Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 4
Þegar umræ&an um fíkniefnaforvarnir stóð sem hæst fyrir um fsað bil tveimur mónuð- um síðan var ég farinn að trúa því að allir íslenskir unglingar væru eiturlyfjaneytendur. Umræða fjölmiðla var oft á tíðum mjög neikvæð og einblínt var á þá sem hvað lengst voru sokknir i neyslu vímuefna en hinn stóri hópur einstaklinga sem ekki nota vímuefni vildi gleymast. Eftir að hafa velt þessu aðeins fyrir mér ákvað ég að koma með tillögu að blaði tileinkuðu unglingum þar sem rætt væri við fólk sem komist hefur áfram í lífinu án vimuefna og fjalla þar með um hina hliðina sem hingað til hafði að mestu gleymst. Eftir rúmlega mánaðar- vinnu hef ég púslað saman blaði sem samanstendur af hressum og skemmtilegum viðtölum við fólk eins og Emilíönu Torrini, Pál Oskar, Magnús Ver, Þórarin Tyrfingsson og Björn Steffensen svo einhverjir séu nefndir. Þetta eintak Skinfaxa er tileinkað unglingum á aldrinum 12-16 ára og vonumst við hjá Ungmennafélagi Islands til þess að foreldrar gluggi í greinarnar með börnum sínum og að þetta tölublað staldri við á heimilinu lengur en flest önnur tímarit. <7íkavm ‘Jyi'Z'i ritstj&í Eftir að ég byrjaði að reykja h fór mér að líða illa Juliette Lewis er ein vinsælasta leikkona heims í dag. Hún lék eftirminnilegt hlutverk í myndinni Natural Born Killers þegar hún átti a& vera uppdópuð frá upphafi til endis. En notar Juliette Lewis eiturlyf? „Eg reykti hass á sínum tíma en það var fyrir mörgum árum. Eg fór í gegnum unglingatímabil þar sem ég hélt að hassið myndi láta mig gleyma vandamálum mínum. Þegar maður er svona 1 2, 1 3 ára er maður tilbúinn að reyna allt til að vekja athygli á sér. Eg var alltaf frekar öðruvísi og fékk vini mína til að hlæja í samkvæmum með því að hegða mér eins og ég væri vangefin. Eg átti það líka til að standa á höndum i bíó og öskra „ég elska þig súpermann". Eftir að ég byrjaði að reykja hass fór mér hins vegar að líða illa og átti erfiðara með að tjá mig." Hefur þú notab sterkari efni? „Eg hef notað allt. Nei, ég hef ekki notað allt en þetta kemur allt til þegar manni líður illa og maður vill komast undan." Hefur þú notaö eiturlyf i vinnunni? „Nei, aldrei." 4 / SkinfaxI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.