Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Vanda Sigurgeirsdóttir á að baki ótrúlegan feril sem leikmaður og þjálfari hjá Breiða- bliki en nú hefur hún tekið að sér stærra verkefni. Vanda er fyrsta konan sem fær að spreyta sig á því að þjálfa a-landslið kvenna í knattspyrnu. Vanda á sjálf að baki 37 landsleiki en hún hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin átta ár að undanskildum einum. Nú færir hún sig hins vegar á hliðarlínuna en hver var aðdragandinn að því að hún tók við landsliðinu? Knattspyrna — T — "íim íf? tai: 11 i Tlli; «711 talT „Þetta hafði verið minn draumur en ég átti kannski frekar von á að þurfa að bíða í nokkur ár eftir því að sá draumur myndi rætast." En nú varst þú búin að segja upp starfi þínu hjá Umf. Breiðabliki áður en gefið var upp að þú tækir við landsliðinu. Var ekkert búið að ráðgera á milli þín og landsliðsins áður en þú sagðir upp starfinu? „Það er rétt að uppsögn mín hjá Breiðabliki kom áður, en það kom ekkert landsliðinu við. Ég var búin að vera svo lengi með liðið og búin að þjálfa margar stelpurnar þarna upp í sex ár og taldi þess vegna að það væri kominn tími bæði fyrir mig og fyrir þær að breyta til. Ég var alveg eins tilbúin að fara að þjálfa annars staðar og í rauninni var það stefnan hjá mér." Nú hefur kannski aldrei sést hversu góður þjálfari þú ert þar sem Breiðablik hefur í gegnum tíðina haft flest allar bestu stelpurnar í deildinni. Ertu nógu góð til að taka við landsliðinu? „Ég vil nú meina að það sé engin tilviljun að þessar stelpur eru bestar á landinu. Ekki að það sé eingöngu mér að þakka og alls ekki, því þarna eru á ferðinni mjög hæfileikaríkar og færar stelpur en einhvern heiður á ég nú skilið." En ertu nógu góður þjálfari? „Já, ég held að ég sé nógu góður þjálfari til að taka við landsliðinu og ég held að Eggert Magnússon og þeir hjá KSÍ hefðu ekki ráðið mig ef þeir hefðu efast um mig sem þjálfara. Eg hefði heldur aldrei tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á sjálfri mér." Nú verður aldursmunurinn milli þín og leikmanna lítill og jafnvel enginn. Verður ekki erfitt að fá stelpurnar til að bera virðingu fyrir þér sem þjálfara eftir að þú hefur verið leikmaður og félagi þeirra öll þessi ár? „Aldursmunurinn verður lítill og ég er nú reyndar yngri en til dæmis Laufey. Þetta var nú svona þegar ég byrjaði að þjálfa hjá Breiðabliki og þá fannst mér það ekkert erfitt. Nú hef ég þá reynslu og er líka eldri og ég á ekki von á því að stelpurnar beri neitt minni virðingu fyrir mér þótt aldursmunurinn sé ekki til staðar. Stelpurnar hljóta að dæma mig eftir því sem ég hef gert en ekki eftir því hvað ég er gömul eða hvort ég var vinkona þeirra." Það halda kannski einhverjir að vegna þess að þú kemur frá Breiðabliki veljir þú frekar stelpur þaðan í landsliðið, en finnur þú fyrir einhverri pressu útaf þessu? «Ég er nú bara þannig að ég hata að tapa og vil alltaf vinna og mun því alltaf velja besta liðið. Ég hef sagt það oft áður að ég tæki mömmu Vanda með síðasta mína eða Islandsmeistaratitilinn? systur út úr liðinu ef þær væru ekki nógu góðar til að vera þar svo ég held að það þurfi enginn að hafa áhyggjur af þessu. Það er samt önnur hlið á þessu máli líka og hún er sú 8 Skinfaxi UMFÍ að ég velji ekki Breiðabliksstelpur þar sem ég væri hrædd um að þá héldu allir að ég væri með einhverja klíku en ég hef engar áhyggjur af þessu og ég veit að ég mun alltaf velja það lið sem er best hverju sinni." Verða einhverjar stefnubreytingar hjá þér? ,Já." Hverjar þá helstar? „Ég vil láta stelpurnar æfa meira. Ég er búin að kynna mér þjálfun hjá norska, danska, bandaríska og ástralska lands- liðinu og ég sé ekki aðra lausn en þá að við verðum að æfa meira ef við ætlum að ná lengra." Ertu þá að tala um æfingabúðir? „Ég vil að landsliðið hittist oft og ég hef fengið ráðleggingar um að það sé nauðsynlegt þar sem við erum með svo stutt keppnistímabil og lágan „standard" á deildinni. Þetta er nokkuð auðvelt fyrir okkur hérna á íslandi þar sem lang flestar stelpurnar eru hérna í nágrenninu og stutt að fara á æfingar." Hvernig taka þjálfarar 1. deildar- liðanna í þessar hugmyndir þínar? „Ég hef þegar haft samband við nokkra af þjálfurum liðanna og þeir hafa allir tekið mjög vel í þetta. Um væri að ræða eina æfingu á viku yfir vetrar- mánuðina og félögin myndu þá bara gera ráðstafanir í kringum þessa einu æfingu þegar æfingar þeirra væru skipulagðar." Nú hefur landsliðið náð ágætum árangri að undanförnu og verið nálægt því að komast upp úr sínum riðlum. Islendingar vilja auðvitað alltaf meira Ég hefsagt það oft áður að ég tœki mömmu mína eða systur út úr liðinu ef þœr vœru ekki nágu gáðar til að vera þar en síðast en við hverju má búast af stelpunum í framtíðinni? „Að sjálfsögðu stefnum við á það að komast upp úr riðlunum en það er mjög erfitt. Það eru sextán bestu liðin sem eru saman og núna erum við í þriðja sæti í okkar riðli sem þýðir það að við getum lent með tveimur mjög sterkum liðum. Við ætlum hins vegar að æfa mjög stíft og svo verður bara að koma í ljós hvernig við stöndum gegn þeim bestu." Telur þú að það komi niður á landsliðinu hversu ójöfn liðin í Mizuno-deildinni eru? „Ég held að það hafi tvímælalaust slæm áhrif fyrir landsliðið að kjarni landsliðsins var að spila mjög létta leiki allt tímabilið. Það er mikill hraðamunur á því að spila leik hérna heima sem vinnst 10:0 og fara svo út og keppa við Þýskaland, það er kannski best hægt að lýsa því að það sé eins og að fá hnefa í andlitið. Þetta er það sem allir eru að ræða um núna og það er til dæmis tillaga fyrir KSÍ-þinginu um breytingar á keppnistímabilinu sem yrðu af hinu góða og svo held ég að hin liðin sætti sig nú ekki lengur við að Breiðablik hafi þessa yfirburði í deildinni." Að lokum, var ekkert erfitt að segja skiliðvið sparkið og um leið Breiðablik? „Að sjálfsögðu eru það mikil viðbrigði að hitta ekki stelpurnar sem maður hefur verið að hitta kannski sex sinnum í viku. En ég hitti þær og aðrar stelpur á landsliðsæfingum og ég hef mjög gaman af því en ég hef hins vegar verið að nota tímann til að vera með manninum mínum og ég hef mjög gaman af því."» Þú kemur með hugmynd - Við sjáum um afganginn Snöggir & áreiðanlegir UMFÍ Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.