Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 26
Svein Jónsson þekkja flestir Norðlendingar en hann hefur starfað fyrir ungmenna- félagshreyfinguna í rúm fimmtíu ár. I dag segist hann nú gera lítið annað en að fylgjast með barnabörnunum keppa en á sínum tíma var hann meðal annars í landsliði Islands í frjálsum íþróttum. En hver voru fyrstu kynni Sveins af ungmenna- hreyfingunni? Ég byrjaði í Ungmennafélaginu Reyni svona um fermingu og það eru því liðin rúm fimmtíu ár síðan. Þá var nú ekki um jafnmikið að velja og í dag og frjálsar íþróttir í hávegum hafnar. Ungmenna- sambandið byrjaði á því að ráða færa þjálfara sem fóru á milli félaga og þjálfuðu knattspyrnu og frjálsar á sumrin en svo skíði á veturna. Það var reynt að fá sem flesta til að vera með og það gekk mjög vel þar sem fólk hafði ekki úr svo miklu að velja til að stytta sér stundir. í dag er svo margt sem glepur og því erfiðara að vekja áhuga krakka og unglinga. Hvernig voru aðstæður til íþrótta- iðkunar þegar þú varst að byrja? Það var auðvitað allt annað og ekki sömu fjármunir í íþróttum og þekkist í dag. I þá daga var verið að leita að sléttum svæðum til að keppa á en í dag er kvartað yfir því ef ekki er um fullkomnustu keppnisvelli að ræða. Það er ekki hægt að ætlast til þess í svo litlu þjóðfélagi að alls staðar sé aðstaðan hin fullkomnasta. Það má hins vegar koma fram ungmenna- og bæjarfélögum til hróss að miklum fjármunum hefur verið varið til að laga aðstöðuna um land allt. En hvernig þróast svo starfið hjá þér fram að deginum í dag? Mér finnst ég nú hafa gert lítið gagn síðustu árin þrátt fyrir að ég hafi fylgst með krökkunum. Ég hef líka átt því láni að fagna að fjölskyldumeðlimir hafa verið þátttakendur í íþróttum, fyrst strákarnir mínir og svo barnabörnin. Það blundar í manni að fá að fylgjast með og sjá til annarra en það er orðið lítið um að ég geri eitthvað sjálfur - það er kannski helst að ég bregði mér á skíði. Hvernig er íþróttaferill þinn í stuttu Það er nauðsyn/egt að ungmennafélögin haldi vöku sinni vegna þess að starf hreyfingarinnar er svo miklu fjölbreyttara en að snúast bara um afreksmenn í íþróttum máli? Ég hæli mér nú ekki mikið af honum þótt ég hafi nú einu sinni komist í landsliðið í frjálsum. Til þess að ná árangri þarf að sinna íþróttunum og æfa vel en mér fannst svo mörg verkefni spennandi að íþróttirnar fengu aldrei þann sess sem þær þurftu til að ná árangri á mótum og landsmælikvarða. Hvernig finnst þér staðið að málum hérna hjá UMSE og almennt hjá hreyfingunni í dag? Það er auðvitað alltaf hægt að gera betur en við höfum afbragðsfólk sem hefur starfað í ungmennafélögum og hefur verið í forsvari. Ég gæti talið upp langan lista af fólki sem hefur lagt á sig mikla vinnu til að halda þessu starfi gangandi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er allt annar vettvangur fyrir þetta fólk í dag en var fyrir nokkrum áratugum og vinnan orðin miklu meiri. Að lokum, Sveinn, hvernig sérð þú framtíð hreyfingarinnar? Það er mikil nauðsyn að ungmenna- félögin haldi vöku sinni vegna þess að starf hreyfingarinnar er svo miklu fjölbreyttara en að snúast bara um afreksmenn í íþróttum. Það verður erfiðara og erfiðara í framtíðinni að fá fólkið til starfa þar sem í dag er úr svo miklu að velja en ef ungmennafélagið heldur áfram að koma með svo öflug verkefni eins og þau hafa gert t.d. í umhverfismálum þá á fólk eftir að hópast í kringum hreyfinguna. I framtíðinni höfum við mörg verkefni og ber þar hæst forvarnir gegn fíkniefnum sem nú eru að skemma margan unglinginn.* 26 Skinfaxi UMFÍ HKB

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.