Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 24
Það verður að koma mikíll snjór Sveinn Jónsson er aðeins tíu ára gamall en það eru níu ár síðan sá knái steig fyrst á skíði. í dag er hann á fullu í öllum þeim íþróttum sem hann mögulega kemst yfir en segist sjálfur ætla að einblína á skíðin þegar hann verður eldri þar sem honum gengur best þar. En hvernig gekk honum að halda jafnvægi þegar hann steig fyrst á skíði? „Ég man nú ekki eftir því en mamma og pabbi segja mér að ég hafi verið tæplega tvegga ára þegar ég steig fyrst á skíði. Eg byrjaði hins vegar að æfa skíði þegar ég var fimm ára en síðan þá hef ég ekki sleppt neinum vetri til að gera eitthvað annað." Af hverju fékkstu svona mikinn áhuga á skíðaíþróttinni? „Mamma og pabbi eru nú ekki á skíðum en systir mín sem er eldri en ég hefur verið mikið á skíðum og ætli áhuginn komi ekki þaðan." Er mikill áhugi á skíðum hérna fyrir norðan? „Hann er nú ekkert svakalega mikill og til dæmis nennir besti vinur minn ekki lengur að æfa skíði." Af hverju er það? „Honum finnst bara skemmtilegt að stökkva og svona." Hvernig er aðstaðan hérna hjá ykkur? „Hún er mjög góð og þetta eru ekki nema tólf kílómetrar sem við þurfum að fara á æfingar." Eru það þá mamma og pabbi sem keyra þig? „Við erum sko þrjú eða fjögur sem æfum og það er bara skipst á að keyra á æfingarnar svo þetta er er ekkert svo oft." Er mikið af mótum haldið fyrir ykkur? „Já,já." Attu mikið af verðlaunapeningum? „Ég á tuttugu og níu verðlauna- peninga." Nú kvarta kannski flestir Islendingar yfir því að það sé of mikill snjór á Islandi, en finnst þér vera mikill snjór hérna? „Það er ekki mikill snjór hérna og það verður að koma mikill snjór í vetur."» <\Jj'óLÍjrLEjjtt þjónu.±ta (JÍ uítj'íTi^ínqa Úrsamþykktum KHB Tilgangur Kaupfélags Héraðsbúa er m.a.: - að útvegafélagsmönnum og öðrum viðskiptavinum góðar vörur og ná hagstæðum innkaupum á þeim. - að efla atvinnulíf áfélagssvœðinu. / i Sj óx VERSLANIR EGILSSTÖÐUM REYÐAFIRÐI ESKIFIRÐI SEYÐISFIRÐI BORGARFIRÐI SÖLUSKÁLI BRAUÐGERÐ MJÓLKURSAMLAG SLÁTURHÚS FRYSTIHÚS BYGGINGAVÖRURDEILDIR TIMBUR- OG FÓÐURSALA 5 T 0 F N A Ð 19 0 9 24 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.