfeldt sjö- unda. Annar norðlenskur sigur Snjólaug Vilhelmsdóttir varð önnur í 100 m hlaupinu en kom fyrst í mark í 400 m hlaupinu. Guðlaug Ósk Hall- dórsdóttir kom næst henni í báðum greinum. Fjölþrautarkonan Þuríður Ingvarsdóttir var í verðlaunasætum í 400 m, 800 m og grindahlaupinu. Valdís Hallgrímsdóttir er enn að. Hún skaut mörgum yngri stelpum aftur fyrir sig þó hún sé komin á fertugsald- urinn. Þórdís Gísladóttir vann grindahlaup- ið eftir mikla baráttu við Sunnu og Þuríði. Voru þær þrjár í sérflokki en meðvindur var of mikill. Fríða Rún Þórðardóttir hafði yfir- burði í 800 m, 1500 og 3000 m hlaup- um. Setti hún landsmótsmet í tveimur síðastnefndu greinunum og varð stiga- hæst kvenna í frjálsum íþróttum. Fyrstu verðlaun Fjölnis Guðrún Bára Skúladóttir og Laufey Stefánsdóttir háðu harða baráttu. Lauf- ey vann til fyrstu verðlauna sem Ung- mennafélagið Fjölnir í Grafarvogi hlýt- ur í þessari grein á landsmóti UMFÍ. Hólmfríður Asa Guðmundsdóttir tók við hlutverki Margrétar Brynjólfsdótt- ur sem fulltrúi UMSB á landsmótum. En Margrét vann lengri hlaupagrein- arnar í Mosfellsbæ. í 3000 m hlaupinu vakti athygli mína 11 ára stelpa. Nafn hennar er Ey- gerður Inga Hatþórsdóttir og þar virð- ist mikið hlaupaefni á ferð. Sveit UMSE vann styttra boðhlaup- ið af öryggi en mikili barátta var milli sveita HSK, USAH og UMSK. Eyfirsku stúlkurnar unnu einnig lengra boðhlaupið en þar var keppnin aðal- lega um þriðja sætið millli HSÞ, USAH, UMSB og UMSK. Hefði verið gaman að sjá þær allar saman í riðli. Sunna Gestsdóttir vann langstökkið eftir harða baráttu við íslandsmet- hafann í þrístökki sem hlaut einnig annað sætið í hástökki. Athyglisverð er breiddin hjá eyfirsku stúlkunum sem röðuðu sér í þriðja, fjórða og fimmta sætið. Þórdís Gísladóttir sem vann langstökkið í Mosfellsbæ var að gera sér að góðu það sjöunda nú. Þórdís vann aftur á móti hástökkið með miklum yfirburðum. Ferill hennar sem hástökkvara er einstakur og þessi 33 ára afrekskona á vonandi mörg ár eftir á landsmótum UMFI. Hún hefur nú unnið hástökkið þrjú landsmót í röð og ætíð með miklum yfirburðum. Með afreki sínu vann Þórdís besta afrek kvenna í frjálsum íþróttum Til fróð- leiks má geta þess að eina HSK-stúlk- an sem hefur unnið hástökkið á lands- mótum fyrir utan Þórdísi er Guðrún Sigurðardóttir sem vann greinina á Ak- ureyri 1955. Skarphéðinsstúlkur unnu hástökkið í fyrsta sinn þrefalt. Ovenju mörg há- stökkvaraefni virðast vera að koma fram á sjónarsviðið og langar mig t.d. að benda á 13 ára stúlku, Rakel Jens- dóttur, sem mikið efni í þessari grein. Skagfirskur sigur Skagfirðingar eignuðust nú að nýju sigurvegara í kúluvarpi á landsmóti, en Oddrún Guðmundsdóttir vann þessa grein á sama stað 1965. Það var fyrr- verandi fjölþrautarkonan Berglind Bjarnadóttir sem stóð uppi sem sigur- vegari, en HSK- stúlkurnar röðuðu sér í næstu sætin. Meðal keppenda í kúluvarpinu var Erla Oskarsdóttir UNÞ. Rúmlega fer- tug keppti hún nú í þessari grein í tí- unda sinn. Erla keppti fyrst á lands- mótinu á Laugum 1961 og hel'ur verið á þeim öllum nema í Mosfellsbæ, en þangað komst hún ekki af óvið- ráðanlegum ástæðum. Einstakur keppnisferill! Guðrún Ingólfsdóttir vann kringlu- kastið í fimmta sinn á landsmóti, en hún keppti fyrst á Sauðárkróki 1971. Hún vann bæði kúluvarp og kringlu- kast á Akranesi og Selfossi og keppti aftur í Mosfellsbæ eftir glæsilegan feril sem KR-ingur. Er hún eina konan sem hefur látið kringluna svífa yfir 50 metra. Búast má við því að Guðrún fái harðari keppni á næsta landsmóti. Hanna Lind Olafsdóttir verður þá á heimavelli en hún setti nýlega stúlkna- met og kastaði í fyrsta sinn yfir 40 m í keppni. Vigdís Guðjónsdóttir vann spjót- kastið líkt og frændi hennar Unnar. Er þetta í fyrsta sinn á landsmóti sem þrjár kasta yfir 40 metra. Það kemur berlega í ljós hver er sérgrein héraðs- þjálfara UMSB, því borgfirsku stúlk- urnar skipuðu sér framarlega. Búast má við því að íris Grönfeldt verði með á næsta landsmóti og verða hún og stúlkurnar hennar til alls vísar. Bestu óskir til allra frjálsíþróttaunn- anda um land allt. Hittumst á 22. landsmóti UMFÍ í Borgamesi 1997. Kærar kveðjur Ingimundur Ingimundarson Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.