Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 29
Hvað sögðu landsmótsgestir? Brosum bara í rigningunni „Við brosum bara í rigningunni,“ sögðu þær Ósk Ólafsdóttir og Kristín Finndís Jónsdóttir, báðar úr UMSB, þegar Skinfaxi hitti þær fyrir inni í tjaldi á sunnudagsmorguninn. Þá rigndi svolítið, en veðrið átti fljót- lega eftir að snúast til betri vegar. Þær stöllur sögðust vera mjög á- nægðar með mótið. Þær komu á mótsstað á fimmtudagsmorgun og dvöldu þar að sjálfsögðu þar til mót- inu lauk. Þær sögðust ekki hafa und- an neinu að kvarta, flugan hefði að vísu verið heldur aðgangshörð við þær þar lil hún hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir rigningunni. „En okkur finnst mótið hafa verið alveg ljómandi gott,“ sögðu þær. „Það var virkilega gaman að pönnu- kökubakstrinum í gær. Þá var spenn- andi að fylgjast með sundinu og sjá hvað UMSB stóð sig vel þar. Okkur Ósk Ólafsdóttir og Kristín Finndís Jónsdóttir frá UMSB. finnst að starfsíþróttirnar séu mjög mikilvægar í mótshaldi sem þessu og megi alls ekki missa sín. Það þarf að leggja mikla áherslu á þær fyrir næsta landsmót.“ Ósk og Kristín sögðust vera sérlega ánægðar með körfuboltakeppnina vegna góðs gengis UMSB á þeim vettvangi. „Okkur finnst öll skipulagning á mótinu vera til fyrirmyndar. Svæðið er mjög gott, allt á einum stað, og auðvelt að fylgjast með því sem fram fer hverju sinni.“ Össur lofaði öllu fögru Anna Mikaelsdóttir frá HSÞ. Mikiö stuð og fjör „Það var búið til landsmótslag og texti hjá HSÞ og þetta framtak hleypti miklu fjöri af stað,” sagði Anna Mikaelsdóttir frá HSÞ. Það vakti óneitanlega athygli þegar baráttu- söngur þeirra HSÞ-manna tók að hljóma á öldum ljósvakans landsmóts- dagana. „HSÞ, harðir í horn!” sagði í textanum og að sjálfsögðu voru það félagar í HSÞ sem voru þarna að hvetja sjálfa sig og sína menn til dáða. „Þetta var spilað á leiðinni í rútunum og í þessum stórgóða gámi sem þið sjáið hér á bílnum,” sagði Anna. „Þeir fóru Kjöl og voru eina 14 tíma á leiðinni og spiluðu lagið góða að sjálfsögðu allan tímann. Svo hefur það hljómað í tjaldinu okkar hérna á mótsstað, það hefur verið spilað úti á velli og alls staðar sem því hefur verið við komið.” Anna var mætt á mótsstað á miðvikudag og sagðist vera ánægð með dvölina. „Það er alltaf gaman að vera með. Ég hef farið á ótal mörg mót með krökkunum, valdist reyndar í landsmótsnefnd nú, og það er heilmikil vinna. Ég var hér ‘65 og þetta er ekkert líkt því, enda var ég ekki að vinna þá, en gat leikið mér. Gærdagurinn var mjög skemmt- ilegur. Við grófum hér djúpa holu í jörðina og grilluðum frábært kjöt frá kaupfélaginu okkar, sem hefur styrkt okkur vel til ferðarinnar. Það borðuðu 170-180 manns hjá okkur í gærkvöld og stemmningin var alveg frábær. Það var mikið stuð og fjör á fólkinu.“ „ Þetta hefur verið mjög gott, allt nema veðrið. Össur umhverfisráðherra lofaði að vísu gulli og grænum skógum Róbert Agnarsson frá UMSK. við setningarathöfnina, en það stóðst nú ekki þegar til kom,“ sagði Róbert Agnarsson, UMSK, einn landsmóts- gesta á Laugarvatni. Róbert sagðist hafa fylgsl með frammistöðu keppenda á mótinu, eins og unnt hefði verið. „Hér hafa fallið nokkur landsmóts- met, sem er auðvitað ánægjulegt. En árangurinn tekur að einhverju leyti mið af veðrinu. Rigningin hlýtur að hafa áhrif og koma niður á íþróttafólkinu að einhverju leyti. Vistin í tjöldunum er ekki góð, þegar svona viðrar og hlýtur að draga úr möguleikum keppenda til stórra afreka. ‘ ‘ Róbert kvaðst vera eftir atvikum á- nægður með frammistöðu sinna félaga. „UMSK er náttúrlega fjölmennasta sambandið. Það ætti að bera sigur úr býtum, en það virðist ekki ætla að ganga eftir, þegar hér er komið sögu, þannig að betur má ef duga skal.“ Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.