Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 47
I * Konan er orðin nokkuð vön þessu og er alveg ótrúlega þolinmóð en það er öllu erfíðara fyrir mig að vera svona mikið í burtu frá barninu Amsterdam, Englandi, Danmörku og fleiri löndum en undirbúningurinn fyrir þær ferðir getur verið mjög mikill þar sem ég þarf að skila hvaða spor ég ætla að taka, hvað ég ætla að gera mörg sundur-saman, hversu mörg hné og svo framvegis. Þá má ekki gleyma því að ég rek Aerobic Sport og kenni þar á kvöldin svo það er alveg nóg að gera þannig. Svo er það konan og barnið? „Jú, svo er það. Konan er orðin nokkuð vön þessu og er alveg ótrúlega þolinmóð en það er öllu erfiðara fyrir mig að vera svona mikið í burtu frá barninu. Við erum komin með svona stíl að borða Svo er það Palli plat sem lýgur stanslaust en bann segist hafa keppt á móti Jóni Arnari og unnið hann, og svo framvegis klukkan ellefu á kvöldin og þá er stelpan að borða með mér og svo leikum við okkur fram eftir nóttu." Nú komum við aðeins inn á bækurnar þínar áðan, finnst þér gaman að skrifa? „Mér finnst mjög gaman að skrifa fyrir börn og þau eru mjög harðir gagnrýnendur. En það er líka annað sem mér finnst mjög gaman og það er að halda þessa fyrirlestra um allt land en ég hef komið á flestalla staði sem hafa skóla á íslandi. Þegar fer að ist hjá mér á ég örugglega eftir að gera meira af því að ferðast um landið og halda fyrirlestra fyrir þessa krakka." Er nýja bókin í svipuðum dúr og sú fyrri? Nei. I þeirri bók er Latibær aðeins að hækka „standardinn" og ætlar að reyna að komast á Ólympíuleikana en það gengur nú ekki eftir. Það er nú ekki jafn auðvelt og þau halda að ná lágmörkunum en þau komast fljótt að því. Það eru skemmtilegar persónur eins og í fyrri bókinni, Hinrik Hik, hikar alltaf af stað, hikar þegar hann er stressaður og þegar hann talar. Svo er það Palli plat sem lýgur stanslaust en hann segist hafa keppt á móti Jóni Arnari og unnið hann, og svo framvegis. En má búast við fleiri bókum frá þér í framtíðinni? „Já, ég er ekki frá því."* UMFl 47

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.