Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 35
Dæmi ekki fólk Allir þekkja Rodman, Pippen, Jordan og Kukoc en kannski færri kannast við Jackson. Phil Jackson er einn albesti þjálfari NBA-deildarinnar en það hefur kannski skyggt á feril hans að hafa leikmenn eins og Michael Jordan og Scottie Pippen í liði sínu - það halda jú allir að þessa karla þurfi ekkert að þjálfa. A heimasíðu Chicago Bulls var birtist skemmtilegt viðtal við Jackson um stöðu mála hjá Chicago í dag og látum við hér fylgja hluta af því. Getur þú útskýrt fyrir okkur þá breytingu sem orðið hefur á Michael Jordan sem leikmanni á undanförnum árum? Snemma á ferlinum gat Michael Jordan svo til skorað að vild í NBA. Þegar hann þroskaðist sem leikmaður lærði hann að áhugi áhorfenda á honum sem stigakóngi gerði hann fjarlægðan hinum leikmönnum liðsins. Lið lærðu inn á þetta og einblíndu á að stoppa hann í leikjum og náðu oft með því að stoppa Chicago Bulls. Núna veit Jordan að allir leikmenn liðsins verða að geta ógnað ef liðið á að fara alla leið að meistaratitlinum. Allan sinn feril hefur Jordan verið yfirburðaleikmaður í NBA en í dag er hann enn betri þar sem hann gerir einnig alla góða í kringum sig. Hvernig heídur þú liði sem hefur unnið allt við efnið? Það er mín vinna. Þeir leikmenn sem ég hef í mínum tólf manna hópi eru sannir atvinnumenn og þola ekki að tapa. Þetta gerir starfið mitt aðeins auðveldara en auðvitað er erfitt að halda mönnum við efnið þegar 70 leikir eru eftir af venjulegu leiktímabili. Þetta er hlutur sem maður verður að skoða þegar leikmenn eru valdir í hópinn og þegar nýir menn eru keyptir. Maður verður að velja mann sem hefur þessa leikgleði meðfædda og þá finnur sá leikmaður alltaf einhverja ástæðu til að standa sig vel. Dennis Rodman hefur gert ótrúlegustu hluti á ferlinum. Getur þú farið úr þjálfaraskónum í nokkrar mínútur og sagt okkur hvað þér finnst um Rodman? Dennis skilur einn hlut mjög vel og það er að þegar hann kemur á völlinn er hann kominn í vinnuna. Hann lítur á sig sem skemmtikraft og hann kemur til að skemmta áhorfendum og hann gerir það vel. Það vita allir að Rodman hefur gert ýmislegt af sér á ferlinum en ég er ekki hér til að dæma hann fyrir eitt eða neitt. • NBA "stúfar Barkley hirðir fráköst Dennis Rodman, Chicago, hefur verió kóngur frákastanna undanfarin ár en ná gœti svo farið að hann tapaði titli sínum. Charles Barkley, Houston, hefur lýst því yfir að frákastatitillinn verði hans í vetur og hann byrjaði tímabilið á því að hirða 33 fráköst í einum leik. Shaq bjartsýnn Körfuboltatröllið Shaquille O 'Neal er bjartsýnn á að LA Lakers takist að fara alla leið að titlinum í vetur. Lakers er með stjörnur eins og Ceballos, Van Exel og O 'Neal og ef allt smellur œttu þeir að veita Houston og Seattle góða keppni í vesturdeildinni. Chicago eða ekkert Michael Jordan lýsti því yfir í spjaUþœtti hjá Larry King að hann hefði allan hug á að enda feril sinn í Chicago. Jordan gerði eins árs samning fyrir þetta tímabil en sagði að ástœðan fyrir því vœri ekki sá að hann œtlaði að yfirgefa liðið. Jordan sagðist einfaldlega vera orðinn það gamall að hann vissi ekki hvort líkaminn þyldi fleiri tímabil. Pippen illa launaður Scottie Pippen œtlar að ganga illa að semja við stjórnarmenn Chicago um betri laun. Ná er svo komið að laun Pippen eru aðeins brot af því sem þeir Rodman, Jordan og Kukoc fá. Pippen er mjög ósáttur við þessa stöðu og segist ekki sáttur við vinnubrögð stjórnar Chicago. UMFÍ Skiní’axi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.