Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 6
f Iþrótta- stúfar Jón Ottar ráðinn þjálfari Nú á dögunum var úkveðið að Jón Ottar Karlsson tœki við knattspyrnuliði meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni. Tvö met Cunnars Cunnar Steinþórsson, Aftureldingu, setti tvö Islandsmet í sveinaflokki á sundmóti Ægis sem haldið var í byrjun nóvember. Gunnar byrjaði á því að bœta gamalt met Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar þegar hann synti 200 metra bringusund á 2.56,55 mínútum. Þá bœtti Gunnar eigið met í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 27,49 sekándum. Sigruðu í tvíliðaleik , Guðlaugur Axelsson og Oli Þór Birgisson, UMSB, unnu í tvíliðaleik í sveinaflokki á fyrsta unglingamóti vetrarins í badminton sem haldið var í TBR-húsinu í lok október. Cardaklija til Lejfturs Leiftursmenn frá Olafsfirði virðast ekki œtla að slaka neitt á fyrir átökin nœsta sumar í Sjóvár- Almennra deildinni. A dögunum nœldu þeir sér í vítabanann Cardaklija en hann stóð í marki Breiðabliks í sumar. Bovain skorar mest Gengi Breiðabliks hefur verið frekar slakt í DHL-deildinni í körfubolta í vetur þrátt fyrir að átlendingurinn þeirra, Andre Bovain, skori grimmt. Andre hefur skorað flest stig allra í deildinni en þegar blaðið fór í prentun var hann báinn að set/'a rám 33 stig að meðaltali í leik. Keflavík unnu Lengjubikarinn Það var mikil spenna í úrslita- leik Lengjubikarnum sem haldin var í fyrsta skipti nú í ár. Keflavík og KR kepptu til úrslita og mátti vart sjá hvort liðið væri sterkara. Undir lokin fór reynslan að segja til sín og Falur Harðarsson, Guðjón Skúla- son og Friðrik Friðriksson stigu ekki feilspor og Keflvíkingar sigruðu með sjö stiga mun. KefIvíkingar sigruðu Njarð- víkinga í undanúrslitum en KR- ingar unnu Grindvíkinga. Þetta mót var kærkomin tilbreyting fyrir áhorfendur og gaman að geta fylgst með úrslitaleik í TÓBAKSVARNANEFND líÍTVir Fyrsta skipti Ungmennafélagið Stjarnan undir stjórn Valdimars Grímssonar komst í fyrsta skipti í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar. Stjarnan lék báða sína leiki í Austurríki gegn Brusck Sparkasse en það kom ekki að sök því Garðbæingarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Stjarnan vann fyrri leikinn 24-33 en tapaði þeim seinni 35-32. Samanlagt unnu Stjörnustrákar því 65-59. í 8 liða úrslit fHitaveita Reykjavíkur NETFANG umfi@mmedia.is UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS 6 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.