Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 22
Guðrún Haraldsdóttir: Starfsíþróttir á landsmóti Keppendur þurftu svo sannarlega að vanda sig í hestadómunum. Hér er einn þeirra ásamt Þorkeli Bjarnasyni hrossarœktarráðunaut og dómara. Dráttarvélaakstur byggist á góðri þekkingu og leikni við að aka dráttar- vél. í reglum stendur að skriflegt próf eigi að fara fram jöfnum höndum og keppt er í akstri. Framkvæmdin hefur færst í það form að skriflega prófið fari fyrst fram hjá öllum í einu, þannig að þeim þætti sé lokið. Þetta er þægilegra í framkvæmd. Aksturinn fer þannig fram, að ekið er í gegnum hlið. Stigin falla við hverja stiku, sem komið er við. Öku- menn þurfa að bakka með vagn inn í skemmu og aka eftir krákustígum. Þessi grein starfsíþróttanna þarfnast góðrar æfingar og margir keppenda mæta til keppni á hverju landsmóti. Sigurvegari þetta árið var Garðar Guð- mundsson, HSK, sem hefur keppt í slíkri keppni áður. Er greinilegt að æf- ingabúðir hafa skilað árangri hjá HSK- mönnum. I jurtagreiningunni snýst keppnin um að greina 40 plöntur. Keppendur hafa fengið lista með 130 plöntum og greina 35 plöntur af honum. Síðan fá þeir 5 plöntur til greiningar í viðbót, sem ekki eru á listanum. Jurtirnar verða að vera mjög góðar til þess að engin vafaatriði komi upp við grein- inguna. Að þessu sinni var keppnin mjög jöfn og fjórir keppendur höfðu allar 35 plönturnar réttar. Það voru því plönt- umar 5, sem ekki voru á listanum, sem réðu úrslitum. Sigur úr býtum bar Þor- steinn Bergsson, UÍA, en hann greindi allar jurtirnar rétt sem er mjög góður árangur. Keppni fyrir augað Það er óhætt að segja, að keppnin um að leggja á borð sé svo sannarlega fyrir augað. Dómur felur í sér stig fyrir hugmyndir, vinnubrögð og samsetn- ingu. Borðið þarf ekki að vera hlaðið dýrum borðbúnaði, heldur er það smekkleg uppsetning, sem vegur þyngst. Ofhlaðið borð er engum kepp- anda til framdráttar. En áður en hafist er handa við að leggja á borðin, eru lagðar 10 spurningar fyrir hvern kepp- anda. Undirbúningur hefst oft mörgum mánuðum fyrir landsmót. Hugmyndir eru að þróast og verið er að tína saman borðbúnað og annað sem til þarf. Að þessu sinni var það ekki nema eitt stig sem skildi að I. og 2. sætið, en hlut- skörpust varð Svandís Guðmundsdótt- ir, HSK. I hestadómunum var það Þorkell Þorkelsson, HSK, sem náði bestum ár- angri. Hann var með minnst frávik frá dómurum, af öllum þeim sem kepptu. Keppendur í hestadómum þurfa að greina aldur hrossa og gefa einkunn fyrir sköpulag og kosti þeirra. Ahuga- fólk um hestamennsku ætti að gefa meiri gaum að þessari grein, því dóm- ararnir sem dæma eru þeir bestu sem hægt er að fá. Þetta er því góð æfing og lærdómsrík fyrir keppendur, því þeir geta síðan borið saman niðurstöð- ur og séð hvar munar á dómi þeirra og dómaranna. Sigraði í annað sinn Pönnukökubaksturinn var sú keppni, sem dró að sér flesta áhorfendur, enda leggur lyktina langar leiðir. I þessari keppni er ekki mjög gott að vera dóm- ari, því fyrir framan þá sem því vanda- sama starfi sinna hrúgast upp staflar af pönnukökum, sem þeir þurfa að meta. Stig eru gefin fyrir útlit, bragð, fjölda og snyrtimennsku við baksturinn. Starfshlaupið vakti mikla athvgli en mis- jafnlega tókst mönnum að teikna Þóri Har- aldsson, formann landsmótsnefndar. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.