Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 23
Dráttarvélaakstur er ein af keppnisgreinum liinna vinsœlu starfsíþrótta. Sigurvegari í pönnukökubakstrinum var Olafía Ingólfsdóttir, HSK, sem var ekki svo mjög óvænt, því hún fór einnig með sigur af hólmi í þessari grein á síðasta landsmóti. Línubeiting er mjög spennandi keppnisgrein, því sá sem er síðastur að leggja í balann, getur orðið fyrstur, þegar upp er staðið. Keppendur þurfa að leggja 100 öngla ofan í balann og setja beitu á hvern þeirra. Til þess fá þeir 110 beitur. Sá sem er fljótastur fær fullt hús stiga fyrir tíma, en þeir sem á eftir koma fá refsistig. Síðan er rakið upp úr balanum og athugað hvort beitan sitji vel á. Ef flækjur finnast, þá eru stigin fljót að fjúka. Ekki voru margir áhorfendur að þessari keppnisgrein, og hefðu þeir gjarnan mátt vera fleiri. En sigurvegari var Jósteinn Hreiðarsson, HSÞ. Margþætt keppni Ekki er hægt að segja að starfs- hlaupið hafi fengið heppilega staðsetn- ingu, því keppt var í fótbolta á sama stað. Þrautirnar voru mjög misjafnar. Keppendur þurftu til dæmis að prjóna og gekk það ekki þrautalaust fyrir sig. Enn aðrir fengu kústskaft og þurftu þeir að þeysa á því til Laugarvatns. Sáust vissulega góð tilþrif hjá sumum þeirra á sprettinum. Þegar þangað var komið áttu þeir að teikna mynd af Þóri Haraldssyni formanni landsmótsnefnd- ar. Þarna teiknuðu keppendur af hjart- ans lyst, en ekki sást svipur af Þóri á neinni myndanna. Þegar þessari fjölþættu keppni var lokið stóð Gunnar Þór Sigurðsson, UMSE, uppi sem sigurvegari. Freygarður Þorsteinsson skrifar um briddskeppnina: Spilaö af miklu öryggi Briddskeppnin á landsmótinu var einhver stífasta keppnin sem þar fór fram. Alls tóku 18 sveitir þátt í henni og spiluðu allir við alla. Leikirnir voru stuttir, eða aðeins 8 spil, en í svo stuttum leikjum má ekkert útaf bera og mistök geta verið dýr. Það þurfti því mikla einbeitingu allan tímann til að tryggja góðan árangur. Keppni hófst á fimmtudegi og lauk ekki fyrr en um hádegisbil á sunnu- degi. Þá höfðu sveitirnar spilað 17 umferðir eða alls 136 spil. Sveit Keflavíkur hafði forystu í keppninni allan tímann og spilaði af miklu öryggi. Sveitin tapaði aðeins fjórum viðureignum, þar af tveimur með minnsta mun. Fjórum sinnum hlaut sveitin fullt hús stiga eða 25 og meðalskor í leik var 19,5 stig, sem teljast verður mjög gott. Sveitina skipuðu þeir Einar Jónsson, Heiðar Agnarsson, Hjálmtýr R. Baldursson, Jóhannes Sigurðsson, Karl Her- mannsson og Magnús Torfason. Sveit UMSB hlaut slæman skell gegn Keflavík í upphafi keppninnar, en náði sér síðan vel á strik og var í 2. sæti þegar upp var staðið og hafði þá haldið því sæti lengst af. Sveitin tapaði aðeins fjórum viðureignum eins og sigursveitin. Sveit HSB hlaut síðan 3. sætið og sveit UMSK varð í 4. sæti. Lokastaðan í briddskeppninni varð sem hér segir: 1. Keflavík 331 stig 2. UMSB 313 - 3. HSB 306 - 4. UMSK 296 - i-6. HSK 283 - i-6. UÍA 283 - 7. USAH 263 - 8. UMSE 258 - 9. HSH 256 - 10. USVH 248 - 11. Umf. Víkverji 241 - 12. USVS 236 - 13. Umf. Geisli 228 - 14. HSÞ 215 - 15. UMSS 213 - 16. Umf. Vesturhlíð 198 - 17. HSS 196 - 18. USÚ 191 - IESTAURA* Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.