Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 18
Það gekk allt upp á landsmótinu „Það voru gerðar kröfur til mín á landsmótinu og ég vildi standa undir þeim og gera mitt besta. Það gekk allt upp þar og ég var mjög ánægð með út- komuna,“ sagði Fríða Rún Þórðardótt- ir, UMSK. Hún var stigahæst kvenna á landsmótinu með 18 stig. Fríða Rún sagði að aðstaðan hefði verið eins og best varð á kosið á Laug- arvatni. „Að vísu var svolítið skrýtið að hlaupa á fjögurra brauta velli, eink- um í 800 m, þegar áhorfendur voru komnir alveg inn á fjórðu braut. Mér fannst þeir vera alveg ofan í mér. Mað- ur er vanur að hafa þá í góðri fjarlægð, þannig að þetta var skrýtið, en engan veginn óþægilegt. Aftur á móti fannst mér óþægilegt hversu mikið mótinu seinkaði á föstu- dagskvöldið. Það verður að passa það á næsta landsmóti að láta ekki setningar- athöfnina og það sem lagt er í hana bitna á íþróttamönnum. Þegar klukkan er orðin hálftíu eða tíu og maður er bú- inn að vera að hita upp í meira en klukkutíma í kólnandi veðri, þá getur það verið beinlínis varasamt vegna meiðslahættu að fara að keppa. Arang- urinn hlýtur líka að verða slakari.“ Fríða Rún sagði að keppnistímabilið í ár hefði gengið illa til að byrja með en svo hefði sér farið að ganga betur. „Ég átti í meiðslum og það gekk satt að segja allt á afturfótunum. Ég var farin að halda að ég gæti ekki hlaupið hratt lengur. En svo fór dæmið að snú- ast við og mér gekk vel í Evrópubikar- keppninni og landsmótinu, svo og á meistaramótinu þar sem ég vann 800 og 1500 m og varð önnur í 3000 m. Ef ég lít yfir tímabilið í heild, þá var árangurinn í 3000 m hlaupinu í Evr- ópubikarkeppni landsliða mjög kær- kominn. Þá datt ég niður á tíma sem var nærri mínum besta, eftir að hafa - segir Fríða Rún Þórðardóttir Fríða Rún œtlar að hlaupa þá leið, sem hlaupin verður á Olympíuleikunum. verið í mikilli lægð, og þetta var mikið sáluhjálparatriði fyrir mig.“ Fríða Rún sagði að sér fyndist staða ungmennafélagshreyfingarinnar hvað varðaði frjálsar íþróttir góð. „Það hefur verið lögð á það áhersla á tveim síð- ustu landsmótum að vera með keppn- ina á velli með gerviefni. Það sýnir bara að það er fylgst vel með þeim kröfum sem gerðar eru í heiminum í dag og það er mjög gott. ‘ ‘ Nám og æfingar í vetur Fríða Rún stundar mastersnám í næringarfræði í Bandaríkjunum og á eftir eitt og hálft ár. Að því loknu hyggst hún koma heim og fara að vinna hér. Hún er þegar búin að fá vinnu í faginu, en draumurinn er að starfa á vegum íþróttasamtaka með íþróttafólki og fyrir íþróttafólk og alla aðra sem „vilja hlusta á“ hana. Hún mun æfa með náminu í vetur, eins og hún hefur gert, en keppir ekki með liðinu sem hún hefur keppt með í Georgíu. „Ég hef keppt fyrir þá og þeir hafa borgað fyrir mig skólann. En maður má ekki keppa nema í fjögur ár með sínu skólaliði og sá tími er liðinn. Nú ætla ég að hlaupa götuhlaup og keppa í hálfu maraþoni um miðjan nóvember. Þar verður hlaupin Ólymp- íuleiðin fyrir næstu leika, þannig að það er mjög gaman að taka þátt í því. Næsta sumar ætla ég svo að vera með í aðalkeppnistímabilinu hér heima. Auð- vitað læt ég mig dreyma um að komast á þessi stóru mót og mun reyna það eins og ég get. En það er svo margt sem getur komið upp.“ Fríða Rún sagðist sérstaklega vilja nota tækifærið og hvetja ungu krakk- ana, sem stunda íþróttir, til að halda á- fram, vera dugleg að æfa og njóta þess félagsskapar sem íþróttirnar gefa. „Ég vil líka hvetja foreldra til að fylgja krökkunum eftir í þeim íþróttum sem þau eru að fást við. Það er alveg ómetanlegur stuðningur sem þeir veita. Foreldrar mínir hafa verið með mér frá því að ég byrjaði og það hefur verið mér ómetanlegt. Það er mikið talað um íþróttir við matarborðið heima, því það eru allir í þessu og skilja hvað um er að vera. Hins vegar má varast að ýta um of á eftir ungum krökkum. Maður hefur séð svo mörg góð efni hætta, því foreldr- arnir hafa verið of ýtnir og krakkarnir hafa verið látnir æfa of mikið og ekki kunnað sér hóf. Það er sorglegt að fylgjast með slíkum tilvikum.“ 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.